Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.04.2020, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 22.04.2020, Qupperneq 20
Það er óheppilegt að viðskiptavaktir bankanna hafi minnkað verulega og verðbilið þannig aukist í aðdrag- anda áfallsins. Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur í eignastýringu Kviku Kristinn Ingi Jónsson kristinningi@frettabladid.is ✿ Vikuleg velta á hlutabréfamarkaði það sem af er ári 70 milljarðar 60 50 40 30 20 10 16151413121110987654321 VIÐ ERUM TIL STAÐAR FYRIR ÞIG Hjá fyrirtækjaþjónustu A4 starfa reynslumiklir söluráðgjafar sem veita faglega og persónulega ráðgjöf er varðar innkaup á rekstrar- og skrifstofuvörum. Gott samband við viðskiptavini er mikilvægasti hlekkurinnn og á þessum tímum þegar söluráðgjafar fara ekki í heimsóknir er tilefni til þess að minna á nýju vefverslunina, A4.is. • Hafðu samband við okkur til að tryggja að ykkur vanti aldrei skrifstofuvörur. • Þú getur pantað á A4.is eða haft samband við söluráðgjafa í síma 580 0000 / panta@a4.is. • Við sjáum um að afgreiða og koma með vörurnar til þín, þú sparar bæði tíma og fyrirhöfn. 2019 - 2022 2018 2019 A4 er aðili að eftirfarandi samningum • Samningur við Reykjavíkurborg um skrifstofuvörur og prenthylki. • Samningur við Ríkiskaup um skrifstofuvörur og prenthylki. Verulega hefur dregið úr veltu á hlutabréfa-markaði á allra síð-ustu vikum og þrátt fyrir að hafa farið minnkandi nemur munur á kaup- og sölutilboðum í hlutabréf margra skráðra félaga enn nokkrum prósentum í sumum tilfellum. Minni umsvif af hálfu bankanna sem viðskiptavaka skýra að hluta minni veltu og seljanleika á markaðinum að mati nokkurra við- mælenda Markaðarins á fjármála- markaði og innan skráðra félaga. „Vakarnir voru f ljótir að hverfa þegar á reyndi,“ segir stjórnandi hjá skráðu félagi í samtali við blaðið. „Einhvern tímann þurfa þeir að fá aftur kjarkinn til þess að sinna þessari þjónustu,“ bætir annar stjórnandi við. Brotthvarf erlendra og skuld- settra fjárfesta af markaðinum er auk þess ekki sagt hafa bætt úr skák. Umfang viðskiptavakta bank- anna, sem gegna því hlutverki að stuðla að góðri verðmyndun og seljanleika á markaði með því að leggja á hverjum tíma fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf skráðra félaga, hafði þegar minnkað áður en hluta- bréfamarkaðurinn tók dýfu vegna kórónaveirunnar í seinni hluta febrúar. Í kjölfar þess að vakarnir nýttu sér um miðjan síðasta mánuð heim- ild til þess að víkja frá skilyrðum samninga sinna við skráð félög um verðbil og fjárhæðir – vegna óvið- ráðanlegra aðstæðna – hafa þeir lítið beitt sér á markaði að sögn þeirra sem þekkja til stöðu mála. „Það er óheppilegt að viðskipta- vaktir bankanna hafi minnkað verulega og verðbilið þannig aukist í aðdraganda áfallsins. Það leiðir til þess að verðsveiflur verða meiri og öfgakenndari en annars,“ segir Egg- ert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur í eignastýringu Kviku. Hann nefnir einnig að kvikir og skuldsettir fjárfestar og erlendir fjárfestingarsjóðir hafi jafnframt minnkað umsvif sín á hlutabréfa- markaðinum á meðan lífeyrissjóðir, sem séu langtímafjárfestar og hreyfi sig í eðli sínu minna, hafi aukið við sinn hlut. Það geti til viðbótar haft áhrif á seljanleika á markaðinum. Til marks um hve lítill seljanleiki hefur verið á hlutabréfamarkað- inum á undanförnum vikum hefur munurinn á kaup- og sölutilboðum í hlutabréf sumra félaga verið á milli sex og átta prósent í einhverjum til- fellum. Munurinn hefur þó almennt farið minnkandi að undanförnu. Til samanburðar er í mörgum samningum um viðskiptavakt í skráðum félögum gert ráð fyrir að hámarksmunur á kaup- og sölu- tilboðum viðskiptavaka sé undir venjulegum kringumstæðum 1,5 prósent. Ek k i l ig g u r f y r i r hvenær viðskiptavakarnir munu meta aðstæður svo að þeir geti hafið á nýjan leik eðlilega viðskiptavakt með hlutabréf. Á meðan sumir viðmælendur Markaðarins benda á að eftir verðhækkanir síðustu vikna sé hlutabréfamarkaðurinn í betra jafnvægi en þegar vakarnir viku frá skilyrðum samninga sinna um miðjan mars, nefna aðrir að enn vofi mikil óvissa yfir markaðinum með tilheyrandi verðsveif lum frá degi til dags. Einn stjórnandi hjá skráðu félagi nefnir að félögin geti lítið gert. Ef þau færu að þrýsta á viðskiptavak- ana að hefja aftur viðskiptavakt - í ljósi þess að aðstæður frá því í mars hafi breyst - eigi þau á hættu að vakarnir segi hreinlega upp samn- ingum við þau. Eins og áður sagði endursömdu mörg félög á fyrstu mánuðum ársins við bankana um að draga úr umfangi viðskiptavakta eftir að bankarnir hækkuðu verð sitt á umræddri þjónustu. Í einhverjum tilfellum var viðskiptavökum fækkað og vaktirnar minnkaðar. Staðan orðin heilbrigðari Valdimar Ármann, í markaðs við- skiptum Arctica Finance, nefnir að staða hlutabréfa markaðar ins sé orðin heilbrigðari en í lækkunar- hrinunni í febrúar og mars. „ M a rk aðu r i n n he f u r n áð meira jafnvægi að því leyti að hreyfingarnar á honum eru ekki eins öfgakenndar frá degi til dags og við sáum í síðasta mánuði. Fjárfestum gefst nú meira tóm til þess að greina stöðu fyrirtækja og leggja mat á hvernig þau munu standa að óvissutímabilinu loknu,“ segir hann. Í hremmingum hlutabréfa mark- aðarins í febrúar og mars hafi verð- myndun félaga ekki endur spegl að í öllum tilfellum sýn fjár festa á rekst- ur þeirra. Veðköll og inn lausnir, auk fleiri þátta, hafi haft sitt að segja. Það hafi sýnt sig í miklum verðsveiflum á milli daga. Nú sé spurningin hins vegar sú hvort það verði nægilegt f læði á markaðinum til þess að viðhalda skilvirkri verðmyndun. Í því sam- bandi bendir hann á að veltan á hluta bréfamarkaði síðustu tvær vikur hafi verið í kringum níu millj- arð ar króna hvora viku, en áður hafi vikuleg velta verið á bilinu 12 til 68 milljarðar króna það sem af var ári. Eggert Þór segir mikinn viðsnún- ing hafa verið á mörkuðum um all an heim frá því að þeir náðu botni í seinni hluta síðasta mánað- ar. Íslenski markaðurinn sé þar ekki undanskilinn en sum félög hafi hækkað um meira en tuttugu prósent frá lægstu gildum. „Á meðan rekja má viðsnún ing inn á erlendum mörkuð um að stórum hluta til innspýtingar að gerða af hálfu seðlabanka og stjórn valda,“ útskýrir hann, „höfðu hérlendir lífeyrissjóðir, sem komu mjög sterkir inn á hlutabréfa markaðinn í mars, mikil áhrif til hækkunar hér. Þeir hafa að miklu leyti tekið við flæðinu frá erlendum sjóðum og gíruðum fjárfestum. Í raun má segja að sjóðirnir séu aftur komnir í eins konar höft, enda hafa þeir úr færri fjárfest ing ar- kostum að velja um þessar mundir. Það er því ekki óeðlilegt að þeir beini sjónum sínum í aukn um mæli að innlenda hluta bréfa markaðinum. Og áhrifin verða auðvitað mikil þegar stórir fjár festar fara að hreyfa sig á mark aði sem samanstendur af fáum fyrir tækjum. Hættan er alltaf fyrir hendi að það geti myndast eignabóla þegar svona sterkir kraftar verka í aðeins aðra áttina,“ segir Eggert Þór. Markaðurinn sé grunnur og því þurfi lítið til þess að hreyfa við honum. Stuðlað að minni veltu og seljanleika Minni umsvif viðskiptavakta bankanna skýra að hluta minni seljanleika á hlutabréfamarkaði. Brotthvarf erlendra sjóða og skuld- settra fjárfesta bætir ekki úr skák. Munur á kaup- og sölutilboðum hefur numið allt að sex til átta prósentum en fer þó minnkandi. Hlutabréfamarkaðurinn hefur hækkað um nærri átján prósent frá því að hann náði botninum í seinni hluta mars. Gengi bréfa í sumum félögum hefur á þeim tíma rokið upp um hátt í þrjátíu prósent. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 2 . A P R Í L 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.