Feykir


Feykir - 25.07.2018, Blaðsíða 11

Feykir - 25.07.2018, Blaðsíða 11
EFTIRRÉTTUR Pavlova 4 stk eggjahvítur 200 g sykur 1 tsk borðedik ½ tsk kartöflumjöl Aðferð: Byrjið á því að stífþeyta eggjahvíturnar og að því loknu er sykrinum bætt saman við og stífþeytt aftur. Blandið síðan edikinu og kartöflumjölinu varlega saman við með sleif. Þessu er síðan smurt á bökunarpappír sem búið að er strika 21 sm hring í þvermál á. Bakað við 130°C í u.þ.b. 1 klst. og 15 mín. Til að fullkomna Pavlovuna þarf góðan rjóma. Rjómi: 2½ dl rjómi 1½ tsk sykur ½ tsk vanilludropar Öllu blandað saman, þeytt og síðan smurt ofan á Pavlovuna. Skreytið Pavlovuna síðan að vild með góðum berjum. Hver elskar ekki nýbakað brauð! Nýbakað brauð með smjöri og osti er bara með því betra sem við fáum, enda miklir sælkerar á þessu heimili. Fljótlegt og einstaklega gott brauð. RÉTTUR 3 Brauð 370 g gróft spelt 1 msk lyftiduft 1 tsk sjávarsalt 2 msk agave sýróp 350 ml möndlumjólk Aðferð: Blandið þurrefnunum saman. Vökvanum síðan bætt við og hrært varlega þangað til deigið er orðið eins og þykkur grautur. Hrærið sem minnst (annars getur deigið orðið seigt og illviðráðanlegt). Bakið í brauðformi í um 45 mín. við 180°C. Takið þá brauðið úr forminu og bakið í 5-10 mín. til viðbótar. Verði ykkur að góðu! Ásdís Adda Ólafsdóttir og Sigurgeir Þór Jónasson taka við áskorun um að vera næstu matgæðingar. SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU OG LÍKAMSRÆKT FEYKIS::Fall. Feykir spyr... Hverju ætlar þú ekki að missa af á Eldi í Húnaþingi? Spurt á Hvammstanga UMSJÓN Lee Ann „Ylju á Sjávarborg, Moses Hightower, Sverri Bergmann í Borgarvirki og hangover brunch á sunnudaginn.“ Hrund Jóhannsdóttir „Bjórjóga og Papaballinu á laugardaginn.“ Hlynur Rikk „Melló músíka, Papaballinu og leikhópnum Lottu.“ Fanney Dögg Indriðadóttir „Bestu tónleikahljómsveit landsins; Moses Hightower.“ Sigurvald Ívar Helgason KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Krossgáta Tilvitnun vikunnar Það er aðeins eitt verra en að þjálfa upp starfmann og missa hann en það er að þjálfa ekki upp starfsmann og halda honum. – Zig Ziglar Matgæðingar vikunnar eru að þessu sinni Ármann Óli Birgisson og Matthildur Birgisdóttir sem eru fædd og uppalin hvort í sinni sýslunni, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafirði. Þau búa á Blönduósi ásamt tveimur dætrum sínum og segja markmið sumarsins vera að njóta og skapa fjölskylduminningar. „Það er fátt skemmtilegra en að gæða sér á góðum mat í góðra vina hópi en stundum er einfaldleikinn góður og þegar annríkið tekur völdin getur verið gott að eiga mat í kistunni. Því ákváðum við að bjóða upp á einfalt, fljótlegt og þægilegt þessa vikuna og síðast en ekki síst gott. Það getur verið ansi þægilegt að eiga góðar kjötbollur til að grípa upp úr kistunni eftir annasaman dag. Því er aðalréttur vikunnar bestu kjötbollur sem við höfum smakkað. Við hreinlega fáum ekki nóg af þessum og það besta við þær er að stelpurnar okkar elska þegar þetta er borið á matarborðið. Við reynum að eiga alltaf kjötbollur í frystinum,“ segja Matthildur og Ármann. AÐALRÉTTUR Litlar kjötbollur 1 kg nautahakk (eða það hakk sem til er í kistunni) 1 bréf af púrrulaukssúpu 1 pakki Ritzkex Aðferð: Myljið Ritzkexið mjög smátt og blandið saman við hakkið ásamt súpuduftinu. Því næst er að gera litlar bollur, sirka munnbitastærð, og steikja síðan á pönnu. Sósa (miðast við 500 g af bollum): 1-2 flöskur Heinz Chili sósa 3-4 msk rifsberjahlaup Aðferð: Þessu blandað saman og hitað að suðu. Sósunni síðan hellt yfir kjötbollurnar og þær hitaðar í ofni í 20-30 mín við 180°C. Húsfreyjunni þykir heldur skemmti- legra að baka en elda og er því vel við hæfi að hafa tvo rétti sem þarf að baka. Fyrst er það Pavlovan sem hefur ansi oft verið borin á borð á heimilinu, það er frekar fljótlegt að hrista þessa fram úr erminni og bera fram í eftirrétt. Su do ku Litlar kjötbollur, Pavlova og fljótlegt brauð ( MATGÆÐINGAR VIKUNNAR ) frida@feykir.is Matthildur og Ármann Óli á Blönduósi matreiða Ármann Óli og Matthildur. MYND ÚR EINKASAFNI 29/2018 11 Ótrúlegt – en kannski satt.. Alþýðulýðveldið Kína er fjölmennasta ríki veraldar með yfir 1,4 milljarða íbúa, sem jafngildir um fimmtungi mannkyns. Þá er áætlað að um 34 milljónir fólks af kínverskum uppruna búi utan Alþýðulýðveldisins. Ótrúlegt en satt, þá myndi röð kínverskra íbúa aldrei taka enda ef þeir gengju framhjá þér, vegna hraða æxlunar þeirra. Vísnagátur Sigurkarls Stefánssonar Finna skal út eitt orð úr línunum fjórum. Finndu mig í fjörunni. Fræðiorð í málvísi. Gamanlaust í glímunni. Grunnhugtak í stærðfræði. FEYKIFÍN AFÞREYING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.