Fréttablaðið - 22.04.2020, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.04.2020, Blaðsíða 6
Við erum engir nýgræðingar í niðursveiflum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra n Áætlað er að heildarumfang að- gerðanna verði 60 milljarðar króna n Einkareknir fjöl- miðlar styrktir um 350 milljónir króna n 14 þúsund fyrir- tæki fá stuðnings- pakka. Allt að 800 þúsund krónur fyrir hvern starfsmann, 2,4 milljóna króna styrk að hámarki n Lítil fyrirtæki með meira en 40 pró- senta tekjufall geta fengið lán upp á 6 milljónir króna með 100 prósent ríkisábyrgð n 600 milljónum króna veitt í frí- stundastyrki barna n 200 milljónir króna fara í stuðning til Barnahúss, hjálpar- símann 1717 auk félagasamtaka sem sinna ráðgjöf n 1,5 milljarðar króna fara í að bæta að- gengi fyrir fatlað fólk og lagfæra byggingar n Endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar verða hækkaðar úr 20 í 25 prósent n 500 milljónir króna verða settar í Mat- vælasjóð n 250 milljónir króna verða settar í listamannalaun til viðbótar, nemur hækkunin um 40 prósentum n 1 milljarður króna fer í launaauka til framlínustarfs- manna. Nánari út- færsla er í höndum heilbrigðisstofnana n 200 milljónir fara í nýjan samning við garðyrkjubændur n 2,2 milljarðar króna fara í sérstakt átak til að fjölga tíma- bundnum störfum fyrir námsmenn hjá hinu opinbera, eða sem nemur 3000 störfum n 800 milljónir króna verða lagðar í að bjóða upp á sumar- nám á framhalds- og háskólastigi n Atvinnuleysi mun ná 17 prósentum í apríl samkvæmt áætlun Vinnumála- stofnunar, sem er mesta atvinnuleysi frá því að mælingar hófust árið 1957. Mun það minnka í maí COVID -19 Annar aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar var kynnt­ ur á blaðamannafundi í Safna­ húsinu í gær af Katrínu Jakobs­ dóttur forsætisráðherra, Bjarna Benediktssyni fjármála ráðherra og Sigurði Inga Jóhanns syni, samgöngu­ og sveit ar stjórn ar­ ráðherra. Heildar kostn aðurinn er metinn á um 60 milljarða króna og kemur ofan á fyrsta pakkann, sem metinn var á um 230 milljarða. Eins og búist var við verður komið frekar til móts við fyrirtæki sem orðið hafa fyrir tekjumissi vegna faraldursins. Kynnti Bjarni svokallaða lokunarstyrki til handa þeim fyrirtækjum sem sóttvarnayf­ irvöld hafa skipað að loka, svo sem hárgreiðslustofum, nuddstofum, líkamsræktarstöðvum og fleirum. Eru þetta 800 þúsund krónur á hvern starfsmann en 2,4 milljónir að hámarki til hvers rekstraraðila. Einnig stuðningslán til smærri fyrirtækja, sem orðið hafa fyrir 40 prósenta tekjufalli, með fullri rík­ isábyrgð að hámarki sex milljónir króna. Þá verður fyrirtækjum, sem rekin voru með hagnaði, heimilað að fresta skattgreiðslum fyrir árið 2019. Sigurður Ingi kynnti ýmsar félagslegar aðgerðir og stuðning til að koma til móts við ýmsa hópa. Meðal annars verða 540 milljónir lagðar í geðheilbrigðis­ og f jarheilbrigðisþjónustu, 145 milljóna framlag til að tryggja hjálp og stuðning við þolendur heimilisof beldis, 55 milljónir til styrkingar Barnahúss og 200 milljónir fara til f jölsk yldna langveikra barna. Þá verða börn í tekjulægri fjölskyldum styrkt um 600 milljónir til íþrótta­ og tómstundastarfs. Vegna tekjutaps jöfnunarsjóðs verða sveitarfélög styrkt um 1,5 milljarð til að bæta aðgengi fyrir fatlaða. Verði staða sveitarfélaganna greind almennt af Byggðastofnun og tækniþróun efld. Sagði Sigurður Ingi að sérstaklega yrði horft til Suðurnesja þar sem atvinnuleysi er gríðarlega hátt. „Jafnframt boðum við að skoða þurfi verkefni annarra sveitarfélaga þar sem atvinnuleysi er jafnvel komið yfir 40 prósent þó þar séu færri íbúar,“ sagði hann. Þ á k y n n t i S i g u r ð u r a ð eink a rek nir f jölmiðla r y rðu styrktir um 350 milljónir, vegna tapaðrar auglýsingasölu og er það menntamálaráðherra að útfæra Formenn kynntu víðtækan stuðning við fyrirtæki og viðkvæma hópa Formenn stjórnarflokkanna þriggja kynntu annan hluta aðgerða til að mæta efnahagslegum skakkaföllum vegna COVID-19 far- aldursins á blaðamannafundi í Safnahúsinu í