Feykir


Feykir - 26.07.2017, Blaðsíða 6

Feykir - 26.07.2017, Blaðsíða 6
Annan daginn, sem Monika var á Sauðárkróki, vék sér að henni maður, þar sem hún stóð inni í verzlunarbúð, og sagði: „Hann er að leita að þér eins og saumnál, hann Gísli á Víðivöllum.“ „Sér er nú hver saumnálin,“ sagði Monika, sem orðin var stór og þroskaleg, þá er hér var komið. Þegar hún kom út á götuna, hitti hún Gísla. Hann heilsaði henni hjartanlega og kvaðst þurfa að ræða við hana mjög alvarlegt mál. Þau fóru síðan þangað, sem hún bjó. Þegar þau voru sezt, mælti Gísli: „Ég veit, að þú ert að fara suður í Reykjavík, en ég hef UMSJÓN Páll Friðriksson heyrt, að þú sérst samt ekki ráðin.“ „Ætlar þú kannski að biðja mig að fara til þín sem ráðs- konu?“ sagði Monika glettin. „Nei, ónei,“ sagði Gísli og var jafnalvarlegur og áður. „En ráða vil ég þig sem ráðskonu, þó að ekki sé það til mín. Ég veit, að þú ert dugnaðarmann- eskja, jafnt úti sem inni, og natin við sjúklinga, enda orðin vön hjúkrun.“ „Mér er nú allt annað í huga,“ sagði Monika, „heldur en að fara að ráða mig til hjúkrunar, úr því að ég þá ekki beinlínis ákvað að leggja þau störf fyrir mig.“ „Hlustaðu nú á mig,“ sagði Gísli. „Það eru mestu vandræði hjá gömlu hjónunum á Merki- gili. Sigurbjörg liggur í rúminu og er mesti aumingi, enda orðin níutíu og þriggja ára, og Egill er ósköp lasinn og ekki til neinnar vinnu, þolir hvorki gang né gust, hvað þá nokkurt venjulegt erfiði, er líka bráðum áttræður. Hún er hjá þeim núna, hún Lilja, systir mín, en hún er bundin og getur ekki verið þarna degi lengur.“ Það var ekki örgrannt, að Moniku hnykkti við, þegar Gísli nefndi Merkigil. Og nú sagði hún hvatlega: „Þú heldur þó víst ekki, að ég, sem er komin hingað með allt mitt dót og á leið suður í Reykjavík, fari að hætta við suðurferðina og láti drífa mig fram fyrir þetta alræmda gil, alla leið upp í Austurdal? Ég held það verði nú ekkert af því!“ Bókaútgáfan Sæmundur hefur endurútgefið bókina Konan í dalnum og dæturnar sjö. Bók þessi kom út árið 1954 og var söguhetjan, Monika Helgadóttir, þá 53 ára að aldri. Hún bjó þá, og um áratugi þar á eftir, ekkja á sínu afskekkta býli með sjö dætrum og einkasyni. Í sex áratugi hefur bókin Konan í dalnum og dæturnar sjö verið umsetin í fornbókaverslu- num og á bókasöfnum. Hún nýtur nú meiri vinsælda en nokkur önnur bók Guðmundar G. Hagalín. Í meðförum Hagalíns verður Monika á Merkigili ekki aðeins barnmörg húsfreyja í sveit heldur táknmynd íslensku sveitakonunnar, konunnar sem borið hefur þjóð sína í móðurörmum og umvafið hana með fórnfýsi og kærleika öld eftir öld. Feykir grípur hér ofan í bókina þar sem segir frá komu Moniku að Merkigili sem átti eftir að verða heimili hennar til æviloka. Gísli þagði andartak, en sagði síðan: „Ég býst nú frekast við, að gamla konan eigi skammt eftir, eins og aum og hún er orðin. Einn vetur er ekki mikið af mannsævinni, og þú kemst þinna ferða, Monika mín, þó að þú vinnir þetta líknarverk. Þú getur þó alltaf farið til Reykja- víkur næsta haust, ef þú verður þá sama sinnis og nú. Ég skora á þig, treysti hjartagæzku þinni og manndómi.