Feykir


Feykir - 17.01.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 17.01.2018, Blaðsíða 6
með neina vitleysu með því að segja að svona almennur áhugi hafi verið fyrir hendi alveg frá því ég man eftir mér. Ég man að þegar ég var pínulítill voru til svona encyclopediur [alfræðirit] á heimilum margra sem við þekktum og þá var ég alltaf að fletta upp á blaðsíðunum um myndlist. Ég teiknaði alltaf mikið og skrifaði mikið. Ég held þetta hafi nú bara gerst af sjálfu sér. En ég vissi náttúrulega ekkert að það væri til eitthvað sem héti myndlistarmaður fyrr en seinna, hélt bara að þetta væri eitthvað sem menn gerðu svona meðfram öðru, þar til svona upp úr tíu ára aldri að ég fór að gera mér grein fyrir hvað þetta var og þá stefndi ég svona nokkuð í þetta eftir það.“ En var einhver myndmenntar- kennsla í litlum sveitaskóla eins og í Búðardal? „Já, Þrúður Kristjánsdóttir var með svona létta myndmenntar- kennslu, hún lærði í Myndlistar- og handíðaskólanum. Þetta var samt örugglega ekkert svipað því sem er í dag. En svo fékk ég annan kennara í Stykkishólmi þegar ég var 13 ára, hann hafði örugglega stúderað eitthvað. Þá Helgi er fæddur í Búðardal árið 1953 og alinn þar upp, eða í Búðardal og nærsveitum, eins og hann tekur sjálfur til orða enda var hann í sveit öll sumur, allt frá því fyrstu ærnar báru að vori þar til lömbunum var slátrað á haustin. Á þessum tíma var algengt að börn byrjuðu snemma að vinna og skólaárið var mun styttra en nú, sérstaklega til sveita. Helgi á sterkar rætur í Dölunum og segist hann hafa dvalið þar nánast öll sín sumur en hann á hús á Fellsströndinni sem hann nefnir Kjallaksstaði eftir landnámsmanninum Kjallaki gamla og er það staðsett á landnámsjörð Kjallaks, Kjar- laksstöðum. Þegar Helgi var 13 ára flutti fjölskyldan í Stykkis- hólm og þar gekk hann í skóla í þrjú ár en lauk svo landsprófi í Reykjavík. Öll sumur var Helgi í sveit á Höskuldsstöðum í Laxárdal hjá fullorðnum hjónum og segist hann hafa náð í skottið á 19. aldar búskap þar á bænum. Að vísu hafi hann ekki náð því að heyja með hestum en sjálfsagt hafi það verið rétt á mörkunum. „Ég sló mikið með orfi og ljá og bar þetta bara sjálfur þar sem þýfðara var en annars var maður bara með gamla dráttarvél. Ungur sonur hjónanna kom reyndar á háannatíma en hann átti fullkomnari græjur. Hann var múrari og bóndi. Ég segi það nú oft, svona að gamni, til þess að sýna hvað heimurinn er stuttur, að gömlu hjónin voru bæði fædd fyrir aldamótin 1900, hann var frá Jörfa og hún frá Vatni, og Collingwood kom við á báðum stöðum. Þess vegna hefðu getað verið til barnamyndir af þeim eftir hann, þó manni finnist Collingwodd hafa verið á ferðinni langt aftur í öldum,“ segir Helgi og kímir. Blaðamaður spyr hvenær myndlistaráhuginn hafi kviknað? „Ég held að ég sé ekki að fara VIÐTAL Fríða Eyjólfsdóttir Í október síðastliðnum fjögaði heldur betur í litla þorpinu Hofsósi. Það er ekki á hverjum degi, og þykir því tíðindum sæta, sem sex manna fjölskylda flytur í lítið þorp úti á landi, að ekki sé nú minnst á þegar einn af fjölskyldumeðlimunum er einn af þekktari listamönnum þjóðarinnar. Blaðamaður lagði leið sína á fund við listamanninn, Helga Þorgils Friðjónsson, og komst að því að starf sambýliskonu hans, Rakelar Halldórsdóttur, við rannsóknarverkefni fyrir Matís hefði dregið þau í Skagafjörðinn. Ekkert húsnæði lá á lausu á Sauðárkróki en Valgeir Þorvaldsson frétti af vandræðum fjölskyldunnar og bauð þeim húsnæði. „Þannig að þetta var eiginlega bara tilviljun,“ segir Helgi og bætir því við að eftir á að hyggja séu þau líklega bara ánægðari með þennan kost. Listamaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson á vinnustofu sinni. MYNDIR: FE Listamaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson tekinn tali „Mér líður bara vel alls staðar þar sem ég er“ Sjálfsmynd þar sem Helgi klæðir sjálfan sig í málverk eftir Signorelli. 6 03/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.