Feykir


Feykir - 20.06.2018, Blaðsíða 5

Feykir - 20.06.2018, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Það eru tveir mikilvægir leikir framundan hjá íslenska karlalandsliðinu í körfubolta en nú um næstu mánaðamót spilar Ísland síðustu leiki sína í undankeppni HM 2019 og verður leikið í Finnlandi og í Búlgaríu. Fimmtán manna æfinga- hópur var valinn fyrir skömmu en æfingar og undir- búningur íslenska liðsins hófst nú í vikunni. Einn leikmaður Tindastóls er í 15 manna hópnum en það er Pétur Rúnar Birgisson, leik- stjórnandinn geðþekki. Pétur fékk sénsinn í leikjum landsliðsins í vetur og lék vel þær mínútur sem hann fékk. Sigtryggur Arnar Björnsson var einnig valinn í hópinn en gaf ekki kost á sér vegna meiðsla. Fyrri leikur- inn verður í Búlgaríu 29. júní en sá síðari í Finnlandi 2. júlí og á hann er uppselt, 11 þúsund miðar seldir og þar af Íslendingar með einhverja 100 miða! Leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV. Þá skal þess getið að Skagfirðingurinn Bríet Lilja Sigurðardóttir var valin í U20 landslið Íslands sem tekur þátt í B-deild Evrópumótsins sem fram fer í Oradea í Rúmeníu dagana 7.-15. júlí. Bríet Lilja spilaði með liði Skallagríms í vetur í úrvalsdeild kvenna og fór með liðinu í úrslitakeppnina þar sem hún stóð fyrir sínu og vel það. /ÓAB Landslið Íslands í körfunni Pétur valinn í æfingahóp Pétur í leik með Stólunum gegn ÍR í vor. MYND: HJALTI ÁRNA Sjöunda umferð 2. deildar karla í knattspyrnu hófst á miðvikudag í síðustu viku og héldu leikmenn Tindastóls af því tilefni austur á Egilsstaði þar sem þeir léku við Hött á Vilhjálmsvelli. Fyrir leik voru bæði lið með þrjú stig en að honum loknum voru það heimamenn í Hetti sem voru komnir með sex stig því þeir sigruðu 3-1. Öll mörk leiksins komu á 15 mínútna kafla. Höttur komst yfir á 40. mínútu með marki frá Ignacio Gonzales Martinez og staðan 1-0 í hálfleik. Guðjón Ernir Hrafnkelsson gerði annað mark heimamanna á 47. mínútu en Arnar Ólafsson kom Stólunum inn í leikinn á ný með marki á 51. mínútu en Martinez gerði annað mark sitt í leiknum þremur mínútum síðar og fleiri urðu mörkin ekki. Tindastóll er því áfram með þrjú stig en næsti leikur er hér heima 24. júní kl. 18:00 en þá kemur lið Leiknis frá Fáskrúðsfirði í heimsókn. Hún er talsvert brött brekkan sem ungt lið Tinda- stóls stendur í um þessar mundir og ekki er það að hjálpa neitt að nokkrir lykilmenn glíma við meiðsli. Konni fyrirliði meiddist á hendi í annarri umferð og er enn ekki kominn á ferðina og um síðustu helgi fór Óskar Smári, einnig fyrirliði, af velli á börum en hann tognaði illa og reif vöðva í læri og verður að líkindum frá í tvo mánuði hið minnsta. Hann getur þó huggað sig við að það verður eitthvað spennandi í sjón- varpinu næstu vikurnar. /ÓAB 2. deild : Höttur - Tindastóll 3-1 Höttur vann á „Villa Park“ Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is Það hefur örugglega ekki farið fram hjá neinum Frónbúa að Ísland og Argentína áttust við á HM í knattspyrnu í Moskvu sl. laugardag, en um var að ræða allra fyrsta leik Íslands í Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Úrslitin, 1-1, komu skemmti- lega á óvart þó margir hafi reyndar verið bjartsýnir fyrir þessa viðureign Íslands við eina bestu knattspyrnuþjóð heims sem alið hefur ófáa