Feykir


Feykir - 27.08.2017, Blaðsíða 8

Feykir - 27.08.2017, Blaðsíða 8
Réttað á ný í máli Agnesar og Friðriks Agnes hlaut fjórtán ára fangelsisdóm Sigríður Friðjónsdóttir ríkis- saksóknari sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins og þau Gestur Jónsson og Guðrún Sesselja Arnardóttir voru verj- endur hinna ákærðu. Dómarar í málinu voru þau Ingibjörg Benediktsdóttir, Kolbrún Sævarsdóttir og Davíð Þór Björgvinsson. Niðurstaða dómsins á Hvammstanga var á þá leið að Agnes hlaut fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauða- dóms, Friðrik Sigurðsson fékk sjö ára fangelsi og Sigríður Guðmundsdóttir fimm ár. Fjöldi fólks tók þátt í athöfninni nú og var farið um söguslóðir atburðanna áður en réttarhöldin voru sett á svið á Hvammstanga. Magnús Ólafsson, fyrrum bóndi á Sveinsstöðum, var fenginn til að upplýsa viðstadda um það sem fram fór á sínum tíma og eftirleiknum, þ.e. beiðni að handan um uppgröft beinanna. Feykir fékk góðfúslegt leyfi Magnúsar til að birta það sem hann flutti sem og myndir sem Vigdís Hauksdóttir tók. Verið velkomin öll á Þrístapa Það var annað upplit á mönn- unum sem hingað voru boðaðir 12. janúar 1830, en er á ykkur í dag. Þá var öllum bændum frá Vatnsskarði í austri að Miðfirði í vestri skipað að mæta auk fjölmargra vinnu- og lausamanna. Hingað komu margir nauð- ugir til að horfa á, hryllingurinn hafði áhrif á alla. Ungur maður frá Guðlaugsstöðum í Blöndudal sagði svo frá síðar að hans mesta lán í lífinu hefði verið að hestur hans datt á leið til aftökunnar, maðurinn lærbrotnaði og komst ekki á aftökustaðinn. Telja það lán að lærbrotna árið 1830 þegar lítið var um lækna og lækningar. Það sýnir vel hve það tók á menn að vera boðaðir hingað. Það má enginn undan líta Björn Blöndal sýslumaður hafði lagt það fyrir hreppstjóra í hverri sveit á þessu svæði að þeir sæju til þess að menn mættu, hver hreppstjóri átti að sjá til þess að enginn liti undan þá höfuð fykju. Hann stóð hér sjálfur á þessum stað, leit eftir að allt færi samkvæmt því sem hann vildi. Hvar ert þú Holtastaða Jóhann kallaði hann yfir hópinn, en þar sem hann var í öftustu röð skipaði hann honum að koma í fremstu röð þannig að ekkert færi fram hjá honum. Einum viðstaddra varð undir athöfn það á að líta aðeins af þessum miðpunkti, sýslumaður laust hann kinnhest með hanska sínum. „Það má enginn undan líta.“ Friðrik var fyrst leiddur hingað upp. Sýslumaður las honum dómsorð, og að loknum öðrum formsatriðum reiddi böðullinn exi, haus féll frá búk, blóð spýttist, rann á eftir höfði, sem rúllaði í átt að mönnunum sem hnípnir stóðu hjá, lífvana augu störðu úr blóðugu höfði. .... Þegar menn sem til höfðu verið skikkaðir höfðu fjarlægt líkama, höfuð og blóðugt klæði, sem breitt hafði verið yfir höggstokkinn var Agnes leidd hingað upp. Hennar gæslumenn höfðu beðið með hana bak við hól í nágrenninu. Hugsanlega þennan, hugsanlega hól í meiri fjarlægð. Agnes bað að sleppt yrði að lesa dómsorð, athöfn flýtt sem mest. Hún lagði höfuð á höggstokk, endurtekin athöfn, höfuð flaug, blóð rann. Að þessari athöfn lokinni tóku þeir menn sem til verka höfðu verið skikkaðir höfuðin, settu á stjaka, andlit átti að snúa að alfaraleið samkvæmt lögum þess tíma. Líkamar settir í kistur og þær grafnar hér í nágrenni við höggstokkinn. Hver fór