Fréttablaðið - 22.04.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.04.2020, Blaðsíða 11
Okkur Íslendingum hefur gengið nokkuð illa að vinna ú r ý msum ef tir málum banka hrunsins sem varð hér fyrir rétt rúmum áratug. Allerfitt hefur reynst að safna saman upplýs ing­ um um margt það sem þá gerð ist. Núverandi stjórnvöld hafa geng­ ið nokkuð ákveðið fram í við leitni sinni til að fela mál í leyndar hjúpi. Sum gögn hafa ver ið læst inni til ára­ tuga, önnur er erfitt að nálgast og ýmist borið við bankaleynd eins og í tilfelli Eignarhaldsfélags Seðlabank­ ans og Lindarhvols, persónuvernd líkt og með sölu fullnustueigna Íbúða lánasjóðs (nú HMS), ellegar að um viðskiptaleyndarmál sé að ræða eins og um málefni Landsvirkjunar. Ein af fremstu skyldum Alþingis og þar með alþingismanna er að sinna eftirlitsskyldu með fram­ kvæmda valdinu og stofnun um ríkis­ ins. Þingmenn hafa eink um þrjár leiðir til að vekja athygli á málum og/eða kalla eftir upp lýs ingum um þau. Það er með fyrir spurnum, með því að biðja um sérstaka umræðu um tiltekið mál eða vekja máls á þeim undir dagskrárliðnum „Störf þingsins“. Í nokkur ár hefur pistil­ ritari gert nokkrar tilraunir til að fá fram upplýsingar um tiltekin mál. Það hefur gengið misilla og mjög hægt. Mig langar hér að greina frá fyrirspurnum um eitt ákveðið efni – sölu fullnustueigna Íbúðalánasjóðs. Á árunum eftir hrun misstu þúsundir fjölskyldna húsnæði sitt í hendur fjármálastofnana. Þær eignir voru síðar seldar ýmist ein og ein eða í „kippum“. Fjöldi einstaklinga sem missti húsnæði sitt á þessum tíma hefur verið í sambandi við þingmenn þar á meðal þann sem ritar þennan pistil í von um að fá að vita hvað varð um eignir þeirra. Einnig í von um að geta aftur eignast þak yfir höfuðið. Engin frásögn sem pistilritari hefur heyrt frá þessum aðilum lætur mann ósnortinn. Ég sendi inn fyrstu fyrirspurn mína varðandi þetta mál snemma árs 2018. Ég fékk svar við hluta fyrir­ spurnarinnar rétt um ári síðar en vinnureglan er sú að fyrirspurnum þingmanna sé svarað innan hálfs mánaðar eða að beðið sé um frest til svara. Í þessu hlutasvari kom fram að um 4.600 íbúðir höfðu verið teknar af fólki af Íbúða lánasjóði á árunum 2010 til ársloka 2017. Fyrir þær höfðu verið greiddar um 57 milljarðar króna. Þegar ég óskaði frekari upp­ lýsinga, þ.e. hverjir hefðu keypt, var borið við persónuverndarsjónar­ miðum. Boðið var upp á að svar yrði sent Alþingi og þinginu látið eftir hvort það yrði birt. Eftir að hafa innt bæði félags­ og barnamálaráðherra svo og dómsmálaráðherra eftir upp­ lýsingum um kaupendur, sem eru NB opinberar upplýsingar og liggja fyrir í þinglýsingabókum, alls fimm sinnum á árunum 2018 og 2019 án þess að fá svör, leitaði ég liðsinnis forseta Alþingis og forsætisnefndar. Rétt er hér að þakka viðbrögð for­ seta Alþingis og starfsmanna þess við þeirri bón. Í framhaldi af því var unnið minn­ is blað af lögfræðisviði þings ins þar sem fram kemur að persónuverndar­ lög gilda ekki um Alþingi. Þar kemur einnig fram að Alþingi ritstýrir ekki svörum ráðherra við fyrirspurnum, svör in eru birt í Alþingistíðindum um leið og þau berast skv. þing­ skapa lögum. Að síðustu kemur fram í minnisblaðinu að svör þeirra tveggja ráðherra sem um ræðir við fyrirspurnum mínum standast hvorki þingskapalög né lög um ráð­ herraábyrgð. Svo langt var gengið að ráðherr­ arn ir skirrðust ekki við að brjóta þing skapalög og fara á svig við ráð­ herra ábyrgð til að viðhalda þögg un í málinu, en þetta hefur félags­ og barnamálaráðherra nú gert undan­ farin þrjú ár. Allt virðist lagt að veði til að koma í veg fyrir að opin­ berað verði hverjir gerðu sér veislu úr ógæfu annarra á árunum eftir hrun. Með rök minnisblaðs lögfræði­ sviðs Alþingis í farteskinu lagði ég fyrirspurn mína fram í sjöunda sinn nú í byrjun febrúar. Svar hef­ ur ekki borist en þegar ýtt var eft­ ir málinu nýlega var skyndilega beðið um ótímabundinn frest til að svara fyrirspurninni sem nú varðar upplýsingar um sölu fulln­ ustueigna Íbúðalánasjóðs (nú HBS) til síðustu áramóta. Enn er beðið svars og í ljósi reynslunnar virðist félags­ og barnamálaráðherra ætla að hanga á svarinu til þingloka en þá dettur fyrirspurnin upp fyrir og þarf að endurtaka hana á næsta þingi. Hvað er þá til ráða? Einfalda svarið er að hægt er að bera fram vantraust á ráðherra sem brýtur lög um ráðherraábyrgð. Hætt er við að meirihlutinn að baki viðkomandi slái um hann skjaldborg og felli van­ traustið. Færi svo tæki sami meiri­ hluti ábyrgð á lögbrotum viðkom­ andi ráðherra. Það yrði