yfirburða- menn í gegnum árin. Feykir tók smá rúnt um Facebook-lendur að loknum leik og rakst þá á þessa ágætu mynd af þremur snillingnum samankomnum í Moskvu. Myndina prýða knatt- spyrnukempurnar Sigurður Ágústsson frá Geitaskarði í Austur-Húnavatnssýslu sem lék með Hvöt og Tindastóli hér HM í fótbolta Spekingar spjalla í Moskvu Siggi, Diego og Jolli í góðum gír í Moskvu. MYND AF FACEBOOK í den. Á hægri kantinum er síðan Eyjólfur Sverrisson, fyrr- um landsliðsþjálfari Íslands og leikmaður Tindastóls, Stuttgart, Besiktas og Herthu í Berlín en á milli þeirra er sjálfur Diego Armando Maradona sem margir telja besta knattspyrnu- mann sögunnar en hann er einmitt frá Argentínu. Þeir kappar hittust á leiknum og aðspurður segir Siggi að Maradona hafi ekki kannast við Tindastól. „En [hann] kannaðist við okkur og var ánægður með baráttu Íslands og óhress með leik sinna manna,“ sagði fjallbrattur Siggi í samtali við Feyki en hann ætlar í það minnsta að ná leik Íslands og Nígeríu áður en haldið verður heim á leið. /ÓAB Strákarnir í 4. flokki Tindastóls fengu góða gesti frá Húsavík fyrir helgi en sýndu þó enga gestrisni er þeir sigruðu Völsung 10-2. Á Facebooksíðu Tindastóls segir Óskar Smári Haraldsson, þjálfari, að frammistaðan hafi verið til mikillar fyrirmyndar, og að góður fótbolti hafi verið spilaður á Sauðárkróksvelli þann daginn. „Það er því alveg ljóst að rétt eins og hjá 4. flokki kvenna sem einnig vann sinn fyrsta heima- leik 3-0, að þá er framtíðin björt. Það sem einkennir báða þessa flokka svo vel er jákvæðni, og mikil virðing gagnvart samherjanum,“ skrifar Óskar sem einnig hvetur fólk til að koma á völlinn í dag, miðvikudag, en þá eiga strákarnir leik við sam- eiginlegt lið Kormáks og Hvatar og stelpurnar leik við Einherja/Sindra á morgun, fimmtudag. /PF Fótbolti yngri Góðir sigrar hjá yngri liðum Nýprent Open Amanda Guðrún og Kristján Benedikt Nýprentsmeistarar Opna Nýprent, fyrsta mótið í Titleist- Footjoy Norðurlandsmótaröðinni fór fram á Hlíðarendavelli sunnudaginn, 17. júní, í léttri norðanátt og sól. Keppendur voru 38 talsins og komu víða að af Norðurlandi. Nýprentsmeistarar að þessu sinni urðu þau Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD (77 högg) og Kristján Benedikt Sveinsson GA (76 högg) en þann titil hljóta þeir kylfingar sem leika 18 holur á fæstum höggum. Á heimasíðu Golfklúbbs Sauðárkróks kemur fram að nándarverðlaun hafi verið veitt á 6/15 braut og vippkeppni fyrir alla keppendur að leik loknum. Sigurvegarar í flokkakeppni voru eftirfarandi: 18-21 ára drengir: Kristján Benedikt Sveinsson GA, 76 högg 18-21 ára stúlkur: Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD, 77 högg 15-17 ára drengir: Lárus Ingi Antonsson GA, 79 högg 15-17 ára stúlkur: Andrea Ásmundsdóttir GA, 78 högg 14 ára og yngri drengir: Óskar Páll Valsson GA, 79 högg 14 ára og yngri stúlkur: Anna Karen Hjartardóttir GSS, 99 högg 12 ára og yngri drengir: Veigar Heiðarsson GHD, 42 högg 12 ára og yngri stúlkur: Birna Rut Snorradóttir GA, 56 högg Einnig var keppt í byrjendaflokki þar sem allir fengu verðlaun en ekki var raðað í sæti. Næsta mót í Titleist-Footjoy Norðurlands- mótaröðinni verður haldið á Dalvík 15. júlí. /PF 24/2018 5 Smellt'á okkur einum... Feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.