Feykir


Feykir - 27.08.2017, Blaðsíða 9

Feykir - 27.08.2017, Blaðsíða 9
maðurinn frá Þingeyrum hefði að sönnu farið að Þrístöpum um nóttina en hann hefði grafið höfuðin þar sem kisturnar voru í stað þess að bera þau að Þingeyrum. 3. Hann náði ekki mínu höfði af stjakanum sagði í þessari ósjálfráðu skrift. Hann braut því stjakann í höfði mínu skrifaði Agnes í gegnum miðilinn. Í dagbók sem Guðundur skrifaði að kvöldi þessa fyrsta dags á Sveinsstöðum sagði hann að sér væri létt að Magnús gamli væri til og hann lýsti sig reiðubúinn að hjálpa til við leitina. „Hins vegar sá ég á svip hans að hann legði lítinn trúnað á söguna um höfuðin,“ svo sterk saga hafði lifað að þau væru í Þingeyrakirkjugarði. Uppgröftur Að morgni næsta dags fóru afi og pabbi, þá 19 ára gamall, með Guðmundi hingað. Eftir ábendingu Agnesar var ljóst að gröfin væri í norðvestur átt frá aftökupallinum. Afi var með járnstangir sem þeir ráku niður þar til tré fannst undir. Það tók aðeins stundarfjórðung og gröftur hófst. Það fyrsta sem fannst, áður en komið var niður á kisturnar voru höfuðkúpurnar og við aðra þeirra lá 10 sm langt spýtubrot. Gröfin sést ennþá vel. Guðmundur Hofdal vildi ekki moka ofan í hana aftur ef menn vildu rannsaka frekar. Hirti raunar ekki um að sérhvert bein væri tekið, athöfnin var samkvæmt skrifum Agnesar frekar hugsuð sem táknræn, beiðni um að hugur fólks mildaðist í hennar garð og í garð þeirra Friðriks. Góðir gestir, nú förum við til Hvammstanga, hlýðum á saksóknara sækja þetta mál, heyrum hvernig verjendur verja og dómarar dæma. Hvernig sem sú niðurstaða verður mun sagan lifa áfram. Það er svo margt í þessari sögu, ekki aðeins harður dómur og hrikaleg aðgerð hér á Þrístöpum 1830 og skilaboðin að handan sem leiddu til uppgraftrarins. Það er ekki síður forleikurinn, ástir afbrýði, ágirnd, Þekkja ekki allir hvernig hver þessara þátta getur einn og sér haft mikil áhrif á líf fólks, en þessir þrír þættir, ástir, afbrýði, ágirnd, spunnust allir saman í baðstofunni á Illugastöðum veturinn 1828, sem leiddi til voðaverkanna og eftirleiksins. Síðastliðin helgi var nokkuð tíðinda- mikil hvað pólitík viðkemur og áttu Framsóknarmenn sviðið skuldlaust. Þannig fór að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fv. forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, ákvað að yfirgefa flokkinn og stefnir á að stofna nýjan fyrir kosningar. Á kjördæmisþingi Framsóknar í Norðvesturkjördæmi sl. laugardag ákvað Ásmundur Einar Daðason, fv. þingmaður Vg og síðar Framsóknar að bjóða sig fram í fyrsta sætið á móti Gunnari Braga Sveinssyni sem setið hefur sem oddviti listans. Gunnar Bragi ætlar að taka slaginn og verja stöðu sína í forystu flokksins fyrir Norðurland vestra. Feykir hitti Gunnar Braga sl. fimmtudag, áður en ljóst var að hann fengi mótframboð, og forvitnaðist um pólitíkina og ekki síst Rússamálið svokallaða. Þegar Gunnar Bragi er spurður út í komandi átök í pólitíkinni segir hann tímann það nauman fyrir kosningar að ef menn ætla sér að fara eftir lögum flokksins sé í raun ekkert annað í boði en uppstilling á lista. Allt annað verði líklega kært að hans mati. „Og þá upphefst nýtt vandamál og rugl. Á meðan eru aðrir flokkar, t.d. Sjálfstæðisflokkur, sem gera þetta mjög snyrtilega og ákveða að fara ekki í illdeilur. Þeir fresta sínum landsfundi, og senda út þau skilaboð að þeir verði með sömu lista og síðast. Auðvitað, ef einhver hættir þarf að fylla það skarð. Sjálfstæðisflokkurinn mun koma sterkur og fljótt inn í kosninga- baráttuna meðan við erum mögulega að kljást innbyrðis þannig að sú leið sem allar líkur eru á að verði valin kalli á einhvers konar eftirmál sem er ekki gott.“ Þannig að þú mælir með að sömu listar verði áfram? „Auðvitað er asnalegt fyrir mig að segja þetta, verandi í fyrsta sæti. En ef menn vilja eitthvað annað, t.d. prófkjör, fer ég að sjálfsögðu í það. En ég held að það sé best fyrir Framsóknarflokkinn að standa ekki í neinum átökum. Ég verð ekkert eilífur í þessu frekar en aðrir en ég hins vegar sé ég mikil tækifæri fyrir flokkinn að verða sterkan aftur eftir þessa ríkis- stjórn sem búin er að vera. Ég vil ólmur taka þátt í því. Flokksmenn eiga valið og við fylgjum þeirra ákvörðun hver sem hún verður.