Feykir


Feykir - 25.07.2018, Blaðsíða 7

Feykir - 25.07.2018, Blaðsíða 7
Hjónin Sigurður og Lilla á Blettinum. Hér var allt lokað áður en Benjamín hófst handa en nú er hér kominn greiðfær stígur. Ein af plómutegundunum í gróðurhúsinu. Þegar gengið er um svæðið má glöggt sjá hversu mikla vinnu þarf að leggja af mörkum til að halda í horfinu. Benjamín hefur unnið mikið starf í sumar, m.a. við að ryðja stíga og gera svæðið aðgengilegra svo hægt sé að komast þar um á vélknúnum farartækjum. Mikið er þó ógert enn en áhuginn á koma hlutunum í betra horf leynir sér ekki hjá hvorugum feðganna. „Ég hélt ég yrði nú bara einn hérna,“ segir Benjamín, „en svo fór pabbi að birtast hérna líka.“ Fleiri hafa látið sjá sig og boðið fram krafta sína og hefur þeim verið tekið fagnandi. Að sjálfsögðu hefur Blett- urinn verið miðdepill í lífi fjölskyldunnar í gegnum tíðina enda helsta áhugamál þeirra Sigurðar og Lillu. Aðspurðir um hvort þeir hafi erft þennan mikla ræktunaráhuga segir Benjamín: „Maður hafði nú kannski ekki alltaf áhuga á því þegar maður var krakki en maður lék sér rosalega mikið hér og allir krakkarnir. Við lékum okkur öll mest á sama staðnum, norðasta blettinum, þar er svona klettur, rosalega stór í minningunni en hann er það nú reyndar ekkert lengur. En jú, við höfum áhuga.“ „Auðvitað er maður ofsalega tengdur þessum stað,“ bætir Oddur við. „Maður ólst upp með þessu og var alltaf að miða sig við trén. Ég tapaði baráttunni 13 ára, þá varð eitt tréð hærra en ég. Mér fannst það fúlt vegna þess að það óx í S, hafði brotnað, en var samt orðið hærra en ég.“ Bletturinn hefur, eins og nærri má geta, verið vettvangur fyrir margar góðar stundir og kemur fjölskyldan þar gjarnan saman. Þegar Lilla varð fimmtug var þar tjaldað hundrað manna tjaldi með krossviðargólfi og haldin heljarmikil veisla. Einnig hélt Hvammstangi upp á 50 ára afmæli sitt með grillveislu á Blettinum. Í ágúst stefnir Lilla á að hóa saman fjölskyldunni og söngsystrum sínum úr Lillukórnum, sem er við hana kenndur, í tilefni af 85 ára afmæli sínu. Aðgangur að Blettinum er öllum frjáls og er hann svo sannarlega hrein paradís heim að sækja. Að sjálfsögðu ber gestum að vanda umgengni og hafa hugföst orð skáldsins Þorsteins Erlingssonar sem letruð eru á skiltið við inngang- inn. „Þér frjálst er að sjá hve ég bólið mitt bjó, ef börnin mín smáu þú lætur í ró.“ lét alltaf sem ég vissi ekkert um hana,“ segir Sigurður og hlær. Eins og áður er getið var það árið 1958 sem fyrstu plönturnar voru settar niður í Blettinn. „Svo komu ísaárin,“ segir Sigurður, „þá hætti ég bara að koma hér. Svo kom ég frameftir aftur og þá var þetta bara í lagi.“ Fyrstu plönturnar sem settar voru niður komu frá Hallormsstað og segir Sigurður að þáverandi skógræktarstjóri, Sigurður Blöndal, hafi svo komið til þeirra og þegar hann sá landið sem rækta átti á hafi hann sagt: „Þú hefðir aldrei fengið þessar plöntur hjá mér ef ég hefði vitað að þú ætlaðir að setja þær hér, þetta er svo vont land.