Feykir


Feykir - 20.12.2017, Page 19

Feykir - 20.12.2017, Page 19
48/2017 19 Kjör á Manni ársins 2017 Norðurland vestra Eins og undanfarin ár stendur Feykir fyrir kjöri á Manni ársins. Gefst íbúum á svæðinu og öðrum lesendum Feykis kostur á að velja úr hópi þeirra sem tilnefndir voru af lesendum. Í þetta skiptið bárust fimm tilnefningar. Hægt verður að greiða atkvæði á vefnum Feyki.is eða senda atkvæði í pósti á Feykir, Borgarflöt 1, 550 Sauðárkróki. Kosningin hefst kl. 13 á föstudaginn, 22. desember og lýkur kl. 12 á hádegi á nýársdag, 1. janúar. Tilnefndir eru: Aldís Olga Jóhannesdóttir HVAMMSTANGA Aldís Olga er tilnefnd fyrir framlag sitt til menningarmála til samfélagsins í Húna- þingi vestra. Hún hélt úti farsælum vef- miðli, Norðanátt.is, um tíu ára skeið. Auk þess að vera í stjórn Menningarfélags Húnaþings vestra - sem hlúir að og styður við hvers kyns menningarstarfsemi í Húnaþingi vestra - hefur hún tekið virkan þátt í skipulagningu og uppsetningu fjöl- margra menningarviðburða í gegnum árin. Hún er því vel að titlinum „Maður ársins 2017“ komin fyrir ómetanlegt framlag hennar til menningarmála og ímyndarsköpun Húnaþings vestra og fyrir að auðga samfélagið, segir í tilnefningunni. UMSJÓN Páll Friðriksson Sigurður Líndal Þórisson og Greta Clough HVAMMSTANGA Hjónin Sigurður Líndal Þórisson og Greta Clough á Hvammstanga fengu saman tilnefningu og getur Feykir ekki sett sig upp á móti því og hvað þá að stilla þeim upp móti hvort öðru. Þeirra tilnefning er vegna framlags þeirra til menningar og atvinnulífs í Húnaþingi vestra. Sigurður hefur sett upp leik- sýningar á svæðinu og það nýjasta Hérumbil, Húnaþingi sem frumsýnt var í síðustu viku. Hann hefur einnig haft frumkvæði sem formaður Ferða- málafélags Húnaþings vestra og eflt starf Selasetursins. Greta hefur sett á stofn Handbendi brúðuleikhús og ferðast með sýningar víða t.d. sýninguna Tröll auk þess að vera virk í öðru menningarlífi. Mikið happ fyrir Húnaþing vestra að fá þau hingað í samfélagið og reyndar fyrir allt Norðurland vestra, segir í tilnefning- unni. Pálmi Ragnarsson GARÐAKOTI Þó tilefnið sé á alvarlegu nótunum þá fékk Pálmi til- nefningu til Manns ársins vegna já- kvæðni sinnar í baráttu hans við krabbamein undan- farin ár. Hann heldur lífsgleðinni og kraftinum hvernig sem allt er. Það er það sem ég dáist að og við ættum að hafa til fyrirmyndar, segir í tilnefningu Pálma. Jóhanna E. Pálmadóttir AKRI, A-HÚN Jóhanna er fram- kvæmdastjóri Textíl- setursins á Blönduósi. Hún fær tilnefningu fyrir dugmikið starf í þágu menningar og lista í Austur- Húnavatnssýslu. Meðal annars hlaut Prjónagleðin, sem hún á stóran þátt í að koma á laggirnar, þann heiður að vera valin sem eitt af verkefnum Afmælisnefndar vegna 100 ára fullveldis Íslands árið 2018. Jóhanna er frábær leiðtogi og dugmikil til allra verka, segir í tilnefningu hennar. Ingvi Hrannar Ómarsson SAUÐÁRKRÓKI Ingvi Hrannar er kennsluráðgjafi í upplýsingatækni og skólaþróun í Sveitar- félaginu Skagafirði og Árskóla á Sauðár- króki. Hann er einn eftirsóttasti fyrirlesari landsins á sviði upplýsingatækni og í haust hlaut hann viðurkenningu á því sviði frá tölvurisunum Google og Apple. Er hann fyrstur Íslendinga til að hljóta slíkan heiður. Íslendingar eiga í framtíðinni eftir að njóta braut- ryðjandastarfs Ingva Hrannars, segir í tilnefningu hans. - - - - - Tökum þátt í skemmtilegri kosningu og kjósum mann ársins á Norðurlandi vestra! Ingimar Pálsson á Sauðárkróki var útnefndur maður ársins fyrir árið 2016. Hann hefur verið duglegur að þjóna börnum og unglingum í hestamennsk- unni enda rekið reiðskóla í yfir 30 ár, eða frá 1983 við fádæma vinsældir. Í viðtali við Feyki í upphafi árs rifjaði Ingimar upp að ein mamman sem hann hitti hafi sagt sér að dóttir hennar hefði verið á Litla-Rauð á reiðnámskeiði. Sjálf hafði hún líka fengið Litla-Rauð til afnota á sínum tíma og í ljós kom að um var að ræða sama hestinn. Ingimar Pálsson Maður ársins 2016 Gleðileg jól 2017 Aðalgötu 21 • 550 Sauðárkróki Sími 453 5050 • Fax 453 6021 www.stodehf.is • stod@stodehf.is OPNUNARTÍMAR YFIR HÁTÍÐIRNAR Lokað dagana 24., 25., 26. og 27. desember Opið frá kl. 18:00 dagana 28., 29, og 30. desember Lokað 31. desember og 1.-2. janúar Opið eins og vejulega 3. janúar Starfsfólk Hard Wok Cafe óskar viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.