Feykir


Feykir - 22.11.2017, Page 2

Feykir - 22.11.2017, Page 2
Hestamannafélags Neista fær 400.000 krónur vegna fram- kvæmda nefndarinnar á næsta ári og 300.000 krónur fær Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps vegna starfsemi kórsins. Þá fær Ungmennafélagið Geisli 280.000 krónur til styrktar starfsemi félagsins. Meðal annarra málefna sem tekin voru fyrir á fundinum var fyrri umræða um fjárhags- áætlun fyrir árið 2018. Sveitar- stjóri kynnti áætlunina og farið var yfir rekstur málaflokka, eignarsjóðs og b hluta fyrir- tækja. Fjárhagsáætlun var vísað til síðari umræðu. /FE Þann 16. nóvember 1807, fyrir 210 árum síðan, fæddist pjakkur sem átti eftir að setja mark sitt á líf og listir Íslendinga allt fram á okkar daga. Á sinni stuttu ævi samdi hann mörg ljóð sem enn eru í fullu gildi og mörg hver sungin við hin ýmsu tæki- færi. Hann gaf löndum sínum góða innsýn í nátt- úrufræði og alheimsvísindi. Þýddi bækur og rit yfir á Íslensku og vegna orða- þurrðar íslenskunnar í garð vísinda sem dægurmála þurfti hann að semja mý- mörg nýyrði svo almenn- ingur skildi hvernig hlutirnir virkuðu. Þið eruð eflaust búin að geta upp á því við hvern er átt hér. Jú, það er Jónas Hallgrímsson, en Dagur íslenskrar tungu, sem haldinn er hátíðlegur á fæðingardegi hans, var í síðustu viku. Ef við ætlum að halda nafni hans á lofti og þar með að halda íslenskunni lifandi, þurfum við einmitt að staldra við á þessum degi og kynna okkur verk hans og ekki síst að efla áhugann hjá unga fólkinu til að kynna sér það sem eftir hann liggur. Það er ekkert víst að það klikki. Ég spurði ungling hvort hann vissi hverjum dagurinn væri tileinkaður. Unglingurinn var ekki alveg viss og þorði ekki að skjóta á svarið af ótta við að svara vitlaust. Ég varð hissa og spurði í forundran: „Veistu ekki hver Jónas var?“ En aumingja barnið hafði ekki séð ástæðu til að kynna sér manninn hvað þá verk hans og skólinn ekki búinn að fara í það verkefni. Þannig að nú stóð það upp á mig að gera það. Ég hugsaði hvernig ég gæti vakið athygli á 200 ára gömlum manni hjá 15 ára unglingi. Spurningin var hvort ég ætti að nefna ljóðin, nýyrðin, stjörnufræðina eða blaðaútgáfuna, ég var ekki viss. Svo mundi ég eftir Megasi þar sem hann raulaði um skáldið Jónas: Sauðdrukkinn úti í hrauni lá Hallgrímsson Jónas og hraut eins og sögunarverksmiðja í Brasilíu. Mamma komdu ekki með nefið þitt fína. Það er nálykt af honum, þú gætir fengið klígju. Það var sem sagt Megas sem vakti minn áhuga. Ég sagði við unglinginn að Jónas hefði verið poppari síns tíma enda mörg lög sem við syngjum enn í dag með textum hans. „Ef Jónas væri tvítugur í dag væri hann frægasti rappari Íslands,“ sagði ég af sannfæringu og sá strax eftir að hafa líkt honum við þá listamenn. En ég þurfti að vekja áhugann. Þess vegna skora ég á rappara landsins að rappa um Jónas og kannski reyna við ljóðin. Gott að byrja á Gunnarshólmanum! Páll Friðriksson, blaðamaður LEIÐARI Poppari fortíðarinnar Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Veitir styrki til ýmissa málefna Húnavatnshreppur Sveitarstjórn Húnavatnshrepps kom saman til fundar þann 8. nóvember síðastliðinn. Meðal efnis á dagskrá fundarins voru afgreiðslur á styrkbeiðni