Feykir


Feykir - 25.07.2018, Blaðsíða 4

Feykir - 25.07.2018, Blaðsíða 4
AÐSENT Sigurður Páll Jónsson skrifar Umhverfis og náttúruvernd. Uppbygging og samfélagsvernd Að vera í sátt við guð og menn er okkur hverju og einu oft mislagðar hendur, en öll erum við partur af náttúrunni og getur drjúgur tími ævinnar farið í að gera sér grein fyrir því. Ein er sú tegund sáttar sem við, er látum okkur málin varða, erum ekki á einu máli um en það er hvernig staðið er að samfélagsuppbyggingu og þjónustu í dag. Í mannfjöldaspá Hagstofu Íslands er til næstu 50 ára spáð að íbúafjöldi verði 452 þúsund samkvæmt miðspá. Háspá gerir ráð fyrir 531 þúsund en lágspá 367 þúsund. 1. janúar 2017 var íbúafjöldi á landinu 338 þúsund. Birt eru þrjú afbrigði af spám, það er háspá, miðspá og lágspá sem byggðar eru á mismunandi forsendum um hagvöxt, frjó- semishlutfall og búferlaflutn- inga. Hvernig sem rætist úr þessari mannfjöldaspá inn í framtíðina þá er það stað- reynd í dag að misjafnt er eftir því hvar á landinu þú býrð, hvernig þjónustu þú færð og þau fyrirtæki sem rekin eru vítt og breytt um landið. Samgöngu-, raforku-, heilbrigðismál og öll önnur þjónusta, svo kallaðir innviðir eru ekki á pari víða úti á landi miðað við það sem þyrfti að vera nú á tímum. Samgöngumálum og afhendingar- öryggi raforku er víða ábótavant svo ekki sé dýpra í árina tekið og oft er það vegna umhverfis- og náttúruverndarsjónar- miða. Ég vil taka það fram að sjálfur er ég náttúruunnandi og ber mikla virðingu fyrir umhverfismálum. Í mínu kjör- dæmi, Norðvesturkjördæmi, hefur verið til margra ára deilt um veglagningu um Gufudalssveit á Barðaströnd (Teigskógs- málið) og núna eru áform um Hvalár- virkjun við Ófeigsfjörð á Ströndum að sigla í þrætur. Víða á Vesturlandi eru vegir í slæmu ásigkomulagi. Í Dalasýslu eru um 70% malarvegir, svipaða sögu er hægt að segja í Húnavatnssýslum. Á Snæfellsnesi er raforkuflutningur ekki tryggur, sömu sögu er að segja á Vestfjörðum, þó hefur verið sett varaaflstöð á Bolungarvík sem er díseldrifin og varla getur það verið vistvænn kostur þegar bæði vindur og vatnsföll búa yfir hreinni orku. Búsetuskilyrði hljóta í grunninn að byggjast á þeirri aðstöðu sem býðst á hverjum stað með góðum samgöngum, raforkuafhendingaröryggi og auðvitað allri þjónustu sem nauðsynleg er. Sigurður Páll Jónsson. Þingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hvernig nemandi varstu? Ég var örugglega á iði. En átti frekar auðvelt með að læra. Bara ekki lengi í einu á sama stað. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Hvað mér þótti slaufan sem ég var með alveg ferlega ljót. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Bóndi og hesta- maður. Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ég lék mér mikið að Legói. Svo átti ég bú sem mér þótti mjög gaman að leika mér í. Besti ilmurinn? Lyktin af blóm- strandi blóðbergi. Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Ég tengi þetta tímabil við sveitaböll, lagið Song2 með Blur og hljómsveitina Quarashi. Hvernig slakarðu á? Drekka kaffi og lesa Bændablaðið. Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Ætli það séu ekki þættir tengdir náttúru og sögu. Besta bíómyndin? Sódóma Reykjavík. Hún er klassík. Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Lionel Messi. Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Grilla kjöt og járna hesta. Hvert er snilldarverkið þitt í eld- húsinu? Andabringur í appelsínu- sósu. Hættulegasta helgarnammið? Doritos með ostasósu og brædd- um osti. Hvernig er eggið best? Eggja- hræra með beikoni og pylsum. