Feykir


Feykir - 20.06.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 20.06.2018, Blaðsíða 2
Síðastliðinn laugardagsmorgun vaknaði ég með fimm kílóa kvíðahnút í maganum. Ég áttaði mig ekki á því af hverju og þegar líða fór að hádegi var þessi skrítna tilfinning enn til staðar. Ég þurfti að snúast aðeins í Reykjavík áður en ég fór á Ölver að horfa á Ísland – Argentínu etja kappi á Heims- meistaramótinu í knattspyrnu. Ég var stopp á rauðu ljósi og ég fann að tárin voru að reyna að brjótast fram. Þarna var ég orðin frekar hissa á ástandi mínu enda ekki þekkt fyrir það að sitja á rauðu ljósi grátandi. Þegar á Ölver var komið magnaðist þessi skrítna tilfinning og þegar þjóðsöngurinn var sunginn grét ég í laumi. Þetta voru erfiðar en stórkostlegar 90 mínútur þar sem strákarnir okkur héldu stærstum hluta íslensku þjóðarinnar fyrir framan sjónvarpið og mátti sjá á upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur að mjög fáir á Höfuðborgarsvæð- inu fóru á klósettið nema rétt svo í hálfleik. Þegar dómar- inn flautaði leikinn af var mér allri lokið. Ísland hafði gert jafntefli við Argentínu. Hannes varið víti frá besta fót- boltamanni í heimi. Hvað var eiginlega í gangi? Ég var svo heppin í fyrrasumar að ná tveimur leikjum með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta á EM í Hollandi. Þrátt fyrir tapleiki gáfu stelpurnar sér tíma í það að ræða við stuðningsmennina og stemmningin á vellinum var ólýsanleg. Við gerðum þetta saman, stelpurnar okkar og við hin. Ég held að engin önnur þjóð sé okkur lík. Afrekin sem íþróttafólkið okkar hefur náð á alþjóðavettvangi hafa gríðarleg áhrif á litla Ísland. Börn og unglingar og jafnvel fullorðna fólkið verður þess áskynja að það er ekkert sem við Íslendingar getum ekki gert. Með þrautseigju og elju berjumst við áfram í gegnum storminn og að lokum á leiðarenda. Öll saman í takt og jafnvel nokkrum HÚH-um. Eitthvað sem var fjarlægur draumur er orðið að veruleika. Íþróttafólkið okkar eru frábærar fyrirmyndir fyrir okkur hin. ÁFRAM ÍSLAND! Lee Ann Maginnis, blaðamaður LEIÐARI Þau og við hin Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Lee Ann Maginnis, bladamadur@feykir.is & 867 3799, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Það er líf og fjör við höfnina á Skagaströnd en samtals lönduðu þar 31 bátur rúmlega 263 tonnum. Á Sauðárkróki lönduðu 12 bátar rúmum 394 tonnum og á Hofsósi landaði einn bátur 3,6 tonnum. Samtals var því komið með 661.012 tonn að landi á Norðurlandi vestra í síðustu viku. /PF Aflatölur á Norðurlandi vestra 10. – 16. júní 2018 Mikið um að vera á Norðurlandi vestra SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HOFSÓS Hóley SK 132 Grásleppunet 3.613 Alls á Hofsósi 3.613 SKAGASTRÖND Onni HU - 36 Dragnót 15.185 Tjaldur SH - 270 Lína 106.063 Kambur HU – 24 Handfæri 1.082 Addi afi GK - 97 Lína 10.360 Guðmundur á Hópi HU 203Lína 7.131 Alda HU - 112 Lína 10.547 Bjartur í Vík HU - 11 Handfæri 1.795 Dúddi Gísla GK - 48 Lína 20.239 Már HU - 545 Handfæri 924 Arndís HU - 42 Handfæri 1.320 Lukka EA - 777 Handfæri 1.279 Gyðjan HU - 44 Handfæri 2.304 Bogga í Vík HU - 6 Handfæri 2.283 Blíðfari HU - 52 Handfæri 2.521 Svalur HU - 124 Handfæri 2.015 Sæunn HU - 30 Handfæri 2.452 Dísa HU - 91 Handfæri 2.500 Loftur HU - 717 Handfæri 2.362 Jenny HU - 40 Handfæri 3.047 Fengsæll HU - 56 Handfæri 1.582 Guðrún Ragna HU - 162 Handfæri 2188 Geiri HU - 69 Handfæri 