athyglis verð niðurstaða. Annar möguleiki er að stefna ráðherrunum fyrir dóm til að fá upplýsingarnar fram. Eitt er víst að einskis verður látið ófreistað til að fá niðurstöðu í þessu máli. Leyndarhyggja og laumuspil FRÉTTIR, FÓLK & MENNING á Hringbraut og hringbraut.is Fylgstu með! Dagskráin á Hringbraut ,,Umhyggjuhagkerfi er það sem við tökum út úr þessari kreppu,’’ segir Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra. Katrín er á einlægum nótum í viðtali hjá Ásdísi Olsen í þættinum Undir yfirborðið og notar orð eins og auðmýkt, mannúð, kvennasamstaða, gegnsæi, jafningjastjórnun, kvenorka og umhyggjuhagkerfi. Umræðuefni þáttarins er kvenna- samstaða og umhyggjuhagkerfi en auk Katrínar er rætt við Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur, jafnréttisfrömuð. Þátturinn er sýndur á Hringbraut kl. 20:00 í kvöld. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins Í framhaldi af því var unnið minnisblað af lögfræði- sviði þingsins þar sem fram kemur að persónuverndar- lög gilda ekki um Alþingi. Nú þegar Alþingi er með alla sína þingmenn starf hæfa og góðan fjarfundarbúnað ber því skylda til þess að afgreiða þingmál sem eru bein viðbrögð við faraldrinum (kölluð COVID­mál). Það höfum við gert og verið í líf leg­ um umræðum í þingsal um leið og við virðum sóttvarnir. Fundarskjáir vítt og breitt um húsnæði Alþingis tryggja að það gengur upp. Ávallt eru aðeins þeir í sal sem ræða mál eða hafa uppi andsvör (oftast 5­10 þingmenn). Aðrir fylgjast með og fjöldinn í þingsal alla jafna svipaður og þegar enginn er faraldurinn! Fjöldatakmörkun brast í fyrsta og eina skipti þegar nokkrum mönnum var ofaukið í þingsal 16. apríl. Þá átti að hefja þóf um fundar­ stjórn forseta en með öðrum orðum um dagskrá þingfundarins. Fimm þingmönnum var þar ofaukið, á þeirra ábyrgð. Ásakanir og feluleikur með raunverulegar ástæður upphlaups stjórnarandstöðunnar er rauna­ legur; orð um aðför að lýðræðinu alröng. Á dagskrá þingsins voru nokkur stjórnarmál, m.a. um hollustuhætti á vinnustöðum, sjúkratryggingar, stuðning við sprota­ og nýsköpunarfyrirtæki og framkvæmdasjóð ferðamanna, og samvinnuverkefni í vegagerð. Fyrir þeim átti ráðherra að mæla, þingmenn að ræða innihaldið, hafa uppi andsvör ef svo bæri undir, en málum svo vísað til þingnefnda sem nota fjarfundarbúnað. Flokkar stjórnarandstöðunnar virðast aftur á móti vilja hindra að löngu kunn stjórnarmál komist áleiðis í alllangt en brýnt vinnuferli. Bera fyrir sig sóttvarnir eða að mál séu „í ágrein­ ingi“. Hvað annað ætli gildi um flest stjórnarmál? Einna verst er þó orðræðan um að semja skuli um framlagningu stjórnarmála. Þau eru að öllu jöfnu í forgangi á þingdagskrá í þi ng bu nd nu lýðr æ ði . Að sjálfsögðu var gert samkomulag í upphaf i faraldursins um að COVID­mál hefðu forgang alla leið til atkvæðagreiðslu. En engin stjórnarandstaða getur svo krafist þess að auki, ef nægt rými er í tíma og rúmi, að þingstarf á borð við fyrstu umræðu um stjórnarmál og nefndastarf, sem oftast tekur vikur með hvert mál, leggist með öllu af. Á fimmtudaginn lágu engin hrein COVID­mál fyrir. Virðing fyrir þingbundnu lýðræði felst í að nýta ekki undantekningarástand (t.d. faraldur) til þess að halda aftur af reifun annarra þingmála og kleifri nefndavinnu, auk þess sem mörg fyrirliggjandi þingmál til fyrstu umræðu varða beinlínis atvinnu fólks, efnahagsmál og velferðina; varða viðbrögð við faraldrinum þegar allt kemur til alls! Hver eru rökin fyrir slíkum töfum? H r o l l k a l d u r t ö l v u p ó s t u r Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar 16 . apr íl , sem ha nn misst i greinilega úr höndum sér til annarra en flokksmanna, afhjúpar a n d l ý ð r æ ð i s l e g a p ó l i t í s k a aðferðafræði með þessum kjarna: Því f leiri óumdeild stjórnarmál sem andstaðan skemmir fyrir í núverandi ástandi, hvað sem gagnsemi þeirra líður, þeim mun betra fyrir mig og mína. Í póstinum af hjúpast gróf tilraun til að grafa undan þingbundnu lýðræði sem ekki má líða. Eru aðrir úr forystu stjórnarandstöðunnar samþykkir þessari aðferðafræði? Ég vona ekki, en það á eftir að koma í ljós. Svona virkar þingbundið lýðræði Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG En engin stjórnarandstaða getur svo krafist þess að auki, ef nægt rými er í tíma og rúmi, að þingstarf á borð við fyrstu umræðu um stjórnarmál og nefndastarf, sem oftast tekur vikur með hvert mál, leggist með öllu af. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 2 2 . A P R Í L 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.