Feykir


Feykir - 31.01.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 31.01.2018, Blaðsíða 2
Nú eru þorrablótin komin á fullt eins og sagt er og mikið um að vera í öllum hreppum og sýslum. Á Wikipediu segir að Þorri sé nefndur í heimildum frá miðöldum sem persónugervingur eða vættur vetrar og þar er einnig minnst á þorrablót. Ekki er vitað hvernig þeim var háttað en lýsingarnar benda þó til mikilla veislna og að menn hafi gert vel við sig í mat og drykk. Engar frásagnir eru í Íslendingasögum eða öðrum fornsögnum sem gerast á Íslandi. En orðið Þorra- blót kemur fyrir í forneskju- legum þætti sem bæði er að finna í Orkneyinga sögu og á tveim stöðum í Flateyjarbók þar sem hann heitir Hversu Noregr byggðist og Fundinn Noregur. Elsta þorrablót sem heimildir eru til um er þorrablót Kvöldfélagsins í Reykjavík 1867 og heimildir eru um að íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn hafi haldið þorrablót 1873. Löngu síðar eða um miðja 20. öld var farið að halda þorrablót á veitingastaðnum Naustinu í Reykjavík, þar sem fram var borinn „hefðbundinn“ íslenskur matur, súr, reyktur eða saltaður. Síðar breiddust þessar skemmtanir út um sveitir og víðan völl og er orðnar ómissandi þáttur í lífi hverrar manneskju, nánast (betra að alhæfa ekkert). Misgóð skemmti- atriði eru flutt á hverju blóti og þykja þau heimatilbúnu yfirleitt best þar sem gert er grín að náunganum og ekki síst sjálfum sér. Þorramaturinn er einnig mikilvægur hluti af hátíðinni og vel má hugsa sér að ekki væri verið að framleiða súra punga eða reyktan magál nema af þessu skemmtilega tilefni. Svei þeim sem segja þorramat skemmdan, nema um sé að ræða skemmdan þorramat. Margir halda fast í hefðina og vilja að blótið í ár sé líkt og blótið í fyrra og engu má breyta. Ég var sjálfur því marki brenndur og fékk einu sinni banvænt menningarsjokk á þorrablóti sem Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn hélt fyrir mörgum árum. Þar var KK að spila, nýkominn fullskapaður fram í sviðsljós Íslendinga og söng og spilaði lög af nýjustu plötu sinni Lucky One. Eins og ég fílaði KK var ég alveg draugfúll að fá ekki vals og hringdans. Það er bara skylda á þorrablótum. Ég nefndi þetta við einn Íslendinginn sem bjó þá í Danaveldi sem gerði lítið úr óánægju minni. Sagði við- komandi að það skipti ekki máli hver væri að spila hvað því aðalatriðið væri að koma saman og skemmta sér. Ég sá ljósið strax enda segir í Hávamálum að maður sé manns gaman. Þetta er ekki flóknara en það. Skál! Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Maður er manns gaman Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Lífið hefur greinilega verið frekar rólegt við hafnirnar síðustu vikurnar og fáir bátar verið á sjó. Á Skagaströnd lönduðu 6 bátar rúmum 22 tonnum, átta og hálfu tonni var landað á Hofsósi og tæpum þremur tonnum á Hvammstanga í vikunni sem leið. Til Sauðár- króks bárust rétt tæp 219 tonn. Í heildina gerir aflinn þessa síðustu viku þá 252.663 kíló. