Feykir - 25.07.2018, Blaðsíða 10
Blönduós
Vel heppnuð Húnavaka
Vaskir grillarar á Stóra fyrirtækjadeginum. MYND: LAM Vatnaboltarnir voru mjög vinsælir. MYND: LAM Hestaleigan Galsi bauð börnum upp á ferð á hestbaki. MYND: LAM
Kvöldvakan var vel sótt. MYND: LAM Sverrir Bergmann og Halldór Gunnar stjórnuðu brekkusöngnum með
smá aðstoð. MYND: LAM
Þekkingarsetrið bauð upp á listasmiðju.
MYND: FB-SÍÐA ÞEKKINGARSETURSINS.
Jón Torfason fór yfir sögu kirkjugarðsins á Blönduósi.
MYND: VALDIMAR GUÐMANNSON
Steinunn Kristín Valtýsdóttir, sigurvegari í yngri flokki Míkróhúnsins.
MYND: FB HÚNAVAKA
Hákon Snorri Rúnarsson, sigurvegari í eldri flokki Míkróhúnsins.
MYND: : FB HÚNAVAKA
Kótelettukvöldið var vel sótt og lét fólk mjög vel af kótelettunum.
MYND: FB HÚNAVAKA
Árleg prjónaganga Textílsetursins fór fram á sunnudaginn.
MYND: BERGLIND BJÖRNSDÓTTIR
Skarphéðinn Ragnarsson og Hávarður Sigurjónsson afhjúpa upplýsinga-
skiltið í kirkjugarðinum. MYND: VALDIMAR GUÐMANNSON.
Ingibjörg í Enni hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi sveitabýlis.
MYND: FB HÚNAVAKA
Húsráðendur á Garðabyggð 6, Beggi og Hrefna ásamt Agnesi Nótt, með
viðurkenningu fyrir fegursta garðinn. MYND: FB HÚNAVAKA
Erla Ísafold tók á móti viðurkenningu fyrir hönd Póstsins fyrir snyrtilegt
umhverfi fyrirtækis. Á myndinni er einnig Freydís Ösp dóttir hennar.
MYND: FB HÚNAVAKA
Bæjarhátíðin Húnavaka fór fram um helgina á Blönduósi.
Hátíðin var vel heppnuð og voru fjölmargir viðburðir í
boði.
Hátíðin hófst með Blö-quiz í Félagsheimilinu á
fimmtudaginn. Á föstudaginn fór fram Stóri fyrirtækja-
dagurinn þar sem fyrirtæki í bænum voru með opið hús.
Knattspyrnuleikur fór fram á Blönduósvelli þar sem
Kormákur/Hvöt tók á móti Vatnaliljum sem lauk með sigri
heimamanna 6-1. Risa kótelettukvöld var haldið í Félags-
heimilinu þar sem um 220 manns sátu að snæðingi og
borðuðu kótelettur og viðeigandi meðlæti.
Á laugardaginn var nóg um að vera og m.a. fjölskyldu-
skemmtun sem var vel sótt. Söngvakeppnin Míkróhúnninn
var haldin, hoppukastalar voru fyrir börnin, hestaleigan
Galsi teymdi undir börnum, BMX brós sýndu listir sínar og
margt fleira.
Um kvöldið var kvöldvaka þar sem veitt var viðurkenn-
ing fyrir best skreytta húsið en það voru húsráðendur á
Urðarbraut 8, Kristján og Eygló, sem hlutu þá viðurkenningu.
Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar
veitti viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi fyrirtækis,
snyrtilegt umhverfi sveitabýlis og fegursta garðinn.
Pósturinn hlaut viðurkenninguna í flokki fyrirtækja,
ábúandi í Enni hlaut viðurkenningu í flokki sveitabýla og
íbúar á Garðabyggð 6 hlutu viðurkenningu fyrir fegursta
garðinn. Sigurvegarar í Míkróhúninum, Steinunn Kristín
Valtýsdóttir sem sigraði í yngri flokki og Hákon Snorri
Rúnarsson sem sigraði í eldri flokki, tóku lagið. Kvöld-
vökunni lauk svo með brekkusöng sem Sverrir Bergmann
og Halldór Gunnar stjórnuðu.
Á sunnudaginn var Leikhópurinn Lotta með sýninguna
sína Gosa á Káratúni. Slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum
A-Hún sáu um að sápurennibrautin á kirkjuhólnum virk-
aði sem skyldi og var mikið fjör.
Í kirkjugarðinum var afhjúpað skilti um sögu garðsins en
það voru þeir Skarphéðinn Ragnarsson og Hávarður
Sigurjónsson sem afhjúpuðu skiltið að viðstöddu fjöl-
menni. /LAM
10 29/2018