til síns heima. Það fór enginn ósnortinn frá þessari athöfn. Höfuðin hurfu af stjökunum Lýst er í sögnum að Sigfús Bergmann, hreppstjóri á Þor- kelshóli, kom heim að lokinni aftöku og gekk beint til afhýsis síns inn af baðstofunni án þess að taka af sér vettlingana eða sleppa svipunni. Hann leit hvorki til hægri né vinstri og kastaði ekki kveðju á nokkurn mann en heimilisfólki virtist sem hragl hryti af augum hans og enginn þorði að varpa á hann orði, sátu agndofa. Hann var þó ekki blautgeðja maður, eins og segir í sögum frá þeim tíma. Þegar menn vöknuðu næsta morgun sáu þeir sem hér áttu leið um, að höfuðin voru horfin af stjökunum. Auðvitað var það rán, ýmsum hefur þótt furðulegt að sýslumaður virðist ekkert hafa gert í því að rannsaka það mál. Hugsanlega hefur þessi málarekstur tekið svo á þennan unga sýslumann að hann hafi ekki haft þrek að halda málinu áfram. Hugsanlega hafði það áhrif að fljótt komst sú saga á kreik að húsfrúin á Þingeyrum hefði Þann 9. september sl. stóð Lögfræðingafélag Íslands fyrir vett- vangsferð á slóðir síðustu aftökunnar á Íslandi og réttaði á ný í máli Friðriks Sigurðssonar og Agnesar Magnúsdóttur sem dæmd voru til dauða fyrir að myrða Natan Ketilsson, bónda á Illugastöðum á Vatnsnesi, og Pétur Jónsson, vinnumann, þann 13. mars 1928. Sigríður Guðmundsdóttir, 16 ára vinnukona, var einnig dæmd til dauða en var náðuð af kónginum og dæmd í lífstíðarfangelsi. Réttarhöldin voru að sjálfsögðu sett á svið í Félagsheimilinu á Hvammstanga, bæði til gamans og fróðleiks. SAMANTEKT Páll Friðriksson sent vinnumann sinn í skjóli nætur til að taka höfuðin og færa í Þingeyrakirkjugarð. Þau Þingeyrahjón, Guðrún og Björn Ólsen voru vinafólk sýslumanns. Árin liðu, gras greri yfir gröfina og flest ummerki hurfu, nema þessi upphleðsla sem enn stendur hér á hólnum. Skilaboð að handan 104 árum síðar, vorið 1934, kemur maður að nafni Guð- mundur Hofdal í Sveinsstaði og spyr eftir Magnúsi gamla. Það var afi minn. Segir honum að hann sé kominn eftir beiðni frá Agnesi til að biðja hann að hjálpa til við að leita að gröfinni. Leyfi væri fengið frá yfirvöldum til að grafa þau upp og flytja í Tjarnarkirkjugarð. Afi sagðist ekkert vita hvar beinin væru, það gæti verið mikið verk að finna þau einhvers staðar í nágrenni við aftökustaðinn. Við eldhúsborðið á Sveins- stöðum, í húsinu þar sem ég ólst upp í og við borðið, sem var í eldhúsinu langt fram á minn búskap, sagði Guðmundur afa og öðru heimilisfólki frá þessari beiðni Agnesar. Beiðnin kom gegnum síendurtekna ósjálfráða skrift miðils. Sá miðill reyndi lengi vel að hunsa þessa síendurteknu beiðni um aðstoð. Að lokum lét hún undan og ræddi málið við nána vini. Þess vegna var Guðmundur kominn í Sveinsstaði. Nafn miðilsins kom hins vegar ekki fram, hún vildi halda sig til hlés í þessu máli, en síðar var upplýst hver hún var. Þrennt er það sem skiptir að mínu mati sérstöku máli í þessari frásögn. 1. Agnes sagði í hvaða átt frá aftökupallinum gröfin væri, m.a. með þeim orðum að það væri í hásumar sólsetursátt frá honum séð. 2. Hún sagði að vinnu- Réttur settur á Hvammstanga MYNDIR: VIGDÍS HAUKS Magnús Ólafsson fór á kostum með erindi sitt. Efnismikil dagskrá. Gröf Friðriks. Fjöldi fólks tók þátt í atburðinum. 8 36/2017

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.