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 21. – 27. janúar 2018 22 tonnum landað á Skagaströnd SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 2.887 Alls á Hvammstanga 2.887 SKAGASTRÖND Auður HU 94 Landbeitt lína 5.728 Dagrún HU 121 Þorskfiskinet 947 Guðmundur á Hópi HU 203 Lína 10.029 Kambur HU 24 Landbeitt lína 1.735 Ólafur MagnússonHU 54 Þorskfiskinet 354 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 3.526 Alls á Skagaströnd 22.319 SAUÐÁRKRÓKUR Málmey SK 1 Botnvarpa 215.664 Onni HU 36 Dragnót 3.278 Alls á Sauðárkróki 218.942 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landbeitt lína 1.794 Onni HU 36 Dragnót 6.721 Alls á Hofsósi 8.515 Mestar meðalafurðir á Brúsastöðum í Vatnsdal Afurðamikil mjólkurbú Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur gefið út niðurstöður skýrsluhalds- ársins í mjólkurframleiðslunni 2017 en þar kemur fram að mesta meðalnyt eftir árskú á nýliðnu ári, hafi verið á Brúsastöðum í Vatnsdal í Austur-Húnavatnssýslu, 8.937 kg á árskú. Það heggur nærri Íslandsmetinu sem sama bú setti í fyrra, 8.990 kg. Á vef Ráðgjafarmiðstöðvar- innar, rml.is, segir að auk þess að verma toppsætið í fyrra hafi búið á Brúsastöðum einnig verið það afurðahæsta árin 2013 og 2014. „Þessi árangur þeirra hjóna Gróu Margrétar Lárus- dóttur og Sigurðar Eggerz Ólafs- sonar á Brúsastöðum undan- farin ár er stórglæsilegur og allrar athygli verður, segir í samantekt RML. Mestar meðalafurðir 2017 voru í Skagafirði eða 6.537 kg eftir árskú. Meðalbústærð reiknaðist 45,4 árskýr á árinu 2017 en sambærileg tala var 43,5 árið á undan. Meðalbústærð reiknuð í skýrslufærðum kúm var nú 60,9 kýr en 2016 reiknuðust þær 59,5. Fimmtán bú eru með meðalnyt yfir 8.000 kg á árskú og eru tvö þeirra í Austur- Húnavatnssýslu og þrjú í Skaga- firði. Þau eru auk Brúsastaða, Steinnýjarstaðir í Skagabyggð með 8.170 kg, og skagfirsku búin Flugumýri 8.205, Kúskerpi 8.115 kg og Garðakot 8.019 kg. Af þeim kúm sem enn eru á lífi í dag er Braut 112 á Tjörn á Skaga í öðru sæti yfir þær sem mestum æviafurðum hafa skilað. Braut er dóttir Stígs 97010, fædd 12. september 2005 og því á þrettánda aldursári. Hún átti sinn fyrsta kálf 23. október 2007 og hefur alls borið tíu sinnum að meðtöldum tveimur fósturlátum. Þrátt fyrir þau áföll er Braut nú búin að mjólka 91.300 kg mjólkur en mestum afurðum á einu almanaksári náði hún 2011, 10.961 kg. /PF Refastofninn stendur í stað Náttúran Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lokið við að meta stærð íslenska refastofnsins til ársins 2015 en samkvæmt því var fjöldi refa haustið 2015 að lágmarki 7.000 dýr. Niðurstöðurnar styðja eldra mat frá árinu 2014 sem sýndi fram á mikla fækkun í stofninum eftir 2008. Refastofninn var í sögulegu hámarki á árunum 2005–2008 þegar hann taldi um 11 þúsund dýr að haustlagi ár hvert, eins og segir í tilkynningu frá NÍ. Stofnmat frá árinu 2014 sýndi hins vegar fram á 30% fækkun refa á árunum 2008–2010. Nýja stofnmatið sýnir að dýrunum hélt áfram að fækka til ársins 2012 þegar stofninn náði lágmarki, um 6.000 dýr að hausti, en þá hafði stofninn minnkað um 40% frá 2008. Stærð stofnsins virðist ekki hafa breyst að ráði til ársins 2015. Á heimasíðu NÍ segir að rannsóknir stofnunarinnar á íslenska refastofninum byggist að miklu leyti á góðu samstarfi við veiðimenn um allt land sem senda hræ af felldum dýrum til krufninga og aldursgreininga. /PF Þessi mynd tengist fréttinni ekki beint. MYND: FEYKIR 2 05/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.