Fréttablaðið - 22.04.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.04.2020, Blaðsíða 18
Fasteignafélögin gætu tapað árlegum leigutekjum upp á samtals 1.440 milljónir króna til frambúðar vegna efnahagslegra áhrifa kórónafaraldursins. Þetta kemur fram í greiningu hagfræði- deildar Landsbankans sem lagði mat á hvað 25-30 prósenta lækkun félaganna á tímabilinu 17. janúar til 8. apríl, þýddi í væntingum til nýtingarhlutfalls og markaðsleigu næstu árin. Samkvæmt greiningunni, sem var birt í lok síðustu viku og Markaður- inn hefur undir höndum,  myndi nýtingarhlutfall lækka um 5-8 prósent á næstu tveimur árum og ná jafnvægi eftir þrjú ár. Nýting hjá Regin myndi lækka um fimm prósent en átta prósent hjá Reitum og Eik. Markaðsleiga myndi lækka að raunvirði um 6-7 prósent hjá Reitum og Eik en eingöngu tvö prósent hjá Regin. Í tilfelli Reita þýðir þetta að 770 milljóna króna leigutekjur, og þar með EBITDA, séu horfnar til frambúðar árið 2023. Í tilfelli Eikar eru það 470 milljónir en ein- göngu 200 millj ón ir hjá Regin. „Þetta er fyrir ut an tíma bundna læk k u n EBITDA á árun um 2020- 2022,“ segir í grein- ing unni. Í umfjöllun Mark- að ar ins í síðustu viku kom fram að f a s t eig n a félög i n hefðu styrkt lausa- f j á r s t ö ð u s í n a um meira en 13 millj arða króna miðað við stöðuna í byrjun árs og f y r r i á æ t l a n i r um arðgreiðslur og endu rk aup. Stjórn endur félaganna sögðust ekki hafa áhyggjur af því að skilmálar lánasamninga yrðu brotnir. Greinendur Landsbankans segja erfitt að meta hvort skilmálar í lánasamningum félaganna geti brotnað þar sem fasteignir félag- anna eru metnar á gangvirði og þar með út frá forsendum stjórnenda. Þeir benda hins vegar á að ef lækk- un á markaðsvirði félaganna á milli 17. janúar og 14. apríl yrði færð sem lækkun á bókfærðu virði fast- eigna myndi eiginfjárhlutfallið ná niður í 25 prósent og lánaþekjan vera mjög nærri 70 prósentum. Það eru fjárhagslegu viðmiðin í lánasamningunum. Þá er bent á að virði fermetra Reg- ins sé hærra en hinna félaganna. „Markaðurinn metur virði Reg- ins einnig hærra enda heild ar virði á fermetra 12-13 prós ent um hærra hjá Regin en hinum fasteignafélögun- um. Ástæðan ligg ur í töluvert hærri væntingum um leiguverð á fermetra í framtíðinni,“ segir í greiningunni. Heilvirði á fermetra er 307 þúsund krónur hjá Regin samanborið við um 270 þúsund krónur hjá hinum félögunum. Skuldir á fer metra eru einnig hæst ar hjá Regin. Þær eru 220 þús- und krónur saman- borið við um 195 þúsund hjá Reitum og Eik.  Vegnir m e ð a l v e x t i r óverð tr yg gðra skulda eru hæst - i r hjá Reg in ásamt því að afborgunarferill lána er fram- þyngri en hjá hinum félögun- um. Þá er Reginn með hæst hlut- fall bankalána. – þfh Gætu orðið árlega af 1.440 milljónum í leigutekjur Álver Rio Tinto í Straumsvík framleiddi 45 þúsund tonn af áli á fyrstu þremur mánuð- um ársins, samkvæmt framleiðslu- tölum sem námu- og álrisinn birti í liðinni viku, og dróst framleiðslan saman um tæp 13,5 prósent frá sama tíma í fyrra. Er framleiðsluminnkunin í sam- ræmi við þá ákvörðun stjórnenda Rio Tinto að draga úr framleiðslu ársins í 85 prósent af af kastagetu álversins. Miðað við framleiðslu álversins á fyrsta fjórðungi ársins má ætla að það muni skila um 180 þúsund tonnum af áli á árinu. Til saman- burðar var framleiðslan 212 þúsund tonn árið 2018 og 184 þúsund tonn í fyrra en eins og kunnugt er þurfti á síðasta ári að slökkva á einum af þremur kerskálum álversins eftir að ljósbogi myndaðist þar. Rio Tinto vinnur um þessar mundir að endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík í því augna- miði að meta rekstrarhæfi þess og leita leiða til þess að bæta sam- keppnisstöðu þess eftir taprekstur síðustu ára. Félagið hefur sagt að allar leiðir verði skoðaðar og þar á meðal frekari framleiðsluminnkun og mögulega lokun álversins. Er gert ráð fyrir að vinnunni ljúki á fyrri helmingi ársins. Landsvirkjun hefur sagt að hún verði af um tuttugu milljón dala tekjum vegna samdráttarins í fram- leiðslu álvers Rio Tinto en álverið er annar stærsti kaupandi raforku af orkufyrirtækinu. – kij Framleiðslan minnkaði um 13 prósent MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is 184 þúsund tonn af áli var fram- leiðsla álversins í Straums- vík í fyrra. 82 milljónir dala var upphafleg fjárfesting lífeyrissjóðanna og Íslandsbanka í PCC. Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 PREN TU N .IS • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is Fimm íslenskir lífeyris-sjóðir, sem fara með meirihluta hlutafjár í Bakkastakka, félagi sem heldur utan um millj-arða króna fjárfestingu þeirra í kísilverinu PCC á Bakka við Húsavík, hafa lækkað mat sitt á virði hlutafjár sjóðanna í kísilver- inu um á bilinu 75 til 100 prósent. Þá hefur Íslandsbanki, næststærsti hluthafi Bakkastakks með rúmlega 18 prósenta hlut, sömuleiðis fært eign sína „töluvert niður“ en í svari til Markaðarins segist bankinn ekki vilja gefa upp um hversu mikið. Samtals hafa lífeyrissjóðirnir, ásamt Íslandsbanka, fært niður hlutafé sitt í PCC um liðlega tvo milljarða en þeir lögðu Bakk- astakka upphaf lega til nærri 2,5 milljarða í hlutafé 2015. Við það eignaðist félagið 13,5 prósenta hlut en þýska fyrirtækið PCC SE fer með 86,5 prósenta hlut í kísilverinu. Varúðarniðurfærslur sjóðanna – Gildi, Stapi, Birta, Frjálsi og Almenni – koma til vegna mikillar óvissu um starfsemi kísilversins, að minnsta kosti til skemmri tíma. Tafir og erfiðar aðstæður á hrávöru- mörkuðum hafa einkennt starf- semina frá því að verksmiðjan var formlega gangsett í maí 2018. Í lok mars náðist samkomulag við lán- veitendur og hluthafa um fjárhags- lega endurskipulagningu í því skyni að bæta bágborna lausafjárstöðu PCC. Veittur var frestur á greiðslu vaxta og af borgana og þá setti PCC SE um 40 milljónir Bandaríkja- dala, jafnvirði 5,8 milljarða króna, í reksturinn í formi hluthafaláns. Lífeyrissjóðurinn Gildi, stærsti hluthafi Bakkastakks með 19,4 pró- senta hlut, metur eignarhlut sinn í kísilverinu í árslok 2019 á 56 millj- ónir króna, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi. Hefur virði eignarhlutarins þannig verið fært niður um nærri 500 milljónir miðað við kostnaðarverð hans, eða um liðlega 90 prósent. Þá hefur Stapi lífeyrissjóður lækkað virði hluta- fjár síns um 85 prósent og er 15 pró- senta hlutur sjóðsins í Bakkastakk nú metinn á 58 milljónir. Sama á við um Almenna lífeyrissjóðinn, sem er sjötti stærsti hluthafi Bakk- astakks með um fimm prósenta hlut, en sjóðurinn hefur fært niður verðmæti hlutarins um 75 prósent, samkvæmt ársreikningi síðasta árs. Birta lífeyrissjóður hefur hins vegar ákveðið að færa hlutafé sitt niður um 100 prósent, að því er fram kemur í skrif legu svari til Markaðarins. Hlutur Birtu í Bakk- astakka nemur um ellefu pró- sentum og var hann áður metinn á um 300 milljónir króna. Þá hefur Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem er fimmti stærsti fjárfestirinn í félag- inu, sem heldur utan um eignarhlut sjóðanna og Íslandsbanka í kísilver- inu á Bakka, lækkað verðmat sitt á virði hlutafjárins í Bakkastakka um 99 prósent, að því er segir í svari sjóðsins til Markaðarins. Ólafur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Birtu, segir að ákvörðun um að færa hlutafé sjóðsins alveg niður í núll hafi komið til vegna þess að rekstur kísilversins sé háður það mikilli óvissu til skemmri tíma. Gunnar Baldvinsson, fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyris- sjóðsins, tekur í sama streng í sam- tali við Markaðinn. „Okkur þótti ekki annað verjandi en að vera með varúðarniðurfærslu í ljósi óviss- unnar,“ útskýrir hann, en segir að sjóðurinn líti samt enn á verkefnið sem „ágætis fjárfestingu“. Auk þess að leggja kísilverinu PCC til hlutafé á sínum tíma þá fjár- festu íslensku lífeyrissjóðirnir og Íslandsbanki sömuleiðis í víkjandi breytanlegu skuldabréfi að fjár- hæð 62,5 milljónir dala, jafnvirði níu milljarða króna á núverandi gengi. Samkvæmt svari Frjálsa þá var ákveðið að færa niður virði skuldabréfsins um 46 prósent í árslok 2019 – það var áður metið á um 912 milljónir í bókum sjóðsins – en aðrir lífeyrissjóður hafa f lest- ir hverjir, meðal annars Birta og Almenni, ekki fært niður verðmat sitt á skuldabréfinu. Hins vegar eru sjóðirnir ekki að meta inn vaxta- greiðslur af bréfinu, sem ber árlega 8,5 prósent vexti, en sem fyrr segir náðist samkomulag um að veita kísilverinu frest á þeim greiðslum. hordur@frettabladid.is Færa niður hlutafé í PCC um tvo milljarða  Lífeyrissjóðir, ásamt Íslandsbanka, lækka virði hlutafjár síns í kísilverinu um allt að 100 prósent. Óvissa um starfsemina og erfiðar aðstæður á mörkuðum. Frjálsi færði niður verðmat sitt á breytanlegu skuldabréfi um 400 milljónir.   Árleg framleiðsla kísilvers PCC á Bakka við Húsavík átti að nema um 32 þúsund tonnum. 2 2 . A P R Í L 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.