gær. Lokunarstyrkir fyrirtækja, frestun skatta, geðheilbrigðismál og stuðningur við nýsköpun og einkarekna fjölmiðla eru hluti af aðgerðunum. Heildarkostnaðurinn við aðgerðirnar er metinn 60 milljarðar króna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti meðal annars stuðning við stúdenta og nýsköpunarfyrirtæki í Safnahúsinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Segir hlutabótaleiðina betri og kröftugri leið en að fikta í tryggingargjaldinu Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra segir að þær aðgerðir sem kynntar voru til stuðnings fyrir- tækjum muni ekki duga fyrir alla og óumflýjanlega verði gjaldþrot. Aðgerðirnar séu þó hannaðar til að ná til breiðs hóps. „Af þeim 18 þúsund fyrir- tækjum sem eru með fólk á launaskrá hjá sér þá sjáum við að 14 þúsund af þeim munu upp- fylla almennu skilyrðin til að fá aðgengi að stuðningslánunum, en þá er aðeins spurningin hvort þau hafa orðið fyrir því tekjufalli sem gert er skilyrði um. Sam- kvæmt grófu mati gætu það verið um átta þúsund fyrirtæki sem er gríðarlegur fjöldi fyrirtækja,“ segir hann. Aðspurður um eftirlit með lánum og styrkjum sem nú flæða úr ríkissjóði segir hann að byggt sé á sömu meginreglu og fylgdi brúarlánunum sem kynnt voru í fyrsta pakkanum. Að lögfesta öll helstu skilyrði og síðan verði komið á fót eftirlitsnefnd sem ber að skila skýrslu til þingsins og ráðherra um framvinduna. Lækkun eða afnám tryggingar- gjalds hefur verið í umræðunni en er ekki hluti af aðgerðapakkanum. Bjarni segir að sú leið komi vissu- lega til móts við atvinnurekendur hvað launakostnaðinn varðar. „Það sem við erum að gera með hlutabótaleiðinni er miklu stærri og kraftmeiri aðgerð en að fikta í tryggingargjaldinu, sem er sex prósent og dugar mjög skammt gagnvart fyrirtækjum sem eru að horfa upp á tugprósenta tekju- hrun.“ Segir hann jafnframt að skoða þurfi launakostnaðinn í víðara samhengi. „Nú eru laun að hækka og lítill vilji til að létta undir með fyrirtækjunum hvað það snertir. Eftir því sem launakostnaður hækkar er eðlilegt, og ég skil það vel, að fólk fari að horfa á launa- tengdu gjöldin. Við teljum þó á þessu stigi máls að við eigum að vera að horfa til annarra þátta sem eru skilvirkari,“ segir hann. Um samráð segir Bjarni að hagsmunaaðilar hafi haft greiðar boðleiðir að stjórnvöldum í þessu ástandi. Margt í félagslega pakk- anum eigi rætur hjá stéttarfélög- unum og sumt snýr að fyrirtækj- um í samtali við atvinnurekendur. Hvað stjórnarandstöðuna varðar segir hann að hugmyndirnar hafi verið kynntar á fundum. „Helsta tækifæri stjórnarandstöðunnar til að hafa áhrif á mál eru í gegnum hina þinglegu meðferð.“ styrkina með reglugerð. Sem og framlínuálag, eingreiðslu til á þriðja þúsund heilbrigðisstarfsmanna vegna ástandsins. „Við erum engir nýgræðingar í niðursveif lum,“ sagði Katrín Jak­ obsdóttir og vísaði til efnahags­ hrunsins 2008. „Ég lít svo á að þess­ ar félagslegu aðgerðir endurspegli þá lærdóma að grípa strax inn í gagnvart viðkvæmum hópum.“ Sjálf kynnti hún aðgerðir fyrir námsmenn, að tveimur millj­ örðum yrði varið til tvö til þrjú þúsund sumarstarfa fyrir stúdenta og vonast til þess að sveitarfélögin komi með mótframlag. Einnig verði námsframboð í sumar aukið og tveimur milljörðum varið í mennta­ úrræði fyrir atvinnuleitendur. Stutt verður við nýsköpunarfyrir­ tæki. Rúmlega milljarður króna ferí stuðning við nýsköpunarsjóðinn Kríu og hækkaða heimild lífeyris­ sjóða til að fjárfesta í nýsköpun. „Með þessu erum við að segja að við ætlum að veðja á þau sóknartæki­ færi sem við teljum að liggi í þekk­ ingargeiranum og nýsköpunargeir­ anum,“ sagði Katrín. Verður komið á fót nýjum mat­ vælasjóði með 500 milljóna fram­ lagi til þess að tryggja matvælaör­ yggi landsins og að listamannalaun yrðu aukin um 250 milljónir. kristinnhaukur@frettabladid.is ✿ Helstu tölur úr öðrum aðgerðarpakka Bjarni kynnti stuðning við einkafyrirtæki. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 2 . A P R Í L 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.