“ Síðan þá hefur verið aflað fanga víða um land og ekki síður út fyrir landsteinana. Að sögn Odds gerði pabbi hans tilraunir með fræ úr sunnanverðri Evrópu en færði sig alltaf norðar og hafa Norðurlöndin komið vel út og einnig Klettafjöllin og Alaska. Sigurður hefur aldrei lært nein tungumál en einhverju sinni lánaði frænka hans honum bók á norsku sem hann hafði áður lesið á íslensku og síðan þá les hann og skilur norsku og hefur náð að bjarga sér með bréfaskipti við Norðmenn. Blaðamaður innir Sigurð eftir því hvernig hann hafi, löngu fyrir daga allra netsamskipta, komist í samband við þá sem seldu honum fræ frá útlöndum. „Ég las í einhverri bók um einhvern sem seldi plöntur og ég skrifaði honum og hann sendi mér nöfn sem ég gæti skrifað til í Ameríku. Þetta var svolítið gaman að þessu en auðvitað var þetta tóm vitleysa,“ segir Sigurður kíminn og finnst þetta greinilega ekki hafa verið mikið mál. Plantað við ýmis skilyrði Þau hjónin hafa átt margar stundirnar á Blettinum og engum dylst að það er óhemju mikið verk sem liggur að baki allri þeirri grósku sem þar er og margar sögur hægt að segja sem tengjst því. Eitt sumarið fór Sigurður norður í Fljót og kom heim með 100 græðlinga af keisaraösp sem hann varð sér úti um þar nyrðra og setti þá niður meðfram veginum. „Og var svo heppilegt eða hitt þó heldur,“ segir Lilla, „að það sumar þá rigndi aldrei og ég fór á hverjum einasta degi og stóð í klukkutíma og vökvaði. Ætli það hafi ekki 90 plöntur lifað.“ Sumar ræktunartilraunir þeirra hafa líka átt það til að taka allt aðra stefnu en til var ætlast í upphafi. „Ég sáði þessu þarna, þetta átti að verða hátt tré, 5-6 metra hátt, en hún verður aldrei meira en þetta,“ segir Sigurður og bendir á tré á flötinni sem er innan við hálfsmeters hátt. Lilla rifjar upp fleiri sögur: „Eitt haustið þurftum við að setja niður heilmikið af plöntum hérna uppfrá langt- nokkuð. Heldurðu að það geri ekki snjó og hríð og við vorum alveg í vandræðum með hvað við ættum að gera við plönturnar. Við þurftum að moka hnédjúpan snjó áður en við settum þær niður en það grátlega var það að hálfum mánuði seinna var jörðin auð.“ Þau Lilla og Sigurður hafa líka reynt sig við ávaxta- trjáaræktun og í tveimur gróðurhúsum á Blettinum er að finna plómutré af ýmsum tegundum og þar fékk blaðamaður að smakka þær gómsætustu plómur sem hann hefur á ævinni fengið. Plómutrén hafa gefið af sér talsverða uppskeru. Í gróður- húsinu eru líka eplatré en tekjan af þeim hefur verið misjöfn. Einnig hafa þau hjónin ræktað ýmsar tegundir af berjum. Í gróðurhúsinu bendir Sigurður á plómutré sem er með áberandi hring á bolnum sem skýrist af því að hann tók rót af villirós og græddi á hana plómutré. Ástæðan er sú að rót rósarinnar er frostþolin en ekki Frá fánastönginni var eitt sinn gott útsýni yfir Hvammstanga. Nú standa þar myndarleg tré. Á skiltinu við innganginn er ljóð Péturs Aðalsteinssonar sem hefst svo: Ég gekk inn í lundinn í skógarins frið og skjól. Á skínandi himni ljómaði brennheit sól. plómutrésins. „Þetta var ráðið,“ segir Oddur, „til að geta ræktað tré sem eru með rætur sem ekki þola frost.“ Sírenurnar í mestu uppáhaldi Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort eitthvað á Blettinum sé í meira uppá- haldi en annað. Lilla er fljót til svars: „Ekki nokkur skapaður hlutur.“ En Sigurður á sínar eftirlætisplöntur. „Jú, sírenurnar,“ segir hann, „þær ilma svo vel og bera svo falleg blóm.“ Svo færist prakkarasvipur yfir andlitið og hann bætir við: „Þær eru allar stolnar, ég klippti afleggjara og fór með þær heim í vasanum. Einu sinni fór ég með græðlinga heim og gleymdi þeim, fór úr úlpunni og setti hana inn í skáp. Svo eftir viku þá fann ég þetta, allt ónýtt! Setti það niður samt og þeir komu til.“ 29/2018 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.