Feykir


Feykir - 06.06.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 06.06.2018, Blaðsíða 2
Þá er það loksins komið, þetta sem beðið hefur verið eftir – sumarið. Þess gætir strax í efni blaðsins, nú fara menn að velta fyrir sér heyskaparbyrjun, íþróttafréttirnar breytast úr körfubolta í fótbolta, bæjarhátíðir taka við af innisamkomum ýmiss konar og Feykir er meira að segja búinn að ráða sumarafleysinga- manneskju. Vonandi verður svo hægt að fjalla um einhverjar vegaúrbætur á svæðinu þegar líður á sumar. Það er óhætt að segja að veðrið leiki við okkur þessa vikuna og sjálfsagt fara ýmsir að iðrast þess að hafa stokkið til í kuldakastinu í maí og pantað sér sólarlandaferð suður um höfin þangað sem hitastigið þessa dagana skríður rétt upp fyrir 20 gráðurnar. Gott á þá! - Nei, þetta var nú bara lélegt grín, það er vissulega öllum nauðsynlegt að slaka á frá amstri hversdagsins, hvar sem það er gert, og alltaf hægt að gera sér eitthvað skemmtilegt til dægrastyttingar þó svitinn leki ekki af manni í taumum, oft er til dæmis ágætis loftslag í búðunum og börunum svo eitthvað sé nefnt. Því miður eru ekki allar fréttir jákvæðar. Sumrinu fylgir aukin umferð um vegi landsins og umferðarþunganum fylgja oft fleiri óhöpp. Sú góða vísa er aldrei of oft kveðin að hvetja fólk til að sýna varkárni í umferðinni og muna það að best er heilum vagni heim að aka. Fríða Eyjólfsdóttir, blaðamaður LEIÐARI Það er komið sumar Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Lee Ann Maginnis, bladamadur@feykir.is, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum 2013 og enn heldur yfirstjórn Landsbankans áfram í niður- skurði sínum.“ Þá segir einnig að ljóst sé að fullyrðing bankans skv. fréttatilkynningu um að „viðskiptavinir ættu ekki að verða varir við miklar breyt- ingar á þjónustu“ sýni mikið skilningsleysi á þeim aðstæð- um og veruleika sem íbúar í Húnaþingi vestra búa við. Byggðarráð Húnaþings vestra hvetur til þess að stjórn- endur bankans endurskoði ákvörðun sína með það í huga að efla útibúið á Hvammstanga í stað þess að veikja það og að horft sé til þeirrar miklu upp- byggingar og þarfar á stað- bundinni fjármálaþjónustu sem nú er til staðar í sveitar- félaginu. Þá óskar byggðarráðið eftir fundi með stjórnendum Landsbankans hið fyrsta. /FE Byggðarráð Húnaþings vestra Mótmælir uppsögnum við útibú Landsbankans Heildafli síðustu viku á Norðurlandi vestra var 415.672 kíló. Á Hvammstanga landaði einn bátur rúmu tonni og 22 bátar lönduðu á Skagaströnd rétt rúmum 130 tonnum. Á Sauðárkróki lönduðu tíu skip og bátar tæpum 284 tonnum og á Hofsósi var heildaraflinn aðeins 225 kíló en þar landaði einn bátur. /FE Aflatölur á Norðurlandi vestra 27. maí – 2. júní 2018 130 kílóum landað á Skagaströnd SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Mars HU 41 Grásleppunet 1.061 Alls á Hvammstanga 1.061 HOFSÓS Hóley SK 132 Grásleppunet 225 Alls á Hofsósi 225 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landbeitt lína 11.313 Alda HU 112 Lína 17.885 Arndís HU 42 Handfæri 1.625 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 913 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 1.974 Blíðfari HU 52 Handfæri 2.437 Bogga í Vík HU 6 Handfæri 2.647 Dúddi Gísla GK 48 Lína 11.726 Geiri HU 69 Handfæri 3.006 Guðrún Ragna HU 162 Handfæri 2.970 Hafdís HU 85 Handfæri 1.513 Jenný HU 40 Handfæri 2.119 Katrín GK 266 Landbeitt lína 27.868 Loftur HU 717 Handfæri 2.621 Lukka EA 777 Handfæri 2.616 Már HU 545 Handfæri 2.077 Onni HU 36 Dragnót 27.489 Smári HU 7 Handfæri 833 Svalur HU 124 Handfæri 1.142 Sæunn HU 30 Handfæri 2.961 Víðir EA 423 Handfæri 1.929 Víðir ÞH 210 Handfæri 910 Alls á Skagaströnd 130.574 SAUÐÁRKRÓKUR Drangey SK 2 Botnvarpa 142.296 Fannar SK 11 Handfæri 724 Gammur II SK 120 Grásleppunet 2.753 Gjávík SK 20 Handfæri 131 Kristín SK 77 Handfæri 2.538 Maró SK 33 Handfæri 1.402 Málmey SK 1 Botnvarpa 130.944 Steini G SK 14 Grásleppunet 1.062 Vinur SK 22 Handfæri 1.701 Ösp SK 135 Handfæri 261 Alls á Sauðárkróki 222.991 Byggðarráð Húnaþings vestra fundaði á miðvikudag í síðustu viku um uppsagnir í útibúi Landsbankans á Hvammstanga. Ráðið mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnenda bankans að fækka stöðugildum í útibúi bankans um helming, úr fimm í tvö og hálft, með því að segja upp einu og hálfu stöðugildi auk þess að ráða ekki í 100% stöðugildi sem losnaði um síðustu mánaðamót. Hefur starfsmönnum við útibúið fækkað úr tíu frá árinu 2013. Í bókuninni segir m.a.: „Eina bankaútibúið í Húna- þingi vestra, sem telur um 1.200 íbúa, lendir enn og aftur undir niðurskurðarhnífi Lands- bankans ásamt 11 öðrum útibúum víðsvegar um landið. Byggðarráð Húnaþings vestra mótmælir harðlega ákvörðun stjórnenda ríkisbankans Lands- bankans hf. um að segja upp einu og hálfu stöðugildi útibús bankans á Hvammstanga þann 28. maí sl. auk þess að ráða ekki í 100% stöðugildi sem losnaði um síðustu mánaðarmót þegar starfsmaður lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sveitarstjórn Húnaþings vestra mótmælti síðast harðlega ákvörðunum um uppsagnir í útibúi Lands- bankans á Hvammstanga í apríl Nes listamiðstöð Fagnar tíu ára afmæli Nes listamiðstöð verður tíu ára nú í júní. Til að fagna þeim áfanga hefur Nes boðið fyrrum listamönnum sem dvalið hafa í listamiðstöðinni aftur á Skagaströnd. Listamennirnir eru tíu talsins og munu þeir m.a. bjóða upp á ókeypis vinnustofur, setja upp sýningar og uppsetningu á veggmynd á húsnæði Ness. Skráning á vinnustofur er hafin en þær fara fram á Skagaströnd, Hvammstanga og á Sauðárkróki. Sjá nánar á Feykir.is. /LAM Nes listamiðstöð á Skagaströnd. MYND: FEYKIR Kormákur/Hvöt Fyrsti heimaleikurinn á sunnudaginn Fyrsti heimaleikur, sameigin- legs liðs meistaraflokks karla Kormáks/Hvatar, fer fram á Blönduósvelli á sunnudaginn kl. 15. Kormákur/Hvöt spilar í D-riðli 4. deildar og mun mæta liði Léttis. Liðin eru jöfn að stigum eftir fyrstu tvo leiki deildarinnar, með fjögur stig. Lið Kormáks/Hvatar mætir öflugt til leiks í deildinni en í vor fékk það til liðs við sig þrjá erlenda leikmenn ásamt Hilmari Þór Kárasyni sem er uppalinn á Blönduósi. Leik- mennirnir hafa sýnt góða takta í síðustu tveimur leikjum og von er á góðri stemmningu á Blönduósvelli um helgina. Aðgangur á leikinn er í boði Heimis málara. /LAM 2 22/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.