Feykir


Feykir - 06.06.2018, Síða 5

Feykir - 06.06.2018, Síða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Gervigrasið komið á Sauðárkróksvöll Langþráðum áfanga náð Línur eru farnar að skýrast í bókstaflegri merkingu á nýja gervigrasinu á Sauðárkróki en lokið var við að leggja það á mánudag. Með tilkomu vallarins er langþráðum áfanga náð hjá íþróttafólki og áhugamönnum í Skagafirði. Í gær, þegar myndin var tekin, var verið að marka völlinn og komnar útlínur og miðlína. Teigar og bogar voru eftir sem og að bera í hann sand og gúmmíkurl en að sögn Sigurbjörns Árnasonar, vallarstjóra, er stefnt á að völlurinn verði tilbúinn eftir helgi. Indriði Þór Einarsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, segir líklegt að völlurinn verði vígður formlega á 17. júní. /PF Stólastúlkur gerðu góða ferð á Húsavík á fimmtudag í síðustu viku er þær áttu við Völsung í 2. deild kvenna í fótbolta. Eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik sýndu þær hvert stefnan er tekin og eftir mikla baráttu skoruðu þær tvö mörk og tóku stigin þrjú með sér á Krókinn. Með sigrinum tylltu þær sér á toppinn með 6 stig eftir tvo sigra en næstar koma stelpurnar í Gróttu með 4 stig, Agnablik og Völsungur með 3 og Álftanes með 1 en Fjarðab/Höttur/Leiknir, Hvíti riddarinn og Einherji eru án stiga. Það var Hafrún Olgeirs- dóttir sem skoraði mark heimastúlkna á markamín- útunni í fyrri hálfleik eða á þeirri 43. en Guðrún Jenný Ágústsdóttir setti boltann tvisvar í netið með stuttu millibili fyrir Stólana, það fyrra á 59. mínútu og það seinna á þeirri 65. Vel gert og áfram Tindastóll! /PF Kvennaboltinn Stelpurnar í Tindastól á toppnum Tindastóll hefur á góðu liði að skipa og það hafa stelpurnar sýnt í fyrstu tveimur leikjum sínum. MYND AF STUÐNINGSMANNASÍÐU TINDASTÓLS Gervigrasvöllurinn á efalaust eftir að koma knattspyrnufólki vel í framtíðinni. MYND: PF Körfuboltaskóli Norðurlands vestra Lítur á Tindastól sem lið Norðurlands vestra Körfuboltaskóli Norðurlands vestra var settur á laggirnar fyrir skömmu að tilstuðlan Helga Freys Margeirssonar, hins margreynda leikmanns Tindastóls. Skólinn er sérstaklega miðaður að krökkum sem búa á svæðinu frá Skagaströnd að Hvammstanga. Um helgina voru námskeið bæði á Hvammstanga og á Blönduósi og var þátttaka góð. „Verkefninu hefur verið tekið mjög vel af öllum og eftirspurnin eftir körfuboltanum er klárlega til staðar,“ segir Helgi Freyr. Að sögn Helga Freys hafa komið um 50 krakkar, stelpur og strákar á aldrinum 8-16 ára á þau þrjú námskeið sem Körfuboltaskóli Norðurlands vestra hefur haldið. „Fyrst var haldið prufunámskeið á Blönduósi og tókst það svo vel að það var strax skellt í tvö til viðbótar helgina eftir, annað fyrir hádegi á Hvammstanga og hitt eftir hádegi á Blönduósi. Viðbrögð foreldra og krakk- anna hafa alls staðar verið jákvæð og krakkarnir tekið körfuboltanum vel.“ Helgi segir mikinn efnivið vera á þessu svæði og áhuginn leynir sér ekki hjá krökkunum. „Þessi blanda með hnitmiðaðri þjálfun leiðir bara til árangurs. Nú er verið að skoða hvernig þetta verkefni getur haldið áfram til að ýta enn undir áhuga krakkanna á körfu- boltanum.“ Helgi segist líta svo á að lið meistaraflokks Tindastóls í körfu sé lið Norðurlands vestra. „Í framtíðinni vil ég sjá krakka af þessu svæði koma í það lið í meira mæli,“ segir Helgi Freyr kampakátur eftir vel heppnaða körfuboltahelgi. Fylgjast má með starfsemi skólans á Facebook, Körfu- boltaskóli Norðurlands vestra. /PF Áhugasamir körfuboltakrakkar á Blönduósi hlusta á þjálfarann, Helga Frey en með honum í þjálfarateyminu eru þau Hannes Ingi Másson og Linda Þórdís Róbertsdóttir. MYND AF FB Tindastólsmenn héldu á Akranes sl. sunnudag og spiluðu við sprækt lið Kára í 2. deildinni í knattspyrnu í fótboltahöll Skagamanna. Stólunum hefur gengið illa það sem af er sumri og áttu enn eftir að næla í stig en lið Kára hafði unnið þrjá leiki í röð eftir að hafa tapað í fyrstu umferð. Því miður varð engin breyting á gengi Stólanna því Káramenn unnu leikinn 5-2 þrátt fyrir að hafa verið undir, 0-1, í hálfleik. Lið Kára var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en gekk ekki að skora. Stólarnir nýttu sér þetta ágætlega því Óskar Smári Haraldsson gerði eina mark fyrri hálfleiks á 45. mínútu. Í síðari hálfleik tóku heimamenn síðan öll völd á vellinum og Andri Júlíusson jafnaði leikinn á 56. mínútu. Hann kom Kára síðan yfir fimm mínútum síðar en eftir ágæta skyndisókn á 69. mín- útu náði Benjamín Gunn- laugarson að jafna leikinn fyrir Stólana. Það dugði ekki fyrir stigi því Andri full- komnaði þrennuna þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og síðan bættu Gylfi Brynjar Stefánsson og Páll Sindri Einarsson, við mörk- um. Í liði Tindastóls áttu Benni og Stefan Lamanna ágætan leik og það jákvæða við leik Stólanna er að liðið getur skorað mörk. Verr gengur hins vegar að verjast mót- herjunum. Stólarnir voru án þriggja lykilmanna í gær en í liðið vantaði þá Konna, Fannar Kolbeins og Bjarka Árna. Næstkomandi laugardag kemur lið Vestra frá Ísafirði í heimsókn á Krókinn og hefst leikurinn kl. 14:00. /ÓAB Karlaboltinn Kári hafði betur í Akraneshöllinni 22/2018 5

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.