Feykir


Feykir - 17.01.2018, Blaðsíða 1

Feykir - 17.01.2018, Blaðsíða 1
03 TBL 17. janúar 2018 38. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BLS. 6–7 BLS. 8 Guðjón S. Brjánsson frá Sam- fylkingu er Þingmaðurinn Ekki stætt á öðru en styðja ÍA BLS.11 Listamaðurinn Helgi Þorgils Friðjónsson tekinn tali „Mér líður bara vel alls staðar þar sem ég er“ Elísabet Helgadóttir frá Blönduósi svarar Rabbinu Chicken á la king og þýsk ostakaka Holræsa- og stífluþjónusta Bjóðum alhliða lagnahreinsun og lagnamyndun Leitið nánari upplýsinga í síma 452 2958. Sími 452 2958 | Oddagata 18 | 545 Skagaströnd | gamar.is | vilhelm@gamar.is Langþráðum áfanga var náð þegar körfuknattleikslið Tindastóls lagði erkifjendur sína í KR í úrslitaleik Malt- bikarsins í körfuboltisl. laugardag í Laugardalshöllinni. Liðið var vel stutt af dyggum stuðningsmönnum sem fjölmenntu á áhorfendabekkina og tóku þar með þátt í sigrinum. Það hefur vakið athygli á landsvísu hve mikill stuðningur er við körfuboltann á Sauðárkróki og hvernig allir í samfélaginu áttu sinn þátt í glæstum sigrum liðsins í úrslitakeppninni. Ekki nóg með að liðið fagnaði sigrinum með stuðningsfólki í stúkunni heldur var heimkoman einnig tilkomumikil. Haldin var móttaka í Síkinu, íþróttahúsinu á Sauðárkróki, liðsmönn- um til heiðurs og mætti mikill fjöldi bæjarbúa til að taka þátt í gleðinni. Margir lögðu leið sína í íþróttahúsið sem alla jafna fara ekki á leiki, en fylgjast auðvitað með úr fjarlægð, og urðu vitni að einhverju stórkostlegu. Við á Feyki erum stolt af okkar framlagi í gegnum tíðina til þessara mála og tileinkum blaðið þessum sigri að miklu leyti. Áfram Tindastóll! > Sjá nánar á bls. 5 og 10 /PF Maltbikarinn á Krókinn Sigur samfélagsins í Laugardalshöllinni Við þjónustum bílinn þinn! Hesteyri 2 Sauðárkróki Sími 455 4570 Verkstæðið okkar annast viðgerðir fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Menntaðir og hæfir tölvuviðgerða- menn með áralanga reynslu. Þú hringir í síma 540 2700 Dæmigerð mynd fyrir sigur heildarinnar þar sem allir taka þátt í gleðinni. MYND: HJALTI ÁRNA Banni á bensínsölu frestað Bjarni Har og afgreiðsla Olís á Sauðárkróki Á fundi Heilbrigðisnefndar Norður- lands vestra sem haldinn var í síðustu viku var ákveðið að aflétta takmörk- unum tímabundið á sölu eldsneytis á núverandi sölustað Olís á Sauðárkróki þegar fullljóst verður að aðstaða verði endurbætt. Að sögn Sigurjóns Þórðarsonar, framkvæmdastjóra HNV, frestast bann- ið fram á vor og fellur úr gildi ef farið verður í lagfæringar á núverandi stað. Sagt var frá því í síðasta Feyki að Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra hefði um síðustu áramót afturkallað leyfi Verslunar Haraldar Júlíussonar á Sauðárkróki til að selja olíu eftir tæplega 90 ára farsælt starf, fyrst sem umboðsaðili BP og síðar Olíuverzlunar Íslands, nú Olís. Á fundi HNV var m.a. farið yfir málefni bensínstöðvarinnar og ný gögn um uppbyggingu elds- neytisafgreiðslu við Borgarflöt 31, skoðuð. Getur nú Bjarni Har haldið áfram eldsneytissölunni fram á vorið í það minnsta. /PF Nýttu þér netverslun Skoðaðu vöruúrvalið á lya.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.