Feykir


Feykir - 27.08.2017, Blaðsíða 7

Feykir - 27.08.2017, Blaðsíða 7
að það sé að stofni til fyrsta krambúð félags lausakaup- manna á Skagaströnd, byggt árið 1733. Höephner reisti líka annað pakkhús sem síðar var rifið svo og bræðsluskúra því mikið var brætt af feitmeti sem var góð söluvara ásamt ull og gærum. Þrátt fyrir að hafa verið umsvifamikill á Blönduósi bjó Höephner kaupmaður þar aldrei, heldur fékk ungan kaupmann til að reka versl- unina fyrir sig. Sá lést ári síðar og tók þá Pétur Sæmundsen við rekstrinum og var þar verslunarstjóri þar til sonur hans, Evald, tók við. Hann ákvað að fara út í verslunar- rekstur á eigin spýtur og reisti árið 1923 húsið sem nú ber nafnið Kiljan. Lítið varð þó úr verslun hjá Evald sem lést stuttu eftir að húsið reis. Thomsen kaupmaður reisti svo fyrsta eiginlega íbúðarhúsið á Blönduósi árið 1877, stuttu áður en hann lést. Möller kaupmaður keypti það síðar og bjó í því næstu ár. Þetta hús brann árið 1913 en mikið var um húsbruna á Blönduósi á þessum tíma. Hreysin sukku í mýrina Blanda var brúuð árið 1896 en það var svo ekki í raun fyrr en upp úr aldamótum sem farið var að byggja á eystri bakka Blöndu. Kaupfélag Austur- Húnvetninga var stofnað 1907, það reisti sláturhús og var með bryggju. Að vísu var líka byggð bryggja að vestanverðu og hún kölluð gamla bryggja þó hún væri yngri. „Ástæðan fyrir því að fer að byggjast hinum megin var að á vestari bakkanum er bara fúafen þannig að ekkert var hægt að byggja. Bara létt það verslun við Skagastrandar- kaupmenn erfiðari. Það voru því Blönduós og Borðeyri sem þjónuðu sem verslunarstaðir á stóru svæði. Gott að geta starfað við áhugamálið í restina Eftir að Blönduós fór að byggjast að austanverðu fór önnur þjónusta fljótlega yfir á hinn bakkann. Símstöðin var þó að vestanverðu og gisti- þjónusta hefur alltaf verið meira þeim megin. Guð-mundur segir að fyrst hafi bara verið gist í tjöldum þegar komið var að versla en svo var farið að selja gistingu, mest í heimahúsum og líka í Verts-húsinu þar sem var gisting fyrir um tíu manns. Að öllum líkindum hafa flestir gist í tjöldum nema fínna fólkið. Menn stöldruðu ekki lengi við, kannski eina til tvær nætur. Blaðamaður skýtur því inn hvort menn hafi ekki þurft að fá sér í staupinu. Guðmundur hlær við: „Jú, það var náttúrulega alveg nauðsynlegt, enda sáu þeir það, templararnir að það þýddi ekkert annað en að vera með tvö templarateymi hér.“ Trúlega hefur drykkju- skapur þó ekki verið meiri á hreysi sem sukku svo smátt og smátt ofan í mýrina, nema á sandbakkanum, meðfram ánni og í sandstöllunum fyrir ofan. Þarna voru óteljandi lítil kot og eiginlega óskiljanlegt að nokkur hafi getað búið í þeim, mikið verri en torfhúsin sem voru mörg þokkalegustu hús. Þarna var mikil fátækt því það var enga vinnu að hafa nema að vinna fyrir kaupmennina, þarna bjó einn og einn iðnaðarmaður eða mennta- maður, hitt voru allt verka- menn. Kofarnir stóðu margir allt fram undir 1960-70 á sama tíma og í nágranna- byggðunum voru komin myndarleg steinhús út um allt.