Fréttablaðið - 22.04.2020, Page 14
Til að birta andláts-, útfarar- eða
þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að
senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055 .
Elsku móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Svana Sigtryggsdóttir
Syðri-Kárastöðum,
lést á Landspítalanum 19. apríl.
Vegna ástandsins í samfélaginu mun
útförin fara fram í kyrrþey.
Ólafía R. Ingólfsdóttir Jón Óskar Pétursson
Unnsteinn Fannar Ingólfsson
Jón Loftur Ingólfsson Elísa Sigríður Guðmundsdóttir
Guðbjörg Lilja Ingólfsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín,
móðir, tengdamóðir og amma,
Kristín Guðmundsdóttir
Strandvegi 1, Garðabæ,
lést á líknardeild
Landspítalans mánudaginn 13. apríl.
Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu mun
útför hennar fara fram í kyrrþey.
Valsteinn Víðir Guðjónsson
Þóra Björk Valsteinsdóttir Asimakis Tsoukalas
Valsteinn Konstantín Tsoukalas
Kristín Krisúla Tsoukala
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Sigurjón Guðjónsson
vélfræðingur,
Vorsabæ 8,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Fossvogi,
föstudaginn 17. apríl.
Magnea Helgadóttir
Ragna Jóna Sigurjónsdóttir Magnús Matthíasson
Helgi Sigurjónsson Freydís Ármannsdóttir
Ingibjörg Sigurjónsdóttir Grímur Þór Grétarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær systir okkar,
mágkona og frænka,
Sylvia Sveinsdóttir
frá Hveravík,
Hafnargötu 66, Keflavík,
lést á heimili sínu,
mánudaginn 20. apríl.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Alda Sveinsdóttir Valdimar Axelsson
Reynir Sveinsson
og frændsystkini.
Elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamamma, amma og langamma,
Helga Valtýsdóttir
Einilundi 6, Garðabæ,
lést þann 19. apríl á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu mun útförin fara fram í
kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ölduhrauns fyrir
hlýju og alúð við umönnun.
Björn Björnsson
Ásta María Jónasdóttir Hallgrímur Júlíusson
Sigríður Björnsdóttir Páll Ásmar Guðmundsson
Birna Björnsdóttir Anthony Mills
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
Hildur Björnsdóttir
lést þann 18. apríl í faðmi
fjölskyldunnar.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Með sérstökum þökkum til Heimahlynningarinnar á
Akureyri viljum við benda þeim sem vilja minnast hennar
á Heimahlynninguna og Krabbameinsfélag Akureyrar
og nágrennis.
Yngvi Hrafn Pétursson
Helena Guðlaug Bjarnadóttir
Inga Gerða Pétursdóttir
Jón Ágúst Guðmundsson
Jón Sigurbjörn Pétursson
og barnabörn.
Okkar ástkæra móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Margrét Sigurrós Ingvadóttir
lést á heimili sínu laugardaginn
18. apríl. Útför verður auglýst síðar.
Bára Mjöll Ágústsdóttir Helgi Magnús Baldvinsson
Jóna Vigdís Kristinsdóttir Stefán Þorvaldsson
Ómar Þór Ágústsson Margrét Rósa Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
Þóra Kristín Helga
Magnúsdóttir
Klettahlíð 18,
Hveragerði,
lést 18. apríl á hjúkrunarheimilinu
Fossheimum, Selfossi.
Útförin fer fram í kyrrþey. Minningarathöfn verður auglýst
síðar. Þeir sem vilja minnast hennar láti Fossheima njóta
þess. Starfsfólki Fossheima þökkum við sérstaklega góða
umönnun og hlýju.
Guðbrandur Valdimarsson
Magnús Jensson Ásta Guðleifsdóttir
Ólöf Ásbjörg Grissom David Grissom
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Sigurborg Skjaldberg
lést þann 16. apríl sl. á Landspítalanum.
