Feykir


Feykir - 06.06.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 06.06.2018, Blaðsíða 7
Herliðið hafði yfir vélbyssum af Vickers gerð að ráða úr fyrra stríði álíka þeirri sem er á myndinni. MYND er ekki af hermönnum Hallamshire herfylkisins og er fengin af WikiPedia. hersins og bæjarbúa. Þeir lögðu sig í framkróka við að leysa öll mál. Besta dæmið um það er þegar breski herinn skilaði barnaskólahúsinu og Gúttó eftir að hafa tekið þau hernámi. Jón Þ. Björnsson gerði bótakröfu um skemmdir sem orðið höfðu á húsinu og búnaði þess. Douglas Bell, kafteinn liðsins og æðsti maður, maldaði í móinn og taldi að kannski hefðu einhverjir fleiri en hermenn skemmt þetta en Jón Þ. hafði sitt fram. Benjamín Eiríksson túlkaði á samningafundi sem fram fór heima hjá Jóni en Bell greiddi reikninginn að fullu og kvartaði undan því að hann hafi þurft að borga stóran hluta reikningsins sjálfur. Það má kannski rifja það upp þegar hermennirnir komu til bæjarins þá slógu þeir upp oddmjóum tjöldum á Kirkjutorginu og tóku síðan til sinna nota barnaskólahúsið, Gúttó og í framhaldinu Bifröst, Hótel Tindastól fyrir foringja sína og svo loks hafnarhúsið. Þeir reistu alls þrjá bragga í bænum. Fyrst einn við Hótel Tindastól og svo u.þ.b. ári eftir að þeir komu reistu þeir tvo bragga úti á Eyri en þeir braggar voru fyrst reistir fram í Varmahlíð og síðan fluttir 1941 út á Krók og reistir þar á ný.“ Skotbyrgi á Nöfum Þegar Bretarnir komu fyrst byrjuðu þeir að grafa skotgrafir fram í Sauðárholti, eins og kallað er, austan við spítalann og segir Ágúst að eina hafi þeir grafið nyrst á bílastæðinu við Skagfirðingabúð sem ekki entist lengi. „Sú gröf fór strax á kaf í vatn og lagðist af en svo áttuðu þeir sig á því að grafa skotgrafirnar úti á Gránumóum. Þar eru mjög langar grafir og einnig er skotgröf fyrir ofan húsið að Lindargötu 15. Það voru að mínu viti aðal varðstaðirnir. Síðan voru þeir með varðstöð þar sem var sólarhringsvakt á brekkubrúninni sunnan við Kristjánsklauf. Þaðan var lögð símalína ofan í Hótel Tindastól þar sem foringjarnir gistu.“ Athygli vekur hversu van- búnir þessir hermenn voru og ekki líklegir til afreka ef til átaka hefði komið. Til dæmis er líkum að því leitt að símastaur hafi verið notaður við eitt skotbyrgið til að blekkja óvininn. „Já, það er mjög trúlegt að símastaur hafi verið nyrst á Gránumóum. Þessir strákar voru mest vopnum búnir með dóti úr fyrri heimstyrjöldinni. Þeir voru með riffla úr fyrra stríði og skammbyssur og fleira. Svo voru þeir með nokkra Bren hríðskotariffla og vélbyssur af Vickers gerð úr fyrra stríði og nokkrar sprengjuvörpur voru þeir með. Þeir æfðu sig stíft eftir að þeir komu. Voru með sprengjuvörpur uppi í Skógarhlíð og þeir skutu með vélbyssum út á sjóinn og æfðu sig í að skjóta á belgi. Foringjarnir æfðu sig í að skjóta af skammbyssu við gömlu bryggjuna og það var einmitt þar þegar Bell og hans foringjar voru að æfa sig að skjóta þegar Heimsberg, síðar rakari á Króknum, mætti með sína teygjubyssu og skaut á dunkinn og smellhitti í fyrsta skoti og var margverðlaunaður fyrir,“ segir Ágúst og hlær. Það er fátt sem minnir á hersetu á Sauðárkróki, hvorki minnismerki né hlutir sem gefa fólki til kynna hvað var um að vera fyrir tæpum 80 árum. Undirritaður hefur þó haft hugmynd um að