frá ýmsum aðilum. Samþykkti sveitarstjórn að úthluta styrkjum til ýmissa verkefna sem tengjast félagsstarfsemi, menntun, menningu og fleiru. Hæsti styrkurinn, ein mill- jón króna, rennur til Textíl- seturs Íslands á Blönduósi vegna þjónustusamnings um rekstur fyrir árið 2018. Sókn- arnefnd Þingeyrarklausturs- kirkju fær 500.000 krónur vegna sumaropnunar kirkj- unnar en forsenda fyrir fullum styrk er að kirkjan verði opin frá 1. júní til og með 31. ágúst sumarið 2018. Reiðveganefnd Í síðustu viku lönduðu 13 bátar á Skagaströnd og var afli þeirra 286.581 kíló. Af þeim var Steinunn SF 10 aflahæst með tæpt 181 tonn. Níu skip og bátar lönduðu rúmum 789 tonnum á Sauðárkróki og á Hofsósi landaði Ásmundur SK 123 1.416 kílóum. Ekki bárust aflatölur frá Hvammstanga. Heildarafli vikunn- ar var 1.077.433 kíló. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 12. – 18. nóvember 2017 Yfir þúsund tonn á land í síðustu viku SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 1.416 Alls á Hofsósi 1.416 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Landbeitt lína 8.700 Auður HU 94 Landbeitt lína 853 Álfur SH 414 Landbeitt lína 7.327 Bergur sterki HU 17 Landbeitt lína 2.034 Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 823 Guðmundur á Hópi HU 203 Landbeitt lína 6.936 Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 7.575 Kambur HU 24 Landbeitt lína 818 Kári SH 78 Landbeitt lína 6.548 Kristinn SH 812 Landbeitt lína 43.580 Magnús HU 23 Landbeitt lína 10.538 Steinunn SF 10 Botnvarpa 180.746 Stella GK 23 Landbeitt lína 10.103 Alls á Skagaströnd 286.581 SAUÐÁRKRÓKUR Fjölnir GK 157 Lína 99.726 Grundfirðingur SH 24 Lína 48.918 Klakkur SK 5 Botnvarpa 129.485 Kristín GK 457 Lína 168.172 Málmey SK 1 Botnvarpa 172.655 Onni HU 36 Dragnót 5.272 Sighvatur GK 57 Lína 161.646 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 2.901 Vinur SK 22 Handfæri 661 Alls á Sauðárkróki 789.436 Þingeyrarklausturskirkja. MYND: NORTHWEST.IS Kærur vegna skotæfingasvæðis Blönduós Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur borist kæra frá Oddi Hjaltasyni og Blomstra ehf. þar sem deiliskipulag fyrir skotæfingasvæði á Blönduósi er kært en gefið var út framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda þann 26. september sl. Blomstra ehf. og Oddur Hjaltason höfðuðu mál fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra á hendur Lögreglustjóranum á Norðurlandi vestra, íslenska ríkinu, Skotfélaginu Markviss og til réttargæslu Blönduósbæ. Ástæðan er sú að Úrskurðarnefndin hafði þann 12. október sl. hafnað kröfum kærenda um stöðvun framkvæmda við skotæfingasvæðið. Í úrskurði ÚUA segir að kærendur byggi mál sitt m.a. á því að sveitarstjórn hafi verið óheimilt að samþykkja hið kærða deiliskipulag þar sem það taki til svæðis utan sveitarfélagsins. Óásættanleg hávaðamengun stafi af skotsvæðinu sem geti fælt búfénað í landi kærenda. Þá sé óásættanlegt af öryggisástæðum að skotsvæðið sé á opnu svæði nálægt byggð og umferð bæði gangandi og ríðandi. Skurður á skotæfingasvæðinu muni leiða til óafturkræfra breytinga á landinu. /PF Fyrirhugað skotsvæði Markviss. MYND AF VEF BLÖNDUÓSBÆJAR. 2 44/2017

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.