1.866 Katrín GK - 266 Lína 12.412 Rifsnes SH - 44 Lína 47.382 Víðir EA - 423 Handfæri 1.562 Guðrún Petrína GK - 107 Lína 8.604 Víðir ÞH - 210 Handfæri 724 Beggi á Varmalæk HU 219 Handfæri 728 Kópur HU - 118 Handfæri 529 Kambur HU - 24 Handfæri 539 Dúddi Gísla GK - 48 Lína 4.748 Alls á Skagaströnd 263.088 SAUÐÁRKRÓKUR Gammur II SK 120 Grásleppunet 487 Drangey SK 2 Botnvarpa 153.440 Málmey SK 1 Botnvarpa 162.894 Dagur SK 17 Rækjuvarpa 23.244 Sigurborg SH 12 Rækjuvarpa 42.955 Onni HU 36 Dragnót 2.089 Dalborg EA 317 Handfæri 146 Kristín SK 77 Handfæri 2.361 Maró SK Handfæri 33 952 Már SK 90 Handfæri 2.975 Steini G SK Handfæri 14 978 Vinur SK 22 Handfæri 1.790 Alls á Sauðárkróki 394.311 Skrifað var undir samstarfs- samning milli Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks um meirihlutasamstarf um stjórnun Sveitarfélagsins Skagafjarðar kjörtímabilið 2018-2022 sl. föstudag í Safnahúsi Skagfirðinga. Svo skemmtilega vill til að undirskriftin bar upp á sama dag og Sveitarfélagið Skaga- fjörður fagnar 20 ára afmæli sínu. Í sáttmála flokkanna eru margar góðar tillögur sem snúa að breyttum vinnubrögðum sem og að unnið verði áfram að góðum málefnum ekki síst í skólamálum. Meðal þess sem sveitar- stjórnarfulltrúar vilja er að bjóða upp á reglubundna viðtalstíma vítt og breytt um héraðið. Gjaldskrár leik- og grunnskóla Skagafjarðar verði áfram lágar og ráðist verði í endurbætur á Varmahlíðarskóla. Þar er ætlun- in að vinna að fullnaðarhönnun framtíðarhúsnæðis skólanna í Varmahlíð í samráði við íbúa og starfsfólk á grundvelli faglegra sjónarmiða. Þá ætlar Sveitarfélagið að standa vörð um hagsmuni bænda og landbúnaðar í Skaga- firði og svo geta hestamenn í Flæðigerði glaðst því ætlunin er að vinna að skipulagningu og endurbótum á hesthúsahverfinu við Sauðárkrók í samráði við Hestamannafélagið Skagfirðing. Sveitarfélagið Skagafjörður Skrifað undir samstarfssamning Hér má sjá hluta þess fólks sem efst sitja á hvorum lista næstu sveitarstjórnar. Gunnsteinn Björnsson, Einar E. Einarsson, Axel Kárason, Stefán Vagn Stefánsson, Haraldur Jóhannsson, Gísli Sigurðsson, Laufey K. Skúladóttir, Ingibjörg Huld Þórðardóttir og S. Regína Valdimarsdóttir. MYND PF Hverjir munu sitja í formanns- stólum byggðaráðs og sveitar- stjórnar kemur ekki í ljós fyrr en á sveitarstjórnarfundi í dag, miðvikudag, en samkvæmt heimildum Feykis munu flokkarnir skipta formensku í byggðaráði og sveitarstjórn á milli sín til helminga, þ.e. tvö ár til hvors flokks. /PF Síðastliðna helgi voru 134 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en sá sem hraðast ók mældist á 166 km hraða. Einnig voru fimm öku- menn kærðir fyrir önnur umferðarlagabrot og þ.á.m einn fyrir að valda mikilli hættu í umferðinni með glæfralegum framúrakstri og einn ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Á Facebooksíðu Lögregl- unnar á Norðurlandi vestra kemur fram að áfram verði haldið að sinna eftirliti á vegum umdæmisins og skorar lögreglan á ökumenn að virða þær umferðarreglur sem gilda á vegum landsins. /PF Lögreglan á Norðurlandi vestra Margir fóru of geyst Í síðasta tölublaði urðu þau leiðu mistök að forskeytið kíló vantaði inn í textann fyrir framan orðið metrar í forsíðufrétt Feykis. Rétt veðurfrétt er svona: Alskýjað, 3 m/s, 9 stiga hiti og skyggni 50 kílómetrar. /LAM Leiðrétting Leiðrétt veðurfrétt frá Bergstöðum 2 24/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.