Feykir


Feykir - 17.10.2018, Blaðsíða 6

Feykir - 17.10.2018, Blaðsíða 6
m.a. framkvæmdar ítarlegar örverumælingar á lamba- skrokkunum og komu þær mjög vel út, en þær lágu fyrir 28. september. Allar niðurstöður verða að sjálfsögðu birtar, Þannig er að lög landsins leyfa heimaslátrun á lögbýl- um til heimilisnota en óheimilt er að selja afurðir af heimaslátruðum gripum en Sveinn segir tilganginn með slátruninni hafa m.a. verið til að vekja athygli á að þörf væri á breytingum á þessu sviði. Þau eftirmál urðu af þessu verkefni að kjötið sem selt var á bænda- markaðinum á Hofsósi 30. september sl. var innkallað vegna þess að slátrun fór ekki fram í viðurkenndu sláturhúsi og heilbrigðisskoðun var ekki framkvæmd af opinberum dýralækni. Slátrað var tíu lömbum. Að sögn Sveins var undan- fari slátrunarinnar hefðbund- inn varðandi slátrunina sjálfa, en lömbunum var smalað saman daginn áður og fengu þau gott atlæti á Birkihlíð fyrir slátrunina. „Örslátrunin var tilraun til að láta á það reyna hvort sauðfjárbændur séu í stakk búnir til að auka verð- mætasköpun í sveitum lands- ins með slátrun, vinnslu og sölu beint til neytenda. Niðurstaðan sýnir ótvírætt að slíkt er mögulegt, ef rétt er að málum staðið og ef lögð verður vinna í að láta reyna á undanþáguákvæði evrópsku matvælalöggjafarinnar,“ segir Sveinn og útskýrir að markmið Matís sé að auka verðmæti og auka matvælaöryggi. „Okkur var mjög í mun að tilgangi matvælalaganna væri framfylgt við tilraunina, en tilgangur þeirra er að tryggja, svo sem kostur er, gæði, öryggi og hollustu matvæla. Í þessu augnamiði voru UMFJÖLLUN Páll Friðriksson Fyrir skömmu fór fram heimaslátrun í Birkihlíð í Skagafirði, sem þykir í sjálfu sér ekki vera frétt, en í þessu tilfelli fór slátrunin fram í samstarfi við Matís og í samræmi við verklag sem Matís hefur lagt til að gildi um örsláturhús og má sjá á heimasíðu fyrirtækisins. Fréttir voru sagðar af því að forstjóri Matís, Skagfirðingurinn Sveinn Margeirsson, hafi svo selt afurðirnar á bændamarkaði á Hofsósi. Feykir langaði að forvitnast frekar um málið og hafði samband við Svein og Þröst Erlingsson, bónda í Birkihlíð og forvitnaðist örlítið um málið. Heimaslátrun í trássi við lög Vilja láta reyna á undan- þáguákvæði evrópsku matvælalöggjafarinnar Löglega skotin dýr Verkunarstöðvar og meðferð hreindýrakjöts Margir hafa lýst undrun sinni á því að ekki megi reka örsláturhús og miða gjarna við sambærilega aðstöðu og veiðimenn nota með hreindýraafurðir en reglugerð um verkunarstöðvar er m.a. hægt að nálgast á vef Umhverfisstofnunar. Hér verður örlítið gripið niður í tvær greinar rétt til að sjá hvort samsvörun geti verið með verkunarstöð hreindýra og örsláturhús við lögbýli. 6.gr. Kröfur varðandi afurðir Ferskt hreindýrakjöt sem boðið er til sölu á almennum markaði í heilum skrokkum, hálfum skrokkum eða í fjórðungum, skal uppfylla eftirfarandi kröfur, sama á við um úrbeinaða hluta skrokka: 1. Vera af dýrum sem eru löglega skotin og fyllsta hreinlætis verið gætt við innanúrtöku og meðferð og hafa fengið viðunandi kælingu. Hafi rekstraraðili grun um að skrokkur uppfylli ekki lágmarkskröfur skal setja hann til hliðar og tryggja að hann mengi ekki aðra skrokka. 2. Vera af dýrum sem verkuð eru í löggiltri aðstöðu. 3. Koma frá verkunarstöðvum sem hafa starfsleyfi frá Embætti yfirdýralæknis til verkunar á hreindýrakjöti. 4. Hafa verið meðhöndlað við fullnægjandi hreinlætisaðstæður í verkunarstöðvum. 5. Hafa verið heilbrigðisskoðað af kjötskoðunarlækni í verkunarstöð. 6. Hafa heilbrigðismerki. 7. Hafa verið undir opinberu eftirliti í flutningum og geymslu að kjötskoðun lokinni. 8. Hreinlæti við vinnslu, pökkun og flutning skal fylgja sömu kröfum og gildir um annað ferskt kjöt. 8. gr. Kælar og frystar Kæla fyrir ferskt kjöt skal vara auðvelt að þrífa og nægjanlega stórir, þannig að það kjöt sem þar á að geyma rúmist vel. Hitastig í kælum skal vera 0-4°C. Þar skal ávallt vera til staðar hitamælir. Frystar og geymslur fyrir frosið kjöt skal vara auðvelt að þrífa og nægjanlega stór, þannig að það kjöt sem þar á að geyma rúmist vel. Frystar og geymslur fyrir frosið kjöt skulu geta haldið hitastigi við -18°C eða lægra. Sveinn Margeirsson. MYND AÐSEND Þröstur ásamt dætrum sínum, Kolbrúnu og Þórkötlu á SveitaSælu í sumar. MYND: PF 6 39/2018

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.