Vegna aðstæðna verður eingöngu
nánasta fjölskylda viðstödd útförina sem
fram fer 30. apríl nk. en minningarathöfn
verður haldin síðar.
Baldur Snæhólm Einarsson
Katrín Snæhólm Baldursdóttir Ólafur Kristjánsson
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir
Davíð Snæhólm Baldursson Stella Ingibjörg Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir og afi,
Guðmundur Guðbrandsson
bóndi, Saurbæ, Vatnsdal,
lést 19. apríl. Útför mun fara fram í
kyrrþey en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Hollvinasamtök HSN á Blönduósi.
Starfsfólki HSN viljum við færa bestu þakkir fyrir góða
umönnun á liðnum árum.
Sigrún Grímsdóttir
börn, tengdabörn og barnabörn.
Ætli krían sé ekki nýjasti farfuglinn? Ég sá tvær þann 18. apríl og áðan voru milli tíu og tuttugu úti í Óslandi,
segir Brynjúlfur Brynjólfsson, fugla-
áhugamaður á Höfn, sem fylgist vel
með komu hinna vængjuðu sumar-
dvalargesta. Hann segir þá ekki alla
komna. „Einn og einn af hverri tegund
slæðist oft á undan, svo kemur megnið
á réttum tíma. Áttirnar hafa verið þeim
hagstæðar síðustu daga.“
Brynjúlfur, eða Binni, eins og hann er
kallaður, kveðst ferðast talsvert vegna
fuglaskoðunar. „Mest er ég á svæðinu
frá Jökulsárlóni í vestri að Starmýri í
Álftafirði í austri. Mikill hluti farfugl-
anna kemur inn á Suðausturlandið en
þá getum við miðað við að það nái frá
Djúpavogi að Vík. Við erum með GPS-
senda á grágæs, heiðagæs og helsingja
og þær tegundir taka strikið frá Bret-
landi beint í Hornafjörðinn, svo breyta
þær stefnunni, aðallega til vesturs.
Túnin í Flatey á Mýrum voru algerlega
þakin gæsum í gær.“
Binni er einn af stofnendum Fuglaat-
hugunarstöðvar Suðausturlands og það
er félagi hans, Björn Arnarson frá Reyni-
völlum líka. Binni segir þá félaga yfirleitt
hafa samband nokkrum sinnum á dag.
„Við skiptumst á að merkja fugla sem
við föngum fyrir Náttúrufræðistofnun
í rannsóknarskyni. Í gær náðum við
fimmtán þúsundasta skógarþrestinum
á rúmum fimmtán árum.“
Hvað um sjaldgæfa fugla? „Við fengum
einn í netið nýlega sem heitir grátitt-
lingur og er líkur þúfutittlingi. Tveir
kjarnbítar hafa verið hér í kring og ég sá
einn á Stafafelli í Lóni áðan. Sú tegund
sést æ oftar og gæti farið að verpa hér á
landi. Á túnum í Suðursveit eru líka tvær
sjaldgæfar gæsir, alaskagæs og kanada-
gæs. Báðar litlar.
Heldurðu að hrafninn sé farinn að
huga að hreiðurgerð? „Örugglega. Það
er einn að labba hér á girðingunni hjá
mér. Þeir eru tveir sem vita alveg hvar
fóðurdallurinn minn er.“
gun@frettabladid.is
Kjarnbítar kringum Höfn
Þó ferðamennina vanti þetta vorið halda farfuglarnir okkar vananum og flykkjast til
landsins þessa dagana. Brynjúlfur Brynjólfsson á Höfn er manna fróðastur um þá.
Brynjúlfur við sína uppáhaldsiðju – að fylgjast með fuglum. MYND/AÐSEND
Við erum með GPS-senda á
grágæs, heiðagæs og helsingja
og þær tegundir taka strikið frá
Bretlandi beint í Hornafjörðinn,
svo breyta þær stefnunni, aðal-
lega til vesturs.
2 2 . A P R Í L 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT