Feykir


Feykir - 17.10.2018, Blaðsíða 2

Feykir - 17.10.2018, Blaðsíða 2
Ég hef verið hugsi undanfarið vegna frétta af heimaslátrun sem framkvæmd var í Birkihlíð í Skagafirði fyrir skömmu og viðbrögðum við henni, eins og hægt er að lesa um í opnu Feykis í dag. Heimaslátrun er heimil á lögbýlum samkvæmt lögum en bannað er að flytja afurðir út af býlinu. Það er sem sagt í lagi að slátra til heimilisins, eins og það er kallað. Reglurnar eru einkum ætlaðar til þess að vernda neytendur fyrir hugsanlegum gæðaskorti þar sem dýralæknir hefur hvorki skoðað gripinn né tekið út aðstöðuna þar sem slátrun hefur farið fram og matsmaður ekki metið við- komandi skrokk. Og hver gæti verið hugsanlegur meinvaldur? Öll óþrif í slátrun og við úrvinnslu afurðanna eru til þess fallin að rýra gæði kjötsins. Bakteríur sem ná sér á strik geta valdið veikindum hjá þeim sem étur og sjúk dýr eru ekki heppileg til átu. Hreinlæti og hitastig hefur allt að segja við að halda örverum í lámarki og þar með viðhalda gæðum. Þetta vita bændur og vanda til verka þegar að slátrun kemur. Heimaslátrað kjöt hefur að sjálfsögðu verið á borðum Íslendinga frá því þeir settust að á eyjunni köldu og er enn. Það vita allir að hægt er að nálgast heimaslátrað kjöt ef fólk á annað borð kærir sig um það. Ég geri mér ekki grein fyrir því hversu mikill sá markaður er en tel hann þó nokkuð stóran. Sumir telja sig finna gæðamun á heimaslátruðu og því sem slátrað er löglega á sláturhúsum og er þá helst um meyrnunina og bragðgæði kjötsins að ræða. Þess vegna sækir fólk í þessa afurð og kærir sig kollóttan um verðið. En eins og staðan er í dag er ólöglegt að versla við bóndann á þennan hátt þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á að kjötið sé í raun hættulegt. Ég man a.m.k. ekki eftir því að hafa heyrt um veikindi af völdum heimaslátrunar né að þeir sem það kjöt borða klóri sér frekar í óæði endann. En ég ætla ekki hér að hvetja til lögbrota með heimaslátrað kjöt heldur vil ég hvetja ráðamenn þjóðarinnar til að breyta lögum og reglum svo bændur geti slátrað heima á örslátur- húsum sem færu þá að settum reglum og í húsakynnum sem hafa fengið starfsleyfi, enda sé hreinlæti og hitastig eins og best verður á kosið við þær aðstæður. Slík hús, og leyfi til slátrunar, gerðu ekkert annað en að færa þessi viðskipti upp á yfirborðið og enginn þyrfti að pukrast lengur. Stóru sláturhúsin yrðu ekki vör við þetta nema kannski að því leyti að heimtaka bænda dregst saman að einhverju marki en ekki öllu. Ég hef litla trú á því að allir bændur færu í slíka aðgerð þar sem viðkomandi aðstaða kostar mikið og óvíst að hún borgi sig nema fyrir fáa. Leyfum fólki að kaupa heimaslátrað og áfram íslenskur landbúnaður! Páll Friðriksson ritstjóri LEIÐARI Hugleiðingar um heimaslátrun Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Fríða Eyjólfsdóttir, frida@feykir.is & 867 9744, Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Þeir voru alls 23 bátarnir sem komu með afla að landi á Skagaströnd í síðustu viku, rúm 381 tonn. Á Króknum voru þeir tólf sem lönduðu rúmum 643 tonnum og munar mest um togarana Málmey og Drangey en Grinda- víkurbátarnir Jóhanna Gísladóttir, Páll Jóns- son, Fjölnir og Sighvatur eru drjúgir. Harpa kom með tæp 6 tonn til Hvammstanga en enginn bátur landaði á Hofsósi samkvæmt vef Fisistofu. /PF Aflatölur 7. – 13. október 2018 á Norðurlandi vestra Grindavíkurbátar drjúgir SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKAGASTRÖND Katrín GK - 266 LINA 12.533 Steinunn SF - 10 BOTN 138.830 Lilja SH – 16 LINA 20.335 Sævík GK - 757 LINA 26.225 Dúddi Gísla GK - 48 LINA 23.951 Daðey GK - 777 LINA 23.768 Óli á Stað GK - 99 LINA 45.326 Kristinn SH - 812 LINA 8.238 Hulda GK - 17 LINA 18.344 Magnús HU - 23 LINA 6.812 Loftur HU - 717 HAND 954 Hamar SH - 224 LINA 25.086 Sævík GK - 757 LINA 7881 Bogga í Vík HU - 6 HAND 191 Blíðfari HU - 52 HAND 481 Fengsæll HU - 56 LINA 362 Kópur HU - 118 HAND 186 Ólafur Magnússon HU - 54 NET 236 Kristinn SH - 812 LINA 5.539 Sæunn HU - 30 HAND 670 Guðbjörg GK - 666 LINA 10.501 Katrín GK - 266 LINA 3.192 Auður HU - 94 LINA 1.437 Alls á Skagaströnd 381.078 SAUÐÁRKRÓKUR Kristín GK - 457 LINA 70.159 Þorleifur EA - 88 DRAG 17.960 Jóhanna Gísladóttir GK – 557 LINA 108.836 Onni HU - 36 DRAG 14.336 Málmey SK - 1 BOTN 142.958 Páll Jónsson GK - 7 LINA 65.587 Hafborg SK - 54 NET 6.816 Badda SK - 113 NET 3.590 Fjölnir GK - 157 LINA 66.306 Sighvatur GK - 57 LINA 86.669 Vinur SK - 22 HAND 330 Drangey SK - 2 BOTN 183.644 Alls á Sauðárkróki 643.689 HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 5.868 Alls á Hvammstanga 5.868 Ræktunarbú ársins 2018 Fjögur bú af Norðurlandi vestra tilnefnd Fagráð í hrossarækt hefur valið þau tólf hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Á hestafrettir.is kemur fram að valið hafi staðið á milli 49 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Þrjú þeirra eru skagfirsk og eitt úr Húnaþingi. Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2018 sem haldin verður í Spretti, Samskipahöllinni, laugardaginn 27. októ- ber nk. Ræktunarbú ársins verður svo verðlaunað á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður í Gullhömrum um kvöldið. Úr Húnaþingi var Steinnes tilnefnt þar sem Magnús Jósefsson, Líney Árnadóttir og fjölskylda ráða ríkjum. Úr Skagafirði voru tilnefnd Íbishóll, Elisabeth Jansen og Magnús B. Magnússon, Stóra-Vatns- skarð, Benedikt G. Benediktsson og Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth. Önnur tilnefnd bú eru: Berg, Anna Dóra Markúsardóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson Fet, Karl Wernersson Garðshorn á Þelamörk, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius Hamarsey, Hannes Sigurjónsson og Inga Cristina Campos Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble Steinsholt, Jakob S. Sigurðsson og Sigurður G. Sigurðsson Stuðlar, Edda Björk Ólafsdóttir og Páll Stefánsson Torfunes, Baldvin Kr. Baldvinsson /PF Verkefnastjórar hjá Svf. Skagafirði Heba og Sigfús Ólafur ráðin Búið er að ráða í verkefna- stöðurnar tvær sem Svf. Skagafjörður auglýsti lausar fyrr í haust. Tíu sóttu um aðra verkefnastjórastöðuna en fimmtán um hina. Tíu manns sóttu um en einn dró umsókn til baka vegna verkefnastjórastöðunnar sem var titluð deildarstjóri en þar var Sigfús Ólafur Guðmundsson ráðinn. Fimmtán sóttu um en tveir drógu umsókn til baka vegna hinnar stöðunnar, verk- efnastjóri 3, og var Heba Guð- mundsdóttir ráðin. Nöfn umsækjenda – deildarstjóri 1: Ásgeir H. Aðalsteinsson Emma Sif Björnsdóttir Hannes Bjarnason Heba Guðmundsdóttir Sigfús Ólafur Guðmundsson Sigríður Inga Viggósdóttir Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir Valdís Brá Þorsteinsdóttir Nöfn umsækjenda: Ásgeir H Aðalsteinsson Edda S. Thorlacius Emma Sif Björnsdóttir Erna Ösp Einarsdóttir Heba Guðmundsdóttir Jónheiður Kr. Sigurðardóttir Kristín Sigurrós Einarsdóttir Sigfús Ólafur Guðmundsson Sigríður Inga Viggósdóttir Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir Valdís Brá Þorsteinsdóttir Þórdís Ósk Helgadóttir /PF Heba og Sigfús. MYNDIR AF FB 2 39/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.