Feykir


Feykir - 31.01.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 31.01.2018, Blaðsíða 7
Í stað þess að flagga við Páluhús ákváðu systurnar að hengja gamla kjóla af sér á snúrur til að gefa til kynna að einhver dveldi í húsinu. Rósa á rauða kjólinn. tengdamóður sinnar á Hofsósi árið 1976 og starfaði við skólann þar í tíu ár, fyrst sem kennari og síðar skólastjóri. Á þessum árum fæddust svo börnin þrjú, Sonja Björk, María og Þorsteinn. „Nú bara flytjið þið suður“ Hugur Rósu stefndi alltaf á frekara nám og eftir að Fjöl- brautaskólinn á Sauðárkróki kom til sögunnar var það alltaf að brjótast um í huga hennar að skella sér í nám þar en ekkert varð þó úr því enda börnin lítil. „Svo var Steini bróðir minn að flytja til Helsinki og hann vissi að mig langaði að læra eitthvað. Svo hringir hann í mig og segir: „Jæja, nú erum við að flytja til Helsinki og nú bara flytjið þið suður og þú færð íbúðina okkar og þú ferð í skóla.“ Og við bara gerðum það, þetta var sumarið ´86.“ Rósa fór þá í Öldungadeild MH en af því að hún var að eigin sögn ekki ákveðin í hvað hún vildi verða skráði hún sig á málabraut en fór svo á náttúrufræðibraut, tímdi ekki að sleppa málabrautinni og út- skrifaðist sem stúdent af þeim báðum. Leiðin lá svo í háskól- ann þar sem hún byrjaði í líf- fræði. „En ég entist ekki nema tvo mánuði í líffræði. Mig langaði svo mikið að læra erfðafræði og þess háttar, langaði að komast að uppruna lífsins held ég,“ segir Rósa og hlær dátt. „Þetta var í fyrsta skipti sem boðið var upp á línu í sameindalíffræði við líffræðideild Háskóla Íslands. Svo ég skráði mig í hana, við vorum ellefu, ég og tíu strákar um tvítugt sem voru bara að koma beint út úr menntaskóla. Mér kom ágætlega saman við þá, þetta gekk bara vel. Ég var líklega 33 ára, en þeir tóku mér bara alveg eins og jafningja. Það var allt í lagi með þá, en kennslan fannst mér ekki eins skemmtileg svo ég fann að þetta var bara ekki það sem mig langaði til. Þetta var eiginlega líka alltof mikil vinna, að vera í fullu námi í þessu með þrjú börn líka. Guðni var í tveggja ára leyfi frá kennslu þarna og var í tölvunarfræði í Háskólanum þannig að það var líka mikið að gera hjá honum. Ég byrjaði á að minnka við mig en svo fann ég að mig langaði ekki til að vera í þessu. Ég var farin að vakna eldsnemma á morgnana með kvíðahnút í maganum af því að vera að fara í skólann. Svo ég fékk eiginlega svona neyðarviðtal hjá námsráðgjafa, það var nú eignlega allt saman eins og því væri stýrt. Ég vaknaði einn morguninn og hugsaði: „Nei ég get þetta ekki, ég er hætt í þessu, ég get ekki farið í skólann.“ En ég var byrjuð á námslánum og Guðni var í leyfi og var bara með strípuðu grunnskólakennaralaunin og ég ekki í neinni vinnu og hefði þurft að borga tveggja mán- aða námslán til baka ef ég hefði hætt. Þess vegna hékk ég þarna aðeins lengur en ég hefði kannski átt að gera. En þennan morgun hugsaði ég: „Nei, ég get þetta ekki, alveg sama hvað kemur fyrir mig, ég bara verð að hætta, ég verð að hætta.“ Svo ég byrjaði á að hringja í námsráðgjöf og fékk að vita að það væri sex vikna biðtími eftir viðtali við námsráðgjafa. Og ég sagði bara „ég verð að fá að tala við námsráðgjafa NÚNA, ekki eftir sex vikur, heldur núna.“ Rósa lýsir því svo hvernig hún, fyrir einhverja ótrúlega heppni, fékk tíma sem var afpantaður og var svo fyrir hreina tilviljun komin í nám í bókasafnsfræði í stað líffræðinnar næsta dag. Rúsínan í pylsuendanum á öftustu blaðsíðunum „Svo þegar ég var búin að vera eina önn þarna þá fór ég að hugsa um að mig langaði ekki að verða bara bókasafnsfræðingur, alla vega að taka þá eitthvert aukafag með. Og ég var ein- hvern veginn alltaf í þessari raunvísindapælingu, var að hugsa um að taka landafræði og fór að skoða kennsluskrána og sá að ég þyrfti þá að taka sömu efnafræðina og ég hafði verið í í líffræðinni og ég hugsaði, „nei, ég get það ekki.“ Og það var sama hvað það var, það var alltaf þessi sama efnafræði, ég sem fékk sko verðlaun á stúdentsprófi fyrir efnafræði. Þetta bara var SVO leiðinlegt,“ segir Rósa með mikilli tilfinn- ingu. „En það endaði með því að ég fletti í gegnum alla kennsluskrá Háskólans, það voru auðvitað sumir kaflar sem ég var mjög fljót að fara í gegnum eins og viðskiptafræði og hagfræði og læknisfræði og kannski guðfræði. En ég merkti bara við öll námskeið sem mér fannst hljóma eitthvað spennandi. Þá var þetta bara í prentaðri bók og skipulagið á henni var þannig að deildunum var raðað eftir aldri, fremst var guðfræðin, svo læknadeildin en félagsfræðideildin var síðust. Svo var fögunum raðað innan hverrar deildar í stafrófsröð svo þjóðfræðin var aftast í skránni, ég vissi ekki einu sinni Hjónin uppábúin fyrir verðlaunaafhendingu í Konunglegu Gústafs Adolfs aka- demíunni í Svíþjóð. MYNDIR ÚR EINKASAFNI að það væri til eitthvert fag sem héti þjóðfræði. Það var ekki fyrr en ég kom þarna í aftasta hlutann í kennsluskránni að ég bara merkti við hvert einasta námskeið og þar með var það ákveðið svo ég skráði mig í þjóðfræði sem aukafag og lauk því BA prófi 1995 með bókasafnsfræði sem aðalfag og þjóðfræði sem aukafag.“ Rósa fór þá strax að vinna á Árnastofnun en hún hafði unnið þar sumarið áður og gerði lokaverkefni sitt í bóka- safnsfræði um þjóðfræðisafn- ið. „Ég var ráðin til að gera tölvuskrá yfir þjóðfræðisafnið en ég skráði einhverjar 500 færslur ókeypis, maður mátti ekki vera á launum við það sem maður gerði sem loka- verkefni. Ég kláraði svo námið um áramót og var ráðin frá því um miðjan janúar á Árnastofnun og hef verið þar síðan. Ég var búin að vera þarna sumarið ´94 og leiddist svo hræðilega að ég ætlaði bara að mæta til að segja upp og vinna uppsagnarfrestinn,“ segir Rósa sem er þó enn hjá Árnastofnun, 23 árum seinna og unir hag sínum vel. „Ég var sem sagt ráðin þarna til að gera þessa tölvuskrá og ég ákvað hvernig ætti að byggja þetta upp, skipulagið. Síðan hefur auðvitað orðið heilmikil þróun í tölvumálum og nú er þetta orðið aðgengilegt á netinu en samt er þetta alltaf grunnurinn sem ég byrjaði á. Það er allt skráð þarna, nöfn heimildarfólks og upplýsingar um það og hvenær og hvar það er fætt og hvenær það dó og hvar það átti heima. Og svo lýsing á efninu, svona stöðluð efnisorð og upplýsingar um þá sem taka viðtölin. Það sem ég byrjaði á voru rétt um 2000 klukkutímar en svo bætist alltaf við, svo það er fullt af efni á öllum stigum, óafritað og allavega. Eftir að fimm stofnanir sameinuðust í eina, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, var Rósa ráðin sem rannsóknarlektor og gegnir hún því starfi enn. Þar hefur hún 40% rannsóknarskyldu sem þýðir að hún má vinna við sínar eigin rannsóknir í 40% vinnu- tímans. Ævintýri, þjóðsögur og rímur Árið 2005 lauk Rósa MA ritgerð sinni sem hún svo breytti í bók sem hún nefndi Sagan upp á hvern mann. Þar skrifaði hún um upptökur sem eru í safninu hjá henni og valdi þar fólk sem segir ævintýri. Meðal þess sem Rósa skoðaði var hvort náttúrulegt landslag hefði áhirf á ævintýrin og einnig hvort sögurnar tækju breytingum frá einu skipti til annars í frásögnum sama fólksins. Fyrir bókina hlaut Rósa verðlaun hinnar Konunglegu Gústafs Adolfs akademíu í þjóðfræði. Um þessar mundir stýrir Rósa verkefni á vegum Stofn- unar Árna Magnússonar, Há- skólans og Landsbókasafns ásamt Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði. Verkefnið er um þjóðsagnasöfnun á 19. öld, svo sem Jón Árnason og hans söfnun og því verkefni er nú að ljúka formlega. „Þetta er dálítill pakki að halda utan um, við skilum lokaskýrslu í byrjun mars og þá er þessu formlega lokið,“ en Rósa segir að þetta sé þó hvergi nærri búið þar sem þetta sé gífurlega mikið verk en bréf Jóns, bara frá Íslendingum, eru nærri 3000 talsins. Rósa segir að hin hliðin á sér sé svo sú sem snýr að rímnakveðskap og um þessar mundir sér hún um útgáfu á 160 kvæðalögum úr safni Kvæðamannafélagsins Iðunnar en það afhenti hljóðritasafn sitt til stofnunarinnar. Í fyrir- lestri um skagfirska kvæða- menn sem Rósa hélt á vegum Guðbrandsstofnunar á Hólum í síðustu viku spilaði hún upp- tökur úr því safni segir hún meðal annars marga afkom- endur Bólu-Hjálmars hafa verið virka í kvæðamannafél- aginu og hafa verið að kveða kvæðalög sem eru kennd við eldri ættmenni sem eru þá líka afkomendur Hjálmars. Rímur og rímnakveðskapur voru greinilega stór þáttur í afþreyingarlífi þjóðarinnar um margra alda skeið og væri hægt að skrifa langa greinagerð um þau efni. Það verður hins vegar að bíða betri tíma. Eftir skemmtilegt spjall fær blaða- maður sýnisferð um húsið þar sem Rósa og systkini hennar slitu barnsskónum og húsgögn og innréttingar foreldra hennar gegna enn sínu hlutverki og njóta sín vel í björtu og fallegu umhverfi í rauða húsinu á bökknunum á Hofsósi. 05/2018 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.