Feykir


Feykir - 20.12.2017, Side 12

Feykir - 20.12.2017, Side 12
12 48/2017 Anna Scheving er 68 ára gömul húsmóðir, fædd og uppalin á Reyðarfirði. Hún hefur búið víða um land en síðustu árin hefur hún átt heima í Húnaþingi vestra, fyrst á Hvammstanga í allmörg ár en síðustu þrjú árin á Laugarbakka sem er að hennar mati algjör sælureitur. Allt frá því að Anna lærði að lesa í kringum fimm ára aldurinn hefur hún haft yndi af bóklestri og henni er minnis- stætt frá barnæsku þegar faðir hennar las fyrir heimilisfólkið úr bók Alistairs MacLean, Nóttin langa. Anna svaraði nokkrum spurningum fyrir Bók-haldið. Hvaða bækur voru í uppáhaldi hjá þér þegar þú varst barn? Snúður og Snælda. Sennilega voru Anna í Grænuhlíð og Sesselja síðstakkur fyrstu stóru bækurnar sem ég las. Hvers konar bækur lestu helst? ( BÓK-HALDIÐ ) frida@feykir.is Hefur lesið bækur Guðrúnar frá Lundi aftur og aftur Anna Scheving / húsmóðir á Laugarbakka Anna niðursokkin í ævisögu. MYND ÚR EINKASAFNI Ég les helst ævisögur og skáldsögur en aldrei ljóð eða fræðibækur. Hver er uppáhaldsbókin af þeim sem þú hefur lesið gegnum tíðina? Ég hef lesið bækur Guðrúnar frá Lundi aftur og aftur og á örugglega eftir að lesa þær eina ferðina enn. Hver er þinn uppáhaldsrithöf- undur og hvers vegna? Tryggvi Emilsson. Það er áhugavert að velta fyrir sér tíðarandanum á þessum tíma og því hve duglegur hann var að koma sér áfram. Er einhver bók sem þú hefur lesið sérstaklega eftirminnileg eða hefur haft mikil áhrif á þig? Held að það sé Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson vegna þess hvað það var farið illa með hann og hvað karl faðir hans var latur. Hvaða bækur eru á nátt- borðinu hjá þér þessa dagana? Tvennir tímar Elínborgar Lárusdóttur og svo reyfarar frá Ásútgáfunni. Ertu fastagestur á einhverju bókasafni? Ætli megi ekki segja það. Á Bókasafninu á Hvammstanga þar sem Guðmundur sér um að halda mér við efnið. Áttu þér uppáhaldsbókabúð (hér heima eða erlendis)? Ég fer helst í Eymundsson til að fá mér kaffi. Hvað áttu margar bækur í bókahillunum heima hjá þér? Ekki margar, sennilega svona 20 bækur. Hvað kaupirðu eða eignast að jafnaði margar nýjar bækur yfir árið? Ég kaupi aldrei bækur. Eru ákveðnir höfundar eða bækur sem þú færð „alltaf“ í jólagjöf? Ég fæ aldrei bækur í jólagjöf. Hefur einhver bók sérstakt gildi fyrir þig? Sennilega er það Biblía sem hann pabbi minn eignaðist sem barn. Hef aldrei lesið orð í henni en þykir mjög vænt um hana. Ef þú ættir að gefa einhverjum sem þér þykir vænt um bók, hvaða bók yrði þá fyrir valinu? Ætli Arnaldur eða Yrsa yrðu ekki fyrir valinu.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.