Feykir


Feykir - 17.10.2018, Blaðsíða 12

Feykir - 17.10.2018, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 39 TBL 17. október 2018 38. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Hrútasýning í Miðfirði Kollóttur hrútur frá Syðri-Reykjum hrútur sýningarinnar Lambhrúta og gimbrasýning var haldin í Miðfjarðarhólfi föstud. 12.okt. að Bergsstöðum í Miðfirði. Keppt var í þremur flokkum lambhrúta, hvítir hyrndir, mislitir og kollóttir, ásamt tveimur hópum gimbra, mislitar gimbrar, sem voru verðlaunaðar eftir átaki og skrautgimbrar en þá var einungis horft til litar eða sérstöðu. Elín Skúladóttir á Bergsstöðum segir að ekki hafi verið stigað á staðn-um, heldur látið dagsformið ráða. Úrslit urðu þessi: Hvítir hyrndir hrútar, 20 hrútar skráðir til leiks 1. nr. 41. frá Bergsstöðum, faðir 14-144 Víðir 2. nr. 375 frá Urriðaá, faðir 17-011 Dracula 3. nr. 134 frá Urriðaá, faðir 16-994 Durtur 1848: Séra Pétur Guðmundsson ritar svo í annál sinn og tímasetur 3. desember: [fór] ,,Eldjárn Hallsteins- son, bóndi á Ásgeirs- brekku í Viðvíkur- sveit út í kaupstað og heim á leið aftur. Honum var fylgt frá Teigi í Óslandshlíð yfir Kolbeinsdalsá um kvöldið. Hafði hann vilst í alfæru veðri heim í Hjaltadal. Ímynduðu menn sjer, að hann hefði verið kendur af brennivíni. Fanst hesturinn dauður í ánni skamt fyrir neðan Efra-Ás og mikið traðk við vökina. Ætluðu menn, að Eldjárn, er var þrekmenni mikið, hefði þreytt við að ná honum upp. Hafði hann svo gengið spölkorn þaðan og fannst öreindur nálægt túngarði í Neðra- Ási“ yngri heimildir greina þó, að Eldjárn hafi fundizt helfrosinn upp við stein fyrir utan Efri-Ás, þar sem vaðið var á ánni. Steinninn var síðar fjarlægður vegna ræktunar þarna. /PF Skagfirskur annáll Kristmundar Bjarnasonar 1847–1947 Í gamla daga... Valið til að reka tölvu- kerfi fyrir kærunefnd útlendingamála Fjölnet hlutskarpast hjá Ríkiskaupum Kærunefnd útlendingamála hefur gert samning við Fjölnet sem felur í sér að setja upp, hýsa og reka tölvukerfi fyrir stofnunina. Samningurinn kemur í kjölfar útboðs í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var hlutskarpast. Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem úrskurðar í kærumálum á grundvelli útlendingalaga. Formaður nefndarinnar er Hjörtur Bragi Sverrisson og varaformaður hennar er Anna Tryggvadóttir. Með þeim starfa tveir yfirlögfræðingar, 13 lögfræðingar við undirbúning úrskurða og tveir ritarar. Starfsfólk nefndarinnar hefur langa reynslu af útlendingamálum og úrskurðum á því sviði, sem og mannréttindamálum. Fjölnet býður kærunefnd útlendingamála velkomna í hóp ánægðra viðskiptavina. /Fréttatilkynning Á mynd frá vinstri Sigurður Pálsson framkvæmdarstjóri Fjölnets og Hjörtur Bragi Sverrisson formaður nefndarinnar. MYND: FE SAMTÖK SVEITARFÉLAGA NORÐURLAND VESTRA HEFURÐU ÁHUGA Á AÐ VIRKJA LÆKINN ÞINN? Smávirkjanasjóður SSNV Tilgangur sjóðsins er að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum á mögulegum rennslisvirkjunum á Norðurlandi vestra sem eru undir 10 MW að stærð. Miðað er við fyrirliggjandi yfirlit á mögulegum rennslisvirkjunum sem upp eru taldir í skýrslu Mannvits 2018: Frumúttekt á smávirkjanakostum á Norðurlandi vestra. Þó er heimilt að bæta við fleiri virkjunarkostum með samþykki SSNV. Sjóðurinn veitir styrki til annars vegar: Skref 1: Frummat smávirkjana og hins vegar: Skref 2: Mat á virkjanlegu rennsli, frummati hönnunar og byggingarkostnaðar. Öll gögn varðandi umsóknarferlið og skýrsla Mannvits er að finna á heimasíðu SSNV: www.ssnv.is Að þessu sinni er auglýst eftir umsóknum í Skref 1: Frummat smávirkjana. Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember 2018. Verkefninu verður lokið fyrir 31. maí 2019. Hámarksfjöldi verkefna sem styrkt verða er 8. Auglýst verður eftir umsóknum í Skref 2 í júní 2019. Samið hefur verið við Verkfræðistofuna Mannvit um úttekt á þeim virkjunarkostum sem styrktir verða og sér SSNV um samningsgerð við fyrirtækið. Mótframlag umsækjanda er 100.000 kr. en SSNV greiðir annan kostnað við úttektina. Umsóknir skulu sendar á netfangið: ssnv@ssnv.is. Nánari upplýsingar veitir Ingibergur Guðmundsson, ingibergur@ssnv.is, s. 892 3080. SAMTÖK SVEITARFÉLAGA Á NORÐURLANDI VESTRA Höfðabraut 6 530 Hvammstanga & 455 2510 ssnv@ssnv.is www.ssnv.is ný pr en t e hf / 1 02 01 8 Kollóttir hrútar 1. nr. 6 frá Syðri-Reykjum, faðir 16-007, sem var jafnframt hrútur sýningarinnar. 2. nr. 1374 frá Mýrum 2, faðir 17-673 Járnbiti 3. nr. 330 frá Efri-Fitjum, faðir 17-672 Hreinn Mislitir hrútar 1. nr. 990 frá Þóroddsstöðum, faðir 17-051 2. nr. 34 frá Efri-Fitjum, faðir 13-985 Lási 3. nr. 25 frá Bergsstöðum, faðir 13-985 Lási Mislitar gimbrar 1. nr. 636 frá Urriðaá, faðir 16-015 Bassi 2. nr. 655 frá Bergsstöðum, faðir 14-144 Unaðsbolti 3. nr. 288 Urriðaá, faðir 16-011 Klaki /PF Frá hrútasýningunni á Bergsstöðum. Sjá nánar á Feykir.is MYND: ANNA SCHEVING

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.