Feykir


Feykir - 30.05.2018, Blaðsíða 3

Feykir - 30.05.2018, Blaðsíða 3
Nú eru kosningar að baki og meirihlutasamstarf Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks staðreynd í Svf. Skagafirði án aðkomu Byggðalistans en honum var boðin þátttaka í samstarfinu sem var afþökkuð. Ólafur Bjarni Haraldsson er oddviti listans sem fékk 460 atkvæði eða rúman fimmtung atkvæða. Ólafur er sáttur við niðurstöðu kosninganna. „Já mjög svo. Okkar hópur lagði á sig mikla vinnu á stuttum tíma sem skilaði okkur hreint út sagt ótrúlegum árangri. Við lögðum upp með að vera heiðarleg og hafa okkar baráttu ekki á neikvæðum nótum í garð annarra. Ég held að okkur hafi tekist vel til og ætlum við að halda því áfram.“ Hann segir að listinn hafi fengið tilboð um að ganga inn í LANDSMÓTIÐ miklu meira en íþróttir! Landsmótið á Sauðárkróki dagana 12. – 15. júlí verður með breyttu fyrirkomulagi. Íþróttir og hreyfing verður sannarlega í fyrirrúmi en mikill fjöldi annarra viðburða setur svip sinn á mótið. Götupartí Föstudagskvöldið 13. júlí verður götupartí í Aðalgötunni. Göt- unni verður lokað fyrir umferð og veitingaaðilar bjóða upp á veitingar bæði inni og úti. Fjöldi tónlistarfólks og skemmti- krafta mun koma fram en meðal þeirra eru Auddi og Steindi, Hljómsveitin Albatross ásamt Sverri Bergmann ofl. Barnaskemmtun Laugardagskvöldið 14. júlí verður barnaskemmtun á útisviði við Árskóla. Þar mun Páll Óskar, ásamt þeim Audda og Steinda, sjá til að allir skemmti sér. Matar- og skemmtikvöld Matar- og skemmtikvöld verður í íþróttahúsinu á Sauðárkróki fyrri hluta laugardagskvölds. Girnilegt hlaðborð úr matarkistu Skagafjarðar. Skemmtidagskrá og dansleikur með Geirmundi Valtýssyni. Almennt miðaverð er kr.5.900.- en þeir sem hafa þátttökuarmband fá miðann á kr. 4.900.- Pallaball Um miðnætti á laugardagskvöldi verður slegið upp Pallaballi í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem ekkert verður gefið eftir í hljóði og ljósum. Dansarar mæta á sviðið og Páll Óskar mun síðan koma öllum í rétta gírinn og sjá til þess að allir hreyfi sig, svitni og skemmti sér. Miðaverð á ballið er kr. 3.800.- en þeir sem hafa þátttökuarmband fá miðann á kr. 3.000.- Tilvalið tækifæri fyrir brottflutta Skagfirðinga að koma heim og skemmta sér með heimafólki og gestum mótsins. SJÁUMST Á KRÓKNUM Í SUMAR! www.landsmotid.is Höfnuðu boði um meirihlutasamstarf Byggðalistinn fékk góða kosningu Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, segir hann að þau hafi komið með þá tillögu sem fyrsta kost. „... töldum líklegra að XD og XV næðu saman fremur en XB og VÓ. Oddviti XD hafnaði þeirri tillögu.“ „Meðan meirihluti heldur er þetta í þeirra höndum. En slitni upp úr því samstarfi erum við með útfærðar lausnir á myndun meirihluta, þar sem þeim breytingum yrði náð sem kjósendur eru að biðja um. Það mun því ekki standa á okkur að axla þá ábyrgð að mynda starfhæfan meirihluta sem næði fram þeim breytingum sem kjósendur okkar vilja.“ Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri? „Mikilli þökk til þeirra sem kusu okkur. Ég var mjög hrærður að finna í verki fyrir þessu trausti sem við fengum, og með það í farteskinu munum við skila kjósendum okkar því sem þau treystu okkur fyrir, að vinna af heilindum þau verkefni sem okkur er ætlað að takast á við og ná fram þeim breytingum sem fólk vill. Það yrði ekki gert með því að ganga inn í meirihlutasamstarf núverandi meirihluta,“ segir Ólafur Bjarni í lokin. /PF núverandi meirihlutasamstarf sem var hafnað á þeim forsendum að það væri ekki vilji kjósenda miðað við niðurstöður kosninga. Aðspurður, um hvort vilji hafi verið í þeirra röðum að fara í meirihluta með Ólafur Bjarni Haraldsson, oddviti Byggðalistans. MYND AÐSEND Í seinustu viku var tekin fyrsta skóflustungan að gagnaveri sem rísa mun við Svínvetn- ingabraut á Blönduósi og á að hýsa starfsemi hýsingar- fyrirtækisins Borelias Data Center eh. Það voru fjórir vasklegir menn sem munduðu skófl- urnar, þeir Arnar Þór Sævarsson, fyrrverandi bæjar- stjóri á Blönduósi, Ásmundur Einar Daðason, félags og jafn- réttisráðherra, Björn Brynjúlfs- son, framkvæmdastjóri Bore- alis Data Center og Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs Blönduósbæjar. Reiknað er með að fram- kvæmdahraði við byggingu hússins verði mikill og það verði fullbúið í júlí. Húsið sem nú verður byggt er 640 m2 og kostnaður við byggingu þess er áætlaður 150 milljónir króna. Fleiri hús munu svo rísa í kjölfarið. Að sögn Valgarðs Hilmars- sonar, sveitarstjóra, munu nokkur störf fylgja hinu nýja gagnaveri og eins sé ljóst að allmörg afleidd störf muni skapast. /FE Skóflustunga tekin að gagnaveri Blönduós Fyrstu skóflustungurnar teknar. F.v. Björn Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri Borealis Data Center, Arnar Þór Sævarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Blönduósi, Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs Blönduósbæjar og Ásmundur Einar Daðason, félags og jafnréttisráðherra. MYND: FE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.