Feykir - 26.07.2017, Blaðsíða 3
Ekki missa af neinu!
Dagana 26.-30. júlí
ELDUR Í
HÚNAÞINGI
Hvammstanga
TAKTU STRÆTÓ
Þú hringir
í síma 540 2700
og pantar ferðina
Leið 83
Fimm daga bæjarhátíð
í Húnaþingi vestra
Eldur í Húnaþingi
Hátíðin Eldur í Húnaþingi
verður haldin dagana 26.-30.
júli nk. og er þetta í fimmt-
ánda skipti sem hátíðin er
haldin. Upphaf hátíðarinnar
má rekja til verkefnisins „Ungt
fólk og atvinna“ sem hrundið
var af stað árið 2002 með
fundi sem öllu fólki í Húna-
þingi vestra á aldrinum 20-30
ára var boðið til. Tilgangur
fundarins var að skapa
umræðugrundvöll fyrir ungt
fólk, sem áhuga hefði á að
setjast að á svæðinu, um
atvinnumál og önnur þau mál
sem snertu búsetu fólks í
byggðarlaginu. Þaðan er
hugmyndin um að halda
bæjarhátíð sprottin.
Upphaflega hét hún Ung-
listahátíð en breyttist síðar í nú-
verandi nafn. Stjórn Menningar-
félags Húnaþings vestra sér um
framkvæmd hátíðarinnar og
skipar hún fjóra aðila í undir-
búningsnefnd en auk þess
kemur öflugur hópur sjálfboða-
liða að undirbúningnum og
telur hann um tíu manns.
Feykir lagði nokkrar spurn-
ingar fyrir þær Aldísi Olgu
Jóhannesdóttur, stjórnarmann í
Menningarfélaginu og Svein-
björgu Rut Pétursdóttur sem á
sæti í undirbúningshópnum.
Fyrst voru þær stöllur spurð-
ar að því hvenær undirbún-
ingur hæfist. -Fyrsti undirbún-
ingur hófst á haustmánuðum
2016, en þá bókuðum við þessi
stærri atriði á hátíðinni. Það er
vissara að vera snar í snúningum
þegar bóka á vinsæla listamenn,
því ekki fækkar hátíðinum sem
eru að berjast um listamanna-
bitana.
Hvert er markmið hátíðarinn-
ar?-Markmið hátíðarinnar eru
fjölþætt og má meðal annars
nefna að gera Húnaþing vestra
sýnilegra og eftirsóknarvert sem
stað til að búa á, stuðla að
listsköpun og menningu hjá
íbúum Húnaþings vestra, stuðla
að þátttöku íbúa Húnaþings
vestra og efla samskipti þeirra
og samheldni. Ennig að stuðla
að áhuga hjá yngri kynslóðinni
á að vera skapandi og bera
ábyrgð og efla áhuga hennar á
menningu og hátíðinni sem
slíkri. Síðast en ekki síst er
markmiðið að hafa gaman og
skemmta okkur sjálfum um leið
og við skemmtum öðrum.
Eru heimamenn áhugasamir
og duglegir að leggja sitt af
mörkum? -Heimamenn eru
einstaklega áhugasamir og
stoltir af hátíðinni og mjög
margir íbúar Húnaþings vestra
hafa einhvern tímann komið að
hátíðinni á einn eða annan hátt.
Eins og einn orðaði það einu
sinni „þetta er hátíð okkar allra“.
Það á enginn einn þessa hátíð,
þetta væri engin hátíð ef ekki
væri fyrir allt samfélagið í
Húnaþingi vestra.
Til hverra á hátíðin helst að
höfða? -Hátíðin á að höfða til
fjölskyldna, heimamanna, brott-
flutta, gesta þeirra og annarra
sem langar að gleðjast með
heimamönnum. Við leggjum
mikið upp úr því að bjóða upp á
eitthvað fyrir alla og langflestir
dagskrárliðir hátíðarinnar eru
gestum hennar að kostnaðar-
lausu. Hátíðin hefur þróast frá
því að vera unglistahátíð yfir í að
vera bæjarhátíð.
Eru einhverjir dagskrárliðir
sem eru alveg fastir? -Nokkrir
dagskrárliðir hafa fest sig í sessi
og má þar t.d. nefna Melló
músíka þar sem heimamenn
koma fram og flytja tónlist,
útitónleika í Borgarvirki, fjöl-
skylduskemmtun á laugardegi
og lokadansleik á laugardags-
kvöldi.
Á hátíðin sér einhvern há-
Hluti af undirbúningshópnum: Valdimar H. Gunnlaugsson, Sigurvald Ívar Helgason,
Vilhelm Vilhelmsson, Ína Björk Ársælsdóttir, Elísa Ýr Sverrisdóttir, Aldís Olga
Jóhannesdóttir og Sveinbjörg Rut Pétursdóttir. MYNDIR: ALDÍS OLGA
punkt? -Hápunkturinn fyrir
marga virðast vera tónleikarnir í
Borgarvirki, enda um einstakan
stað að ræða og magnað að
upplifa tónleika í þessari nátt-
úrufegurð. Skiptir þá engu máli
hvernig viðrar, Borgarvirki
hefur þann eiginleika að geta
verið stórfenglegt hvort sem það
er glampandi sólskin seint á
sumarkvöldi eða þoka og
drungalegt um að litast.
Hver er ávinningurinn af hátíð
sem þessari? -Þótt klisjulegt sé
að segja það þá er það fyrst og
fremst gleðin. Þessi hátíð fær
brottflutta, vini og vandamenn
til að koma til baka. Gaman er
einmitt að heyra af því hvað
vinafólk heimamanna hefur
tekið ástfóstri við hátíðina og
mætir á hverju ári. Þá er mark-
miðum okkar náð. Hátíðin er
alls ekki rekin í hagnaðarskyni.
Hvernig er ágóða af hátíðinni
varið sé hann einhver? -Ef það
er einhver ágóði þá fer hann
einfaldlega inn á bankareikning
og er ávaxtaður fram að næstu
hátíð þar sem hann er nýttur.
Reynt er að leggja upp með að
hátíðin komi út á sléttu. Hátíðin
gefur t.d. öllum kjötsúpu á
opnunarhátíðinni, pylsur á
fjölskyldudeginum, aðgang að
námskeiðum og tónlistarflutn-
ing í Borgarvirki. En þetta kostar
jú allt pening sem hátíðin nær
að greiða með styrkjum og sölu
á auglýsingum og öðru smá-
vægilegu.
Er eitthvað sem stendur upp
úr í 15 ára sögu hátíðarinnar?
-Það hefur svo margt skemmti-
legt gerst undanfarin 15 ár og
ætli það sé ekki misjafnt hvað er
fólki minnisstæðast. Ef eitthvað
er þá er gaman að sjá hvað
hátíðin hefur náð að halda sér,
hún er ekki of stór og ekki of lítil,
heldur bara akkúrat passleg.
Að síðustu, hvernig verður
veðrið? -Veðrið er alltaf gott á
Eldinum. Veðurspáin hefur
stundum verið að stríða okkur
en það rætist oftar en ekki vel úr
henni. Nú, og ef ekki, þá eru allir
svo sérstaklega hamingjusamir
á hátíðinni að það fer enginn
að láta veður hafa áhrif á upp-
lifunina og gleðina!
Úr brúðuleikhússýningunni Tröll.
VIÐTAL
Fríða Eyjólfsdóttir
29/2017 3