“ Monika skellti í góm og ók sér í sæti sínu: „Það er naumast þú særir mann. Það hlýtur að vera ein- hverja aðra manneskju um að ræða í öllum Skagafirði.“ Gísli hristi höfuðið: „Ekki mér vitanlega. Ekki nema þá kannski einhvern ungling, sem ekki er fær um það jöfnum höndum að sjá um heimili, hjúkra sjúkum og annast gegningar svo, að í lagi sé. Þú ert tilvalin í þetta og um leið sú einasta, sem getur komið til mála.“ Monika var öll að meyrna. Sannarlega voru gömlu hjónin á Merkigili hjálpar þurfi, og víst áttu hún að geta komizt ferða sinna til Reykjavíkur, þó að ekki yrði úr því, að hún færi í þetta sinn. En það hafði gripið hana bæði uggur og þrjózka. Henni fannst eins og einhver dularöfl væru þarna að verki. Það var nú sök sér, að Jóhannes tæki sig til og skrifaði henni, en að hún lét dragast að svara honum, þar sem hún var ákveðin í að neita, – og svo kom til þessi þrábeiðni Gísla … Og Monika hnykkti til höfði og sagði: „Ég er svo steinhissa á þessum þráa í þér, maður. Ég veit ekki, hvers konar vitleysa þetta er, – ég, sem er að bíða hér eftir skipinu!“ Gísli brosti og klappaði Moniku: „Ég veit það, að ég er frekur, en það er ekki mín vegna, enda sé ég, að þú munir ætla að gera þetta. Þú ert hjálpfús og brjóstgóð í þér, átt heldur ekki langt að sækja það, og þetta er sannkallað miskunnarverk. Þú skalt fá tuttugu og fimm krónur á mánuði, eins og mundi vera borgað í vist fyrir sunnan, og ekki þarf að efast um skilvísina, þar sem hann Egill er annars vegar.“ „Kaup – heldurðu virkilega, að þú getir boðið mér það kaup að ég hefi ekki meira fyrir sunnan? Nei, ef ég geri þetta, þá er það til að hjálpa gömlu hjónunum, en ekki fyrir kaupið.“ Monika hafði ekki fyrr sleppt orðinu en hún heyrði að sér hvíslað: „Eru það nú bara gömlu hjónin, sem þú ert að hugsa um? Hvers vegna dróst það alltaf hjá þér að senda honum Jóhannesi afsvarið?“ Og Monika spratt á fætur, ákveðin í að taka nú af skarið og þverneita bón Gísla. En Gísli stóð einnig upp, klappaði henni á herðarnar og þreif hönd hennar: „Þakka þér hjartanlega fyrir, Monika mín. Þig mun ekki iðra þessarar ákvörðunar. Það er ég viss um.“ Og í stað neitunarinnar komu þessi orð út yfir varir Moniku:. „Nú, jæja þá! Svo vitlaust sem mér finnst það, þá er bezt ég láti undan. Það er eins og þar stendur: Sá hefur fram sitt mál sem þrástur er.“ Enginn veit sína ævina Monika bjóst í skyndi, hafði fataskipti og lét niður í hnakk- tösku og pokasnigil það, sem henni var nauðsynlegast, en skildi annars dót sitt eftir. Svo riðu þau af stað. Þau fóru greitt, því að Gísli hafði haft með sér að heiman fjóra duglega og Konan í dalnum og dæturnar sjö Húsfreyja á Merkigili – Örlög ráða Bókarkápa Konunnar í dalnum. MYND: FEYKIR Hjónin Jóhannes og Monika með einkasoninn Skarphéðinn. MYNDIR ÚR EINKASAFNI 6 29/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.