nokkrar holur á Nöfum hafi gegnt hlutverki skotgrafa. Það leiðir hugann að því hvort gera megi þessum stríðsminjum betri skil. „Skotgrafirnar eru mjög greinilegar. Alls staðar þar sem þær voru grafnar uppi á móum eru þær mjög greinilegar. En það mætti merkja þær. Svo má líka minnast á það að á þessum stríðsárum var svo mikil ritskoðun í gangi. Framkallaðar ljósmyndir voru allar ritskoðaðar og þess vegna Douglas Richmond Bell. Ljósmynd tekin 6. júní 1939. EIGANDI LJÓSMYNDAR: Rotherham Archives Englandi. er svo lítið til af þeim frá þessum tíma. Árni Halldórsson, sem var ljósmyndari hér á undan Stefáni Pedersen, átti víst þó nokkuð til af myndum en þær eru allar glataðar því miður.“ Þegar rætt er um eða minnst er á hernámið á Íslandi, sérstaklega í Reykjavík, kemur ástandið svokallaða mjög fljótt inn í umræðuna. Athygli vakti hjá undirrituðum að ekkert er minnst á það í samantektinni í Skagfirðingabók. Ágúst segir að örugglega hafi verið eitthvað um slíkt en hann hafði bara engan áhuga haft á því að fjalla um það. Forvitnilegt er að vita hvort einhverju fleiru hafi verið sleppt viljandi frá þessum tíma. „Nei, ég held ekki. En vafalaust hafa manni yfirsést einhverjar heimildir, það gerist alltaf,“ segir Ágúst og snýr sér að öðru. Þjóðverjar sýna sig „Mannlífið í bænum gjör- breyttist og menn hrukku í kút í skammdeginu þegar menn birtust skyndilega úr skúmaskotum með alvæpni og þeir gengu hergöngu reglulega í bænum. Hervörður gekk reglulega upp og niður Bjarkarstíginn, allan sólarhringinn, og vitni sagði frá því þegar Jón Þ. skólastjóri, sem bjó við Skógargötuna á horninu við Bjarkarstíg, reyndi oft að læra ensku af verðinum,“ segir Ágúst er hann rifjar upp atvik úr fortíðinni og segir að ýmislegt í bæjarlífinu hafi breyst og ekki síst árið 1942 þegar Þjóðverjarnir fóru að sýna sig. „Það má til dæmis segja frá því þegar, í október 1942, kom flugvél og flaug austur um og yfir Gönguskörðin, sleppti tveimur sprengjum skammt sunnan og vestan við bæinn Tungu. Hálftíma áður en sprengjurnar féllu höfðu þeir Helgi Magnússon, bóndi í Tungu, og Þórólfur sonur hans verið að smala þetta land á hestum og nýkomnir heim þegar þessi ósköp gerðust,“ segir Ágúst og aðspurður um hver tilgangur þess gæti hafa verið, að henda sprengjum á úthaga, segir hann að til séu tilgátur um það að vélin hafi verið að létta sig, verið á flótta undan flugvél Bandamanna sem er mjög trúlegt. „September sama ár kom hér önnur þýsk vél frá Noregi, flaug að vitanum að Hrauni á Skaga og skaut á hann og stórskemmdi og flaug síðan yfir á Sauðárkrók. Sagan segir að breskir hermenn, sem mönnuðu vélbyssuhreiður að Sæmundargötu 1, hafi skotið á vélina en ekki hitt. Þessi sama vél flaug svo til suðurs og kom svo að Hegranesvita og skaut á Sigurður Brynjólfsson, lögreglumaður á Sauðárkróki á herámsárunum. EIGANDI LJÓSMYNDAR: Hsk Cab. 1890 Ágúst stendur í sprengjugíg sem myndaðist eftir að þýsk flugvél lét tvær sprengjur falla í námunda við Tungu í Gönguskörðum. MYND: ÁGÚST GUÐMUNDSSON Vígalegir hermenn breska heimsveldisins standa vörð um Hótel Tindastól þar sem foringjar hernámsliðsins á Króknum höfðu aðstöðu. MYND úr bók Friðþórs Eydal, Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra. 22/2018 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.