Feykir - 22.11.2017, Page 9
og dómgreind! Og þetta háttalag sitt
skilgreinir það þannig að það sé ,,að gefa
til baka af því“ sem það hafi ,,þegið“.
Siðblindan er algjör!
Úti í samfélaginu er varla flóarfriður
fyrir svona hyski sem stöðugt er að
ráðskast í lífi annarra – til þess að halda
sjálfu sér edrú – og
senda misvel dulin
skilaboð í allar áttir.
Nær sú afskiptasemi
langt út yfir það
svið sem með mesta
velvilja er hægt að
tengja við vímugjafa
og/eða neyslu þeirra.
Smásmyglin er svo
óskapleg að minnstu
hlutir, sem hljóta að
teljast persónulegt
einkamál hvers og
eins, geta orðið slíku fólki að ásteyt-
ingarsteini, svo sem það hvaða aðferð
menn kjósa að nota til að koma matar-
úttektinni sinni í hús, eins og ég hef
áður vikið að í blaðagrein.
Gerist menn svo djarfir að taka
slíkri afskiptasemi með einhverju öðru
en ljúfu samþykki og þegjandi þökk,
fer þetta fólk undantekningarlaust í
píslarvætti og viðkvæðin verða: ,,Ekkert
má nú segja við þessa menn!“ eða ,,Ertu
eitthvað fúll út í mig núna?“ Siðblindan
er algjör!
Er fyllsta ástæða til að lýsa ábyrgð
á hendur þeim stjórn-
málamönnum sem
hafa með almannafé
bakkað SÁÁ upp til
að framleiða, nánast
á færibandi, mannleg
skrímsli sem beita
allt nærumhverfi sitt
skoðanakúgun og and-
legu ofbeldi í hvert
einasta skipti sem þau
telja sig geta sloppið frá
því útlátalaust!
Ályktanir mínar
af því sem að framan hefur verið rakið
eru eftirfarandi: AA og SÁÁ hvíla á
nákvæmlega sama hugmyndafræðilega
grunninum, og er hann trúarlegur.
Eðlismunurinn á þessum tveimur
samtökum er sá að AA eru laustengd
samtök (líkt og söfnuðir frumkristinna)
en SÁÁ eru stofnanavædd samtök (líkt
og rómversk kaþólska kirkjan).
Sagan hefur kennt okkur að stofn-
anavæðing trúarbragða getur verið
stórhættuleg. Eitt nærtækasta dæmið
um það er stofnanavæðing kristin-
dómsins sem hafði með tímanum í
för með sér einhver mestu glæpaverk í
sögu mannkyns. Og þó SÁÁ-liðið hafi
lítið verið orðað við líkamlegt ofbeldi,
er sú tækni sem það hefur tileinkað sér
í beitingu andlegs ofbeldis, orðin ærin
ögrun við íslenskt samfélag.
Nú er ég kannski ekki miklu nær
um það hvað gömlu sómamennirnir,
sem ég gat í upphafi greinarinnar, áttu
nákvæmlega við með því að segja að
SÁÁ væru búin að eyðileggja AA-
samtökin. Það eina sem liggur ljóst fyrir
í því máli er að forsvarsmenn AA virðast
með þögninni líða SÁÁ-mönnum
ýmsar tiltektir sem eru á gráu svæði,
svo ekki sé meira sagt. Hugsanlega
gætir hér líka aflsmunar eða hvernig
á laustengt samband lítilla safnaða að
hafa bolmagn til að koma böndum á
stofnanavætt óargadýr?
8
...Sagan hefur
kennt okkur að
stofnanavæðing
trúarbragða
getur verið
stórhættuleg...
Allt er breytingum háð:
Gamlir kúnnar lúta lágt,
lokaður er barinn.
Margir eiga býsna bágt,
Borgarstjórinn farinn!
Kveðið um bílakaup:
Gústi vildi stækka stílinn,
stefnuráðið fann.
Seldi í hvelli bláa bílinn,
Bangsi keypti hann!
Ort um skólastjórahjónin á leið í
vinnuna að morgni dags:
Vera í engu hraðann heftir,
henni liggur á.
Guðjón labbar ögn á eftir
eins og líta má.
Vekur kraft um vitund alla
viljinn eins og stál.
Starfið bíður, stundir kalla,
stöðug skólamál!
Kveðið um frísklegan frænda:
Sigurjón í fullu formi
fer um staðinn vítt og breitt.
Fjaðraléttur, líkur gormi,
leysir mál og ekur greitt.
Helgarferðin:
Suður einn með sanni fór
sem er engum líkur.
Langaði til að bragða bjór
á búllum Reykjavíkur.
Eftir djamm og galið geim
gugginn kom hann norður.
Fann á ný sinn fasta heim,
féll í réttar skorður!
Eftirmæli um ölkæran kunningja:
Uppréttur hann oftast stóð,
enda fæddur röskur.
Helltu yl í æviblóð
ótal þúsund flöskur.
Fagnað fögrum degi:
Ljúft er veðrið – lof sé Guði,
logn á allri dröfninni.
