Feykir


Feykir - 27.08.2017, Blaðsíða 1

Feykir - 27.08.2017, Blaðsíða 1
36 TBL 27. september 2017 37. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra „ BLS. 6–7 BLS. 11 Þórhildur María Jónsdóttir er matgæðingur Feykis Hægelduð kiðlingaöxl og kjúklingasalat BLS. 9 Guðmundur Paul Scheel- Jónsson „Ættfræðin er þannig að hún endar aldrei“ Gunnar Bragi Sveinsson „Getum ekki verið stikkfrí þegar al- þjóðalög eru brotin“ Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Velkomin til Pacta lögmanna & 440 7900 pacta@pacta.is Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið www.lyfja.is Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Þessa fallegu mynd tók Róbert Daníel Jónsson á Blönduósi um kvöld- matarleytið 24. september af kirkju bæjarins innan í tvöföldum regnboga. Byggingarframkvæmdir Blönduós- kirkju, hinnar nýrri, hófust árið 1982 og var hún vígð 1. maí 1993. Dr. Maggi Jónsson teiknaði og hannaði kirkjuna, sótti hugmyndir að útlitinu í fjöllin og landslagið í umhverfinu. Á nat. is segir að kirkjan taki 250 manns í sæti og er aðstaða fyrir safnaðarstarf í kjallaranum. Munir gömlu kirkjunnar prýða hina nýju, s.s. altaristaflan Emmausgangan eftir Jóhannes Kjarval, og skírnarfonturinn sem Ríkharður Jónsson skar út. Hann er gjöf frá Guðbrandi Ísberg, fyrrum sýslumanni til minningar um konu hans. Orgelið var vígt um leið og kirkjan, fjögurra radda af Marcusen og søn D gerð./PF Kirkjan og regnboginn Jarðbogi nefnist regnbogi sem nær báðum endum til jarðar Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Hanna og smíða hleðslustöð fyrir rafmagnsreiðhjól FNV í Evrópuverkefni Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra tekur þátt í Evrópuverkefninu Easy Sharging Green Driving ásamt fjórum öðrum skólum frá Noregi, Belgíu, Tékklandi og Þýskalandi. Í síðustu viku var komið að FNV að halda utan um sameiginlegan fund allra skólanna. „Dagana 20. til 23. september komu 20 þátttakendur á Sauðárkrók frá skólunum, bæði kennarar og nemendur, til að vinna áfram að hinu sameiginlega verkefni sem gengur út á það að hanna og smíða hleðslu- stöð fyrir rafmagnsreiðhjól. Orkan sem nota á, skal vera „græn“ og þess vegna var unnið með vindmyllur og sólarsellur til þess að framleiða hana fyrir hjólin. Björn Sighvatz, kennari málmiðngreina, segir kostinn við þá útfærslu þann að stöðin getur staðið sjálfstæð óháð utanaðkomandi raf- kerfum. „Svona stöðvar geta gefið ýmsa fleiri möguleika en að hlaða hjólin. Þær gætu t.d. komið sér vel fyrir rafmagnslausa snjalltækjanotendur,“ segir Björn. Fyrir utan að leysa þau verkefni sem upp koma við útfærslur og smíði þá standa gestgjafar hvers fundar fyrir kynningu á mannlífi, menningu og atvinnulífi landsins fyrir gestina. Að þessu sinni var farið í Blöndustöð sem framleiðir mikið afl og í Stein- ullarverksmiðjuna á Sauðárkróki sem notar mikið afl og framleiðir hágæða- vöru. Næsti sameiginlegi fundur verður í Belgíu og svo lýkur verkefninu í Steinfurt í Þýskalandi. /PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.