“ Það mál sem Gunnar Bragi hefur verið gagnrýndur hvað mest fyrir er viðskipta- bannið sem Rússar settu á vörur frá Íslandi, og fleiri löndum, vegna stuðnings okkar við refsiaðgerðir ESB og Bandaríkjanna gegn þeim. Kom það í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Hvað viltu segja um það mál? „Fyrst vil ég segja að það er í rauninni Gunnar Bragi Sveinsson Getum ekki verið stikkfrí þegar alþjóðalög eru brotin setið stikkfrí og skipt okkur ekki af ef alþjóðalög eru brotin? Hvernig getum við staðið upp og sagt að hafréttarsáttmálinn séu lög sem fara á eftir? Það eigi að virða lögsögu Íslands við 200 mílurnar meðan okkur finnst allt í lagi að einhver annar brjóti þessi lög. Hvað myndum við segja ef eitthvert ríki væri hér uppi í 12 mílunum að veiða? Myndum við ekki beita fyrir okkur alþjóðalögum til að koma þeim út?“ spyr Gunnar. „Það var því okkar mat að ekki væri hægt annað en að taka þátt.“ Hann viðurkennir að hafa verið beittur þrýstingi frá Bandaríkjunum og fleirum, að Íslendingar tækju þátt í þessari aðgerð. „Við vitum það að þau ríki sem beita sér fyrir þvingunum refsa hiklaust þeim sem brjóta þær. Ef slíkt hefði komið til hefði það haft miklu víðtækari afleiðingar en við því miður sjáum í dag. Við vildum ekki taka séns á neinu þess háttar þannig að það kom í minn hlut að leggja það til við ríkisstjórnina að við tækjum þátt í þessu. Ég fór því og kynnti þetta mál á ríkisstjórnarfundi og óskaði eftir athuga- semdum, hvort það væru einhverjar athugasemdir við það að við færum þessa leið. Kynnti málið fyrir utanríkis- málanefnd Alþingis, eins og mér bar samkvæmt lögum, og það komu engar athugasemdir fram. Þess vegna var farið í þessa vegferð,“ segir hann og bætir því við að velta megi fyrir sér hvort það þurfi aðrar reglur, hvort það væri rétt að Alþingi tæki ákvörðun um að fara í svona þvinganir. „Auðvitað hafa menn reynt að persónu- gera þetta í mér. En það er nú bara alls ekki þannig að ég hafi sóst eitthvað sérstaklega eftir því að fara í þennan leiðangur. Þetta var mat á hagsmunum Íslands. Við vissum að þetta gæti skaðað einhverja aðra hagsmuni. En okkar hags- muni, sem þjóðar og lands, verður bara að taka fram yfir ýmislegt annað. Það er því miður þannig.“ Hefði ekki verið heppilegra að þetta færi fyrir Alþingi? „Það eru ákveðin lög og reglur og samþykktir milli Alþingis og utan- ríkisráðuneytis um það hvernig fara skuli með svona mál og því ferli var öllu fylgt. Það var s.s. að tilkynna utanríkis- málanefnd eða Alþingi um að þetta stæði til og kynna málið fyrir nefndinni. Þar gat nefndin bókað mótmæli eða sagst ekki vilja taka þátt. Ég þurfti ekki að fara með þetta í ríkisstjórn en ég hins vegar ákvað að gera það til þess að leita eftir athuga- semdum frá ríkisstjórninni. Og svona til að að hafa allt sanngjarnt og rétt þá var einn ráðherra sem lýsti efasemdum um þetta en hann lagðist ekki gegn því. Kristján Þór Júlíusson lýsti efasemdum um að hægt væri að fara þessa leið. En það var enginn andsnúinn þessu. Aðkoma Alþingis var alveg eins og hún átti að vera samkvæmt lögum og reglum. Ég vissi vitanlega að þetta var viðkvæmt og erfitt mál og þar af leiðandi vildi ég endilega gera þetta eins og lög og reglur kveða á um og hafa líka traust bakland gagnvart ríkisstjórninni. En svo vissi ég það að um leið og þetta fór að vera erfitt þá hlupu menn frá þessu alveg á harða- hlaupum. Það er kannski eðli sumra stjórnmálamanna að gera það en ég geri það ekki. Því miður hefur þetta haft ákveðinn sársauka í för með sé en ég hygg að ef við hefðum ekki gert þetta þá hefði þetta komið okkur verulega í koll síðar,,“ segir Gunnar Bragi að lokum. /PF óþolandi að Ísland, eða jafnvel heimur- inn, skuli lenda í þessari stöðu. Að þetta frábæra ríki, Rússland, skuli fara þarna og brjóta alþjóðasáttmála og alþjóðalög og fleira slíkt. Það lá alltaf fyrir að þátttaka þessi gæti skaðað okkur með ein- hverjum hætti. En það er líka ljóst að ef við hefðum ekki tekið þátt þá gæti það líka skaðað okkur. Prinsipp- spurningin í þessu er þessi: Ísland, sem eyja, á allt undir í alþjóða- lögum og -sáttmál- um. Getum við 36/2017 9

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.