Fréttablaðið - 22.04.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.04.2020, Blaðsíða 4
20% afsláttur af sólgleraugum Gleðilegt sumar! FJÖLMIÐLAR Ísland fer niður um eitt sæti á heimslista samtakanna Blaðamenn án landamæra og vermir nú f immtánda sætið. For maðu r Blaða ma nna félag s Íslands telur niðurstöðurnar ekki trúverðugar. Samtökin gefa út á hverju ári lista yfir 180 ríki heims og flokka eftir frelsi fjölmiðla í hverju landi. Norrænu löndin verma fjögur efstu sætin, Noregur það fyrsta. Í sk ý r slu s a mt a k a n na er tek ið fram að á Íslandi rík i „algjört málfrelsi“ samk væmt stjórnarskránni. Þrátt fyrir það hafi staða blaðamanna versnað síðan 2012 vegna súrnandi sambands þeirra við stjórnmálamenn. „Ef það er staðreynd að við erum að lækka út af því þá ættum við í raun að vera að hækka,“ segir Hjálmar Jónsson, for maðu r Blaða ma n na félag s Íslands. Hann segir að þrátt fyrir að tíu sæti séu á milli Íslands og hinna Norðurlandanna séum við alveg á pari við þau hvað varðar fjölmiðlafrelsi. Alma Ómarsdóttir, formaður Félags f rét t amanna, tek u r í svipaðan streng. „Maður veltir aðeins fyrir sér á hverju þeir byggja þetta. Það hefur gengið upp og niður á undanförnum árum, árið í ár er ekkert endilega eitthvað verra en í fyrra.“ Hún segir að síðustu ár hafi íslenskir fjölmiðlar fjallað ítarlega um mál sem hafa leitt af sér afsögn ríkisstjórna svo fátt eitt sé nefnt. „Það er samt sem áður áhyggjuefni að Ísland sé að lækka núna enda mikilvægur tími fyrir frjálsa fjöl- miðlun.“ Listinn byggir á gögnum eins og tölfræði um réttindabrot blaða- manna. Tölfræði um myrta og fang- elsaða blaðamenn í hverju landi vegur þó mikið. Evrópulöndin er flest að finna í efstu sætunum Norð- ur Kórea vermir neðsta sætið. – así Ísland er tíu sætum neðar en hin Norðurlöndin yfir frelsi fjölmiðla GARÐABÆR Minnihlutinn í bæjar- stjórn Garðabæjar lagði á síðasta bæjarstjórnarfundi fram þá tillögu að vinnureglu fyrir sveitarfélagið að á undan eða eftir viðburðum sem meirihlutinn skipuleggur, eins og opnun eða skóf lustungu við upp- haf framkvæmda, þá yrði haldinn annar slíkur viðburður fyrir minni- hlutann. Forsaga málsins er sú að í apríl- byrjun var blásið til fagnaðar á Álftanesi í tilefni af því að gatna- gerðarframkvæmdir eru að hefjast í Breiðumýri, sem er ný fjölbýlis- húsabyggð miðsvæðis á Álftanesi. Var fulltrúum minnihlutans í bæj- arstjórn ekki boðið til fagnaðarins sem féll í grýttan jarðveg. Eftir nokkrar umræður var gengið til atkvæða og hlaut till ag an ekki hljómgrunn innan bæj ar stjórnar. Var hún felld með átta atkvæðum me i r i h lut a n s ge g n þr e mu r atkvæðum fulltrúa minnihlutans. – bþ Sérstakar athafnir fyrir minnihlutann Frá fagnaði bæjarstjórnar við Breiðumýri. MYND/AÐSEND ATVINNUMÁL Rúmlega 13 þúsund manns sem hafa minnkað starfs- hlutfall eru í ferðaþjónustu eða 40 prósent þeirra sem sótt hafa um úrræði stjórnvalda. Sam- band íslenskra sveitarfélaga sendi sveitarfélögum tilkynningu varð- andi fjölda sem nýtt hefur sér slíkt úrræði og var tilkynningin tekin fyrir á bæjarráðsfundi í Garðabæ í gær. Tölurnar voru teknar saman 15. apríl en 66 prósent eru á höfuð- borgarsvæðinu. Alls voru 33.154 skráðir með minnkað starfshlut- fall þegar skýrslan var tekin saman. Suðurnesin hafa 11 prósent og Norðurland eystra átta prósent. Karlar eru 56 prósent þeirra sem hafa sótt um minnkað starfshlutfall en konur 44 prósent. Ungt fólk, sem er 18-29 ára, er 27 prósent þeirra sem hafa sótt um en talan fer lækk- andi eftir því sem árunum fjölgar. Á fundi Garðabæjar var höfuð- borgarsvæðið sérstaklega tekið fyrir og þar má sjá að 56 prósent þeirra sem hafa nýtt sér úrræðið búa í Reykjavík, 16 prósent í Kópa- vogi og 13 prósent í Hafnarfirði. Sjö prósent búa í Garðabæ. Stærsta einstaka atvinnugreinin sem hefur minnkað starfshlutfall er verslun og vöruf lutningar en 5.112 ein- staklingar hafa nýtt sér úrræði stjórnvalda. Atvinnuleysi hefur aldrei verið meira, en það rauk upp við faraldur- inn. Á sama tíma í fyrra var atvinnu- leysi innan við fjögur prósent en er samkvæmt þessum tölum um 17 prósent. Í áætlun fyrir maí er spáð 14,4 prósenta atvinnuleysi um land- ið allt, þar af 20,2 prósenta atvinnu- leysi á Suðurnesjum sem sker sig úr þegar tölurnar eru skoðaðar. Langminnst atvinnuleysi verður á Norðurlandi vestra en þar er spáð 7,4 prósenta atvinnuleysi. – bb Starfshlutfall minnkað langmest hjá ferðaþjónustufyrirtækjum Ferðaþjónustan hefur farið illa út úr COVID-19. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI SAMFÉLAG Tæp tíu prósent þeirra kvenna sem leituðu til Land- spítalans á árunum 2005-2014 með áverka vegna heimilisof beldis höfðu verið teknar kyrkingartaki af núverandi eða fyrrverandi maka sínum eða barnsföður. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Drífu Jónas- dóttur, doktorsnema við lækna- deild Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var unnin úr gögnum frá Land- spítala, sýna að 1.454 konur leituðu til spítalans á tímabilinu vegna ofbeldis sem þær höfðu orðir fyrir af hálfu maka. Tæp 93 prósent þeirra leituðu á bráðamóttöku og rúm þrjú prósent þeirra voru lagðar inn. „Þetta er mikill fjöldi kvenna en þetta eru samt bara konurnar sem segja beint frá því að hafa orðið fyrir of beldi,“ segir Drífa. Í rannsókninni er sjónum beint að líkamlegum áverkum og segir Drífa stærstan hluta áverkanna vera yfir- borðsáverka. „Konurnar koma með áverka á spítalann meðal annars vegna þess að þær hafa verið kýldar, slegnar, sparkað hefur verið í þær, þeim hrint, þær teknar kyrkingartaki og dregnar um á hárinu. Tegundir áverka eru til dæmis yfirborðsá- verkar, tognanir, sár og beinbrot.“ Áverkana segir Drífa f lesta vera á höfði, hálsi og andliti kvennanna og á handleggjum. „Svo eru þetta oft dreifðir áverkar þannig að hver kona er með áverka á víð og dreif um líkamann. Þetta eru ekki stað- bundnir áverkar,“ segir Drífa. „Á bak við þær konur sem voru til skoðunar í þessari rannsókn voru karlar,“ segir Drífa. „Þrátt fyrir að fólk af öllum kynjum sé beitt ofbeldi og beiti of beldi þá sneri þessi rann- sókn að konum sem beittar voru of beldi af karlkyns mökum sínum, þannig að þeir bera ábyrgð á þessum áverkum,“ bætir hún við. „Það er alls konar fólk sem beitir of beldi og hefur alls konar útskýringar á sinni hegðun en það þarf að fá aðstoð við að hætta að beita of beldi,“ segir Drífa. Andrés Ragnarsson sálfræðingur rekur verkefnið Heimilisfriður, þar sem fólki sem beitir of beldi er veitt meðferð. Hann segir að til Heim- ilisfriðar leiti helst fólk sem beiti maka sinn of beldi, um 75 prósent skjólstæðinga eru karlar og 25 pró- sent konur. Öll kyn séu velkomin og að til séu úrræði fyrir alla sem vilji hætta að beita hvers konar of beldi. „Okkar hlutverk er það að stoppa alla of beldishegðun,“ segir Andrés. „Hingað kemur gríðarlega mikið af fólki og síðasta mánuðinn hefur orðið sprenging í komum,“ bætir hann við. Hann segir mikilvægt að þeir sem leiti til Heimilisfriðar komi þangað af fúsum og frjálsum vilja og að rannsóknir sýni að meðferðin sem beitt er minnki of beldishegðun. „Við notum sálfræðilegar aðferðir til þess að breyta þessari hegðun. Í mörgum tilvikum er það þannig að fólk sem beitir of beldi kann ekki annað eða að of beldi sé viðbragð sem það hefur lært,“ segir Andrés. „Við sýnum fólkinu sem til okkar kemur virðingu þrátt fyrir að við tökum algjöra afstöðu gegn of beldi,“ segir hann og bætir við allir geti leitað til þeirra. „Hér er ekki löng bið eftir viðtölum og ekki dýrt að leita sér hjálpar. Félagsmálaráðuneytið niðurgreiðir starfsemina svo viðtalið kostar aðeins 3.000 krónur. Ég hvet alla sem beita ofbeldi til þess að leita sér hjálpar.“ birnadrofn@frettabladid.is Ein af tíu tekin kyrkingartaki Tæplega fimmtán hundruð konur leituðu til Landspítala með áverka vegna heimilisofbeldis á tíu ára tímabili. Tæp tíu prósent þeirra höfðu verið teknar kyrkingartaki af maka sínum. Sál- fræðingur segir mikilvægt að ofbeldismenn leiti sér aðstoðar til að stöðvar ofbeldishegðun. 1.454 konur leituðu til Landspítalans árin 2005 til 2014 vegna ofbeldis af hálfu maka síns. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Ég hvet alla sem beita ofbeldi til þess að leita sér hjálpar. Andrés Ragnarsson, sálfræðingur Það hefur gengið upp og niður á undanförnum árum, árið í ár er ekkert endilega eitt- hvað verra en í fyrra. Alma Ómarsdóttir, formaður Félags fréttamanna Eftir nokkrar umræður var tillagan felld með 8 atkvæðum gegn 3. 2 2 . A P R Í L 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.