“ Guðmundur segir að byggðin hinum megin árinnar hafi staðið í landi Ennis og það var ekki fyrr en land var tekið með lögtaki að hægt var að sameina byggðina sem eitt kauptún. Eins og áður segir kom kaup- félagið fyrst og svo einn og einn kofi. Bóndinn í Enni leigði út lóðir en ekki var byrjað að byggja að ráði fyrr en um 1920 en það tekur svo kipp upp úr 1940 með hernáminu. Kvenna- skólinn flutti til Blönduóss frá Ytri-Ey árið 1901 en brann svo árið 1911. Nýtt hús var reist árið 1912 og stendur það enn í dag og hýsir nú bæði Textílsetur og Þekkingarsetur. Eftir að kaupfélagið tekur til starfa halda hinar verslanirnar velli til að byrja með en detta svo út smátt og smátt, að sögn Guðmundar, þegar kaup- mennirnir féllu frá en þeir urðu ekki allir langlífir. Kaupfélagið kemur svo líka með starfsemi yfir ána. Þar voru tvö útibú, fyrst í húsi sem Kristinn Magnússon reisti sem versl- unarhús og seldi svo kaup- félaginu og varð þar verslunar- stjóri. Svo varð það of lítið og þá var nýtt hús reist. Á Blönduósi var aldrei nein útgerð að ráði, að vísu var mikil rækjuveiði á sínum tíma en staðurinn byggðist fyrst og fremst upp í kringum verslun við sveitirnar, sem þá voru mikið stærri en nú er, og svo vinnslu afurða. Kaupfélagið fór strax að slátra fé, það fylgdi verslunarrekstrinum, hinir kaupmennirnir gerðu það líka. Thomsen seldi mikið fé á fæti sem var í raun auðveldara en að selja kjötið, sem þurfti að pækla til að hægt væri að flytja það út. Hann náði þeim markaði frá Skagstrendingum vegna þess að hann bauð betur. Á þessum tíma var líka erfitt að fara yfir Blöndu nema á bátum og gerði Séð yfir gamla bæinn frá eystri bakkanum. Blönduós um 1930. Hér má sjá eitthvað af húskofum sem nú eru horfnir. Þorsteinshús sem byggt var í byrjun 20. aldar og er með eldri húsum í gamla bænum. Húsið var endurgert árið 2012 og er sannkölluð staðarprýði. Gamla læknishúsið sem byggt var árið 1903 Hér var Skáksamband Íslands stofnað árið 1925. Sambyggður er Gamli spítalinn sem reistur var eitthvað seinna. Guðmundur við Hillebrandtshús sem er annað tveggja hús á Blönduósi frá 1877. Húsið er reyndar að stofni til frá árinu 1733. Blönduósi en gekk og gerðist. „Á þessum árum, í kringum 1900 og upp úr því, voru templarar mjög sterkir og mikið var lagt upp úr því að fá menn til að lýsa því yfir að þeir væru hættir í sollinum og voru þeir jafnvel fengnir, kóf- drukknir, til þess að skrifa undir slíkt.“ Ég spyr Guðmund hvaða hús í gamla bænum sé merkilegast að hans dómi. „Þetta er erfitt. Maríubær var hús sem stóð niðri á bakkanum, nær en Mosfell, það var skemmtilegt hús. Lindarbrekka var skemmtilegt hús, fallegt. Hin húsin eru merkileg fyrir það eitt að einhverjum skyldi hafa dottið í hug að byggja svona yfir sig fyrir ekki lengri tíma, meðan verið var að byggja stærðar steinhús í löndunum í kringum okkur, löngu fyrr.“ Í svo stuttu viðtali er ógerlegt að gera sögu staðarins skil nema að örlitlu leyti og vissulega er af nógu að taka. Blönduósbær hefur nú fengið styrk frá Húsfriðunarsjóði til að vinna að tillögu um að gamli bærinn verði skilgreindur sem verndarsvæði í byggð. Vonandi verður það til þess að auð- veldara verði að viðhalda gömlu bæjarmyndinni og merkilegri sögu þessa gamla staðar. Starf Guðmundar er líka ómetanlegt, að skrá söguna þannig að hún verði aðgengileg um ókomna tíð, og þó að prófgráðuna vanti er óhætt að segja að hjá honum eigi sér stað gífurlega mikil sagnfræðivinna. „Ég hef oft hugsað, „af hverju gerðist ég ekki sagnfræðingur?“ en svo hugsa ég: Það er ekki sniðugt að hafa áhugamálið sem atvinnu alla ævi, fínt að fá að vinna við það svona í restina,“ segir Guðmundur um leið og við ljúkum spjalli okkar um gamla bæinn á Blönduósi. 36/2017 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.