Bærinn skín í besta stuði,
bátar skríða úr höfninni.
Kveðið um litríkan samborgara:
Steindór þykir stór í hug,
Steingrímsleg er sálin.
Vísar öllum vanda á bug,
veður beint í málin.
Hann um leiðir hendist þá,
heilann lítið fipar,
þó hann virki ýmsa á
eins og svartur pipar!
Annað er að horfa um götur nú en var
– en ekki er þó kannski allt sem sýnist:
Minnst við aukin malbiks kynni
magnast venjur hollar.
Geymast mér í glettnu sinni
gamlir drullupollar.
Ritað 15. nóvember 2017.
Rúnar Kristjánsson
Rúnar Kristjánsson
Mannlífsvísur
frá Skagaströnd
haustið 2017
Útgáfu Byggðasögunnar fagnað
Áttunda bindið af tíu komið út
Hjalti Pálsson afhenti Ástu Pálmadóttur sveitarstjóra fyrsta eintakið. MYNDIR: FE
Laugardaginn 18. nóvem-
ber var haldin útgáfuhátíð
í tilefni þess að áttunda
bindi Byggðasögu Skaga-
fjarðar hefur litið dagsins
ljós. Allnokkur fjöldi fólks
sótti samkomuna sem
haldin var á gistihúsinu
Gimbur á Reykjarhóli á
Bökkum en segja má að
það sé nokkuð miðsvæðis
hvað efni bókarinnar
snertir, rétt hjá hreppa-
mörkum þeirra hreppa
sem bókin fjallar um,
gamla Fellshrepp og
Haganeshrepp.
Bjarni Maronsson, for-
maður útgáfunefndar, setti
hátíðina og þakkaði þeim
sem að verkinu unnu vel
unnin störf. Með Bjarna
sitja í nefndinni þau Sigur-
laug Ebba Kristjándóttir og
Gunnar Rögnvaldsson sem
stýrði samkomunni.
Höfundar verksins, þeir
Hjalti Pálsson og Kári
Gunnarsson, fluttu ávörp
þar sem litið var yfir ferilinn
við útgáfu bókarinnar og
þeir nefndir til sögu sem þar
eiga stærstan hlut að máli.
Auk söguritaranna, þeirra
Hjalta og Kára og Egils
Bjarnasonar sem vann við
Byggðasöguritunina til árs-
ins 2007, hafa fjölmargir
komið að verki á einn eða
annan hátt, má þar nefna
Fornleifadeild Byggðasafns
Skagfirðinga, Héraðsskjala-
safn Skagfirðinga, fjöl-
marga heimildamenn, bæði
lífs og liðna, prófarkales-
arana Gísla Magnússon og
Hjördísi Gísladóttur, Gunn-
hildi Gísladóttur sem tók
myndir af ábúendum og Óla
Arnar Brynjarsson sem
annaðist umbrot.
Áttunda bindi Byggða-
sögu Skagafjarðar er mikið
að vöxtum eða 528 blað-
síður, prýtt fjölda korta og
mynda, bæði ljósmynda og
teikninga. Í því er, eins og
áður segir, fjallað um
Fellshrepp sem nær frá
Höfðahólum að Stafá, og
Haganeshrepp sem spannar
svæðið milli Stafár og
Miklavatns. Umfjöllun um
Haganesvík bíður næsta
bindis. Í máli Hjalta kom
fram að þetta svæði hefði þá
sérstöðu að mestur hluti
byggðarinnar er nú kominn
í eyði. Einnig hafa Fljótin þá
sérstöðu að þar lifðu menn
mikið á sjósókninni.
Í ávarpi sínu gat Hjalti
Pálsson þess að meðgöngu-
tími þessa bindis væri 36
mánuðir, eða nokkru lengri
en meðganga fílsins sem
gengur með í 22 mánuði.
„En hver bók í þessari
vegferð er brekka sem þó
hefur alltaf verið gaman að
Sjöfn og Jóni á Reykjarhóli var þakkaður góður viðgjörningur.
klifa,“ sagði Hjalti. Ritun
Byggðasögunnar hefur nú
staðið yfir í 21 ár og reiknað
er með að á næstu fjórum
árum komi út þau tvö bindi
sem eftir eru. Níunda bindið
mun fjalla um Austur-Fljót,
eða gamla Holtshrepp, og
Haganesvík og síðasta bind-
ið um Hofsós og eyjarnar,
auk þess sem þar verður
einnig ítarleg manna- og
staðanafnaskrá fyrir allt
ritið.
Ásta Pálmadóttir, sveitar-
stjóri, ávarpaði samkomuna
og þakkaði öllum hlut-
aðeigandi vel unnið verk.
Einnig var lesið úr verkinu
og var upplesturinn í
höndum þeirra Björns
Björnssonar, Fríðu Eyjólfs-
dóttur og Stefáns Gests-
sonar. Sveitarfélagið Skaga-
fjörður bauð svo upp á
forláta kaffiveitingar sem
þau Sjöfn og Jón á Reykjar-
hóli sáu um. /FE
44/2017 9