Feykir


Feykir - 20.12.2017, Qupperneq 5

Feykir - 20.12.2017, Qupperneq 5
48/2017 5 Takk fyrir okkur 3. flokkur kvenna fór til Hollands í sumar Stelpurnar í 3. flokki Tindastóls í fótbolta fóru í æfingaferð til Hollands í sumar, nánar tiltekið til Nijverdal sem er 30.000 manna bær í héraðinu Overijssel. Það var ferðaskrif- stofan Gamanferðir sem stóð að knattspyrnuskólanum sem ætlaður er stelpum á aldrinum 13-16 ára. Skólinn stóð yfir dagana 13. júlí – 27 júlí, á meðan Evrópu- mót kvenna í knattspyrnu fór fram en íslenska landsliðið var þar á meðal þátttökuþjóða. Auk þess að leika fótbolta, bæta boltatæknina og hvetja íslensku stelpurnar áfram á EM var ýmislegt annað gert sér til gamans og ánægju. Ekkert gerist af sjálfu sér, þess vegna stóðu stelpurnar fyrir ýmsum uppákomum og fjáröflunum til að leggja í ferðasjóð mánuðina fyrir ferð- ina. Nutu þær mikillar velvildar í samfélaginu og voru einstakl- ingar og fyrirtæki fús til að létta þeim vinnuna. Fyrir það eru stelpurnar þakklátar og vilja koma kærum þökkum til allra er lögðu hönd á plóg með ósk um gleðileg jól og farsælda á nýju ári. /PF Fllottur hópur fótboltastelpna í Hollandi. MYNDIR: MARÍA DÖGG JÓHANNESDÓTTIR Jóla barnaball Lions Verður haldið á sal Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki fimmtudaginn 28. des. kl. 16:30 Allir hjartanlega velkomnir – börn og fullorðnir. Nemendur í 10. bekk Árskóla syngja og dansa við jólatréð. Jólasveinarnir koma með glaðning ... Hó-hó! ÞAKKIR FYRIR STYRK OG STUÐNING: Fisk Seafood – Steinullarverksmiðjan – Kaupfélag Skagfirðinga – Kaffi Krókur – Vörumiðlun – Skagfirðingabúð – Sveitarfélagið Skagafjörður – Árskóli – Aldan stéttarfélag – Björgunarsveitin Skagfirðingasveit – Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra – Rögnvaldur Valbergsson – 10. bekkur Árskóla – Nýprent – Feykir og velunnarar Minnum Lions félaga á að mæta til undirbúnings miðvikud. 27. des. kl. 18:00. LIONSKLÚBBURINN BJÖRK LIONSKLÚBBUR SAUÐÁRKRÓKS Heilög þrenning saman sat sólin hópinn kyssti. Á Maríu mey ég giskað gat, en gafst upp á Drottni og Kristi. Nú ég öllu útstáelsi hætti. Eiginlega þannig á því stendur, nú er konan sem ég kvöld eitt mætti komin endanlega í tröllahendur. AÐSENT : Hilmir Jóhannesson Raunir ellilífeyrisþega Það gerist líklega ekki á hverjum degi að fjórir ættliðir syngi í sama kórnum en sú er nú raunin í Kirkjukór Hólaneskirkju á Skagaströnd. Nýlega gekk til liðs við kórinn ung stúlka, Sóley Sif Jónsdóttir, sem er aðeins 10 ára gömul. Í kórnum syngja einnig langamma hennar, Guðrún Sigurðardóttir, amma hennar, Hallbjörg Jónsdóttir og föðursystir hennar, Jenný Lind Sigurjónsdóttir. Það er trúlega ekki á hverjum degi sem eins ungt fólk og Sóley gengur í kirkjukór en móðir hennar, Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, sem er stjórnandi kórsins og organisti, segir að Sóley hafi beðið lengi eftir því að fá leyfi til að vera með enda hafi hún frá fæðingu hlustað á móður sína æfa sig heima og hún sé því orðin nokkuð vel að sér í sálmum kirkjuársins. Hugrún segir að í báðum ættum Sóleyjar sé mikið söngfólk og hafi ömmur hennar, langömmur, langafar og fjöldi skyldfólks sungið í kirkjukórum. Til gamans má geta þess að Guðrún, langamma Sóleyjar, á þrjú systkin í kórnum. Kirkjukór Hólaneskirkju heldur úti öflugu starfi, heldur jólatónleika, hefur farið í söngferð til Kanada, haldið jazz- og poppmessur, staðið fyrir námskeiðum og fleira. /FE Söngelsk ætt á Skagaströnd Fjórir ættliðir í sama kirkjukór Sóley er á miðri mynd. Henni á hægri hönd er föðursystir hennar, Jenný, Hallbjörg, amma Sóleyjar er aftan við hana og fremst, Sóleyju á vinstri hönd er langamma hennar, Guðrún. MYND: HUGRÚN SIF HALLGRÍMSDÓTTIR Pósað í góða veðrinu í Hollandi. Allar voru stelpurnar sammála um að vel hefði tekist til hjá Gamanferðum.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.