Feykir


Feykir - 31.01.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 31.01.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Faxaflóamótið Krista Sól á skotskónum Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli tekur þátt í Faxaflóamótinu sem fram fer syðra og náði liðið sigri í sínum öðrum leik á mótinu sl. laugardag gegn Gróttu á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi 3-0. Hin unga og efnilega knattspyrnukona, Krista Sól Nielsen, var aldeilis á skot- skónum og skoraði fyrstu tvö mörkin. Það fyrra á 26. mínútu og það síðara á 49. mínútu. Kristrún María Magnús- dóttir gerði svo út um leikinn á 88. mínútu er hún setti þriðja mark Stólanna. Föstudaginn 19. jan. fengu Stólastúlkur skell gegn Hauk- um 1-4. Þar var Krista Sól Nielsen sú eina sem skoraði fyrir Stóla. Tindastóll er í 3. sæti með 3 stig, jafnmörg og ÍA en Haukar sitja á toppnum með 6 stig. Önnur lið hafa ekki náð stigi ennþá. Auk Tindastóls, Hauka og Gróttu leika lið ÍA og Keflavíkur í B-riðli Faxaflóamótsins. /PF Fjórða liðið sem kynnt er til leiks í KS deildinni í hestaíþróttum er lið Líflands – Kidka en fyrir því fara þau Elvar Logi og Fanney Dögg. Hafa þau fengið til liðs við sig þrjá knapa sem kepptu fyrir Íslands hönd á síðasta HM í Hollandi. Liðsstjóri er skagfirski Húnvetningurinn Elvar L. Friðriksson en auk hans eru í liðinu Fanney Dögg Indriðadóttir, Finnbogi Bjarnason, Konráð Valur Sveinsson og Svavar Ö. Hreiðarsson. Nýr inn í þetta lið kemur Konráð Valur Sveinsson, sá mikli skeiðreiðarmaður, en með Konna og Svabba Hreiðars innanborðs ætti skeiðkeppnin að verða formsatriði, segir í tilkynningu frá Meistaradeildinni. Eins og margir vita varð Finnbogi bikarmeistari með mfl. Tindastóls í körfunni fyrir skömmu og segir hann það vera smá púsluspil að samræma hestamennskuna og körfuboltann, en allt hefur þetta reddast. Ásamt því að spila körfubolta og þjálfa hesta stundar hann nám við Háskólann á Hólum. Hvaða hrossi munt þú tefla fram í KS deildinni í vetur? -Þetta eru flest hross að taka sín fyrstu skref i keppni en ég er meðal annars að stefna með Kná frá Ytra-Vallholti, Myllu frá Hólum, Viðju frá Hvolsvelli og Heru frá Árholti eins og staðan er núna, segir Finnbogi. LIÐSKYNNING KS DEILDARINNAR UMSJÓN pall@feykir.is Lífland – Kidka Smá púsluspil að samræma hestamennskuna og körfuboltann Körfubolti Chris Davenport til Stólanna Eins og kunnugt er hefur samstarfi körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Brandon Garrett verið hætt og var hann því ekki með í sigurleik liðsins á móti Grindavík sl. fimmtudag. Í hans stað kemur annar Bandaríkjamaður, Chris Davenport að nafni. Chris Davenport er fæddur 1994 í Atlanta, 203 sentimetra hár framherji og að sögn Stefáns Jónssonar, formanns deildarinnar, verður leik- maðurinn kominn með leikheimild fyrir næsta leik sem verður gegn Haukum á föstudaginn. Um leið og Stefán fagnar komu Davenport til félagsins segir hann Garrett hafa skilaði sínu vel fyrir félagið. „Færum við honum bestu þakkir fyrir hans framlag síðustu tvo mánuði,“ segir Stefán. /PF Chris Davenport. MYND AF NETINU Júdódeild Tindastóls Kenna blandaðar bardagalistir Síðasta haust ýtti júdódeild Tindastóls úr vör námskeiði í blönduðum bardagalistum, sem samanstóð af æfingum í jujitsu, kickboxi og boxi. Vegna góðrar aðsóknar og áhugasamra þjálfara var ákveðið að bjóða aftur upp á þetta námskeið á vorönn. Á heimasíðu Tindastóls segir að júdó og karate hafi bæst við bardgalistavalið og verður því boðið upp á fimm mismunandi bardagalistir á námskeiðinu. Búið er að opna fyrir skráningar sem fara rafrænt fram í gegnum NÓRA. Aldurstakmark er tólf ár (fæðingarár 2006 og fyrr) og hámarksfjöldi er tuttugu. /PF Krista Sól hleður í dúndurskot á Sauðárkróksvelli. MYND AF FB-SÍÐU KRISTU Dominos-deildin : Tindastóll – Grindavík 94–82 Sigur á Grindvíkingum Tindastóll og Grindavík mættust í Síkinu sl. fimmtu- dag í Dominos-deildinni í körfubolta. Nathan Bullock reyndist verulega erfiður viðureignar í liði Grindavíkur en Stólarnir náðu yfirhöndinni undir lok annars leikhluta og héldu forystunni allt til loka. Niðurstaðan góður sigur, 94-82. Það var gaman að sjá að á þeim kafla sem Stólarnir komust yfir þá léku þeir kana- lausir því Brandon Garrett var farinn frá liðinu og Hester var kominn með fjórar villur eftir að hafa spilað tæpar níu mínútur og var því kældur niður á bekknum frá því um miðjan annan leikhluta þangað til fjórði leikhluti hófst. Á með- an hann hvíldi náðu heima- menn upp fínni vörn og bolt- inn gekk ágætlega í sókninni og Grindvíkingum gekk bölv- anlega að stöðva Stólana. Staðan í hálfleik var 44-38 fyrir Tindastól og gestirnir náðu aldrei að jafna leikinn eða komast yfir en komust næst því í fjórða leikhluta þegar þeir minnkuðu muninn í eitt stig en Stólarnir svöruðu að bragði. Hester var stigahæstur í liði Tindastóls með 20 stig en bestur var þó Pétur með 19 stig, sjö stoðsendingar og sex frá- köst. Hér var hinsvegar um liðssigur að ræða þar sem allir skiluðu sínu og Stólarnir sem fyrr í 2.-4. sæti deildarinnar. /ÓAB 05/2018 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.