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Ekkert. Ég er eins og ég er og hvernig á ég að vera eitthvað annað. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Fólk sem missir stjórn á skapi sínu. Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Nú er bara að duga eða, já nú er bara að standa sig (úr myndinni Magnús). Hver er elsta minningin sem þú átt? Sennilega þegar ég kúkaði í buxurnar á Þingvöllum þegar ég var tveggja ára. Mér fannst það mjög fyndið en öðrum nærstöddum ekki. Hvaða fræga manneskja mundir þú helst vilja vera? Ég hef engan áhuga á því að vera einhver annar. Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Stóðhesta- bókin. Orð eða frasi sem þú notar of mikið? Kemur í ljós. Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? Myndi bjóða Trump, Pútín og Kim Jong Un, en hef ekki hugmynd um af hverju. Ætli ég myndi ekki grilla fyrir þá folaldakjöt. Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Það væri gaman að fara aftur til áranna í kringum landnám Íslands og sjá hvernig landið leit út. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Aftur á bak. ( RABB-A-BABB ) oli@feykir.is NAFN: Friðrik Már Sigurðsson. ÁRGANGUR: 1980. FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur Sonju Líndal Þórisdóttur. Við eigum tvö börn Jakob 7 ára og Margréti Þóru 1 árs. BÚSETA: Lækjamót í Víðidal, Húnaþingi vestra. HVERRA MANNA ERTU OG HVAR UPP ALINN: Sonur Sigurðar Leifssonar og Margrétar Árnýjar Sigursteinsdóttur. Fæddur í Kaup- mannahöfn, uppalinn í Reykjavík. Svo hef ég mikil tengsl í Skagafjörð þaðan sem pabbi er ættaður. Foreldrar mínir eiga jörðina Hjaltastaðahvamm í Akrahreppi og þar dvelur fjölskyldan oft. STARF/NÁM: Sjálfstætt starfandi. Vinn við allt sem viðkemur hestum, tamningu, þjálfun, kennslu, járningar, dóma o.s.frv. Ég er með Diploma í tamningum og Diploma í þjálfun og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum. B.Sc. í búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Svo stunda ég nám í klassískum söng við Tónlistarskóla Húnaþings vestra. HVAÐ ER Í DEIGLUNNI: Taka sæti í sveitarstjórn og byggðaráði í Húnaþingi vestra. Næstu fjögur ár verða bæði spennandi og krefjandi. Ég hlakka mikið til. Friðrik Már Friðrik Már Sigurðsson, Lækjarmóti í Víðidal. MYND ÚR EINKASAFNI Sveitarfélagið Skagafjörður Umsækj- endur um stöðu sveit- arstjóra Þrettán umsækjendur eru um stöðu sveitarstjóra í Skagafirði sem auglýst var laus til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út þann 15. júlí síðastliðinn. Fjórir umsækjendur drógu umsókn sína til baka.Umsækjendur eru í stafrófsröð: Áróra Jóhannsdóttir - eigandi / sölumaður Áskell Heiðar Ásgeirsson - framkvæmdastjóri Einar Örn Thorlacius - lögfræðingur Guðrún Pálsdóttir - verkefnastjóri Haukur Þór Þorvarðarson - enskukennari Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir - nefndarmaður Hugi Jens Halldórsson - deildarstjóri einstaklingssölu Linda Björk Hávarðardóttir - vendor manager Matthias Magnusson - framkvæmdastjóri Ólafur Rafn Ólafsson - yfirsópur Sigfús Ingi Sigfússon - verkefnastjóri Sveinbjörn Freyr Arnaldsson - framkvæmdastjóri Þórður Valdimarsson - verkefnastjóri Unnið er að því að yfirfara umsóknir og stefnt er á að viðtöl fari fram í vikunni. /LAM 4 29/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.