Feykir


Feykir - 30.05.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 30.05.2018, Blaðsíða 2
Þrátt fyrir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar er Feykir tileinkaður sjómönnum að þessu sinni, enda sjómanna- dagurinn haldinn hátíðlegur um allt land um næstu helgi. Undirritaður hefur minna en ekkert að segja af sinni sjómennsku enda landkrabbi langt aftur í ættir. Þó er hann eigandi að smá jullu nú og hefur fært fisk að landi, í litlu magni þó. Sem gutti fékk ég að fara nokkra túra með æskuvini mínum og nafna, Palla Stefáns, en pabbi hans, Stebbi Páls var annálaður sjómaður og hafði gaman af því að hafa okkur um borð, líkt og Mannsi og Kalli Hólm. Ég kýs alla vega að trúa því. Fyrst man ég eftir að farið var á Sóleyju SK8 og síðar á Blátindi. Ekki man ég eftir neinni frægðarsögu af mér eða nokkurri hetjulund nema þá helst að hafa ekki orðið sjó- veikur, öfugt við sjómannssoninn sem spjó reglulega yfir borðstokkinn. Einu sinni gubbaði ég þó hressilega eftir að hafa innbyrt mikið magn af baunasúpu og brimsöltu lambakjöti sem greinilega hafði gleymst að útvatna. Eftir þann túr gat ég ekki borðað kjöt og baunir í tvö ár sem var mikill söknuður. Annar æskuvinur minn, Friggi Pálma, prófaði hins vegar togaralífið um tíma og lenti hann eitt sinn í miklu fiskiríi þegar hann var enn blautur á bak við eyrun. Var verið að veiða grálúðu í gríð og erg og ekkert gefið eftir í frítíma og Friggi með það hlutverk að henda út slóginu og því sem ekki átti að hirða. Allt í einu sjá menn að kemur þessi líka stóri golþorskur inn fyrir borðstokkinn og til að leyfa þeim nýbyrjaða að sjá eitthvað annað en flatfisk og groms, ýttu þeir þorskinum til hans. Tók Friggi þorskinn traustataki og hentir honum útbyrðis. „Hvað ertu að gera drengur, Hentirðu þorskinum!?“ æptu menn á Frigga sem spurði sakleysislega á móti: „Nú, erum við ekki á grálúðu?“ Sjómenn, til hamingju með sjómannadaginn! Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Grálúða og baunasúpa Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Tæp 24 tonn bárust á land í síðustu viku á Skagaströnd með 16 bátum. Á Sauðárkróki lönduðu tíu skip og bátar rúmum 315 tonnum og á Hofsósi var heildaraflinn tæp þrjú tonn en þar lönduðu tveir bátar. Einn bátur landaði á Blönduósi tæpu sjö og hálfu tonni og á Hvammstanga landaði einn bátur sléttum 800 kílóum í tveimur löndunum. Heildarafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var 350.062 kíló. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 20. – 26. maí 2018 Heildaraflinn um 350 tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Svalur HU 124 Handfæri 701 Sæunn HU 30 Handfæri 1.305 Víðir EA 423 Handfæri 1.016 Alls á Skagaströnd 23.630 SAUÐÁRKRÓKUR Dagur SK 17 Rækjuvarpa 17.213 Drangey SK 2 Botnvarpa 153.482 Gammur II SK 120 Grásleppunet 1.259 Kristín SK 77 Handfæri 1.590 Maró SK 33 Handfæri 1.575 Málmey SK 1 Botnvarpa 137.112 Steini G SK 14 Grásleppunet 402 Sæfari SK 100 Grásleppunet 1.044 Vinur SK 22 Handfæri 1.104 Ösp SK 135 Handfæri 488 Alls á Sauðárkróki 315.269 HOFSÓS Skáley SK 32 Grásleppunet 2.684 Skotta SK 138 Grásleppunet 209 Alls á Hofsósi 2893 HVAMMSTANGI Mars HU 41 Grásleppunet 800 Alls á Hvammstanga 800 BLÖNDUÓS Onni HU 36 Dragnót 7.470 Alls á Blönduósi 7.470 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Lína 8.395 Arndís HU 42 Handfæri 870 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 825 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 1.291 Blíðfari HU 52 Handfæri 864 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 1.301 Geiri HU 69 Handfæri 1.204 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 1.239 Jenný HU 40 Handfæri 1.522 Loftur HU 717 Handfæri 729 Lukka EA 777 Handfæri 1.151 Már HU 545 Handfæri 605 Smári HU 7 Handfæri 612 „Hræðslan við fólkið sameinar meirihlutann“ „Það er ekki annað hægt en að vera hrærður yfir glæsilegum kosningasigri Vg og óháðra, 24,4% og fullur þakklætis fyrir stuðninginn og traust íbúa á okkur til að þjónusta og vinna fyrir Skagfirðinga næsta kjörtímabil,“ segir Bjarni Jónsson oddviti V listans. Ekki vantaði mikið upp á að listinn næði þremur fulltrúum í sveitarstjórn og felldi meirihlutann en sá stuðningur sem listinn fékk var jafnframt sá mesti á landinu sem VG fékk. „Það var svo sannarlega frábær og hæfileikaríkur hópur fólks á listanum og ástæða til að þakka einnig öllum þeim sem hafa tekið þátt í vegferðinni fyrir fólkið í firðinum,“ segir Bjarni sem bendir á annan sigurvegara, Byggðalistann sem hann bindur miklar vonir við að eigi eftir að gera góða hluti í sveitarstjórn og fyrir íbúa alls héraðsins. „Með þeim eigum við mesta samleið í dag og það voru skýr skilaboð kjósenda að þessi tvö framboð ættu að verkstýra störfum sveitar- stjórnar næsta kjörtímabil og taka þar talsvert til hendinni. Með þeim viljum við starfa og var nýju fólki í brúnni hjá Sjálfstæðisflokknum boðið til viðræðna um samstarf. Í bili er það hræðslan við fólkið sem sameinar meirihlutann og þessa tvo flokka sem var svo eftirminnilega hafnað í kosningunum, en flokkarnir biðu sameiginlega sitt versta afhroð frá upphafi í Skagafirði og töpuðu nálægt 400 at- kvæðum frá síðustu kosn- ingum. Hvergi tapaði Fram- sóknarflokkurinn meiru en í Skagafirði og Sjálfstæðis- flokkurinn hlaut hvergi minna fylgi þar sem hann bauð fram á landinu. Vonandi vegnar þessum flokkum betur á komandi kjörtímabili, og ná að greiða úr málum sem þau hafa komið sér og öllum íbúum í leiðinni. Íbúar hafna leyndarhyggju, vilja opna stjórnsýslu, gagnsæi og vönd- uð vinnubrögð, trausta fjár- málastjórn, rétta forgangs- röðun, aukna aðkomu að ákvarðanatöku og jafnrétti óháð búsetu. Að því munum við vinna með öllum þeim í sveitarstjórn sem vilja taka upp breytt vinnubrögð,“ segir Bjarni. /PF Bjarni Jónsson, oddviti V listans. MYND AÐSEND Bjarni Jónsson ánægður með útkomu V listans Það var Sæfari SK 100 sem sökk á Skagafirði Leiðrétting Rangt var farið með í seinasta Feyki nafn bátsins sem sökk á Skagafirði. Var hann sagður heita Farsæll en rétt nafn er Sæfari SK 100. Eru hlutaðeigandi beðnir afsökunar á ruglingn- um. 2 21/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.