Fréttablaðið - 22.04.2020, Síða 23

Fréttablaðið - 22.04.2020, Síða 23
Við erum að nýta þau úrræði sem stjórnvöld hafa boðið upp á eins og hlutastarfaleiðina Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Fa t a f r a m l e i ð a n d i n n 66°Norður tapaði 219 milljón um króna í fyrra. Árið áður nam tapið 445 milljónum króna. Rekstraraf koma fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var neikvæð um 13 milljónir árið 2019 en áður var um að ræða 100 milljón króna hagnað á þeim mælikvarða. Tek jur nar juk ust um þr jú prósent á milli ára og námu 4,6 milljörðum króna. Fram kemur í tilkynningu að rekstrarkostnaður hafi hækkað um 3,6 prósent á árinu og launakostnaður vegi þungt sem hækkaði um 11,5 prósent í fyrra. „Reksturinn stendur traustum fótum,“ segir Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri fyrirtækisins. „Félagið er ekki skuldsett en af koma stóðst ekki væntingar. Tekjur voru lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir og kostnaður hærri, sérstaklega launakostnaður sem hækkaði umtalsvert og hefur aukist frá 2016 um 49 prósent. Við fundum einnig fyrir sam­ drætti í sölutekjum í kjölfar falls f lugfélagsins WOW air en þær minnkuðu verulega á öðrum árs­ fjórðungi vegna þessa. Það vegur hins vegar upp á móti að tryggð Íslendinga við vörumerki 66°Norður skilaði sér í mjög góðri sölu á fjórða ársfjórðungi ásamt því að mikil aukning varð í veltu félagsins í gegn­ um vefsíðu félagsins.“ Helgi Rúnar segir í samtali við Markaðinn að áhrifin af falli f lug­ félagsins á rekstur 66°Norður hafi verið tvíþætt. Annars vegar hafi ferðamönnunum fækkað og hins vegar hafi fólk sem búi hér misst vinnuna. „Það á ekki einungis við um starfsmenn WOW air heldur fjölda af leiddra starfa. Við það minnk aði kaupgeta þeirra sem misstu vinnuna og það hefur áhrif á verslunina.“ Hann segir erfitt að svara því hvern ig reksturinn muni ganga á árinu vegna kórónaveirunnar. „Við erum að nýta þau úrræði sem stjórnvöld hafa boðið upp á eins og hlutastarfaleiðina,“ segir hann. Fyrirtækið reki tíu verslanir hér­ lendis og þremur hafi verið lokað tímabundið. „Þær afla ekki tekna,“ segir hann og nefnir að enginn rekstur geti staðið undir því til lengri tíma að greiða 25 prósenta launakostnað og húsaleigu að fullu án tekna. „Við erum með starfsemi í öðrum löndum og þar hefur fyrirtækjum verið hjálpað við að takast á við fast an kostnað eins og til dæmis húsaleigu,“ segir Helgi Rúnar. Hjá 66°Norður starfa um 400 manns í fjórum löndum. Fyrirtækið rekur auk tíu verslana á Íslandi tvær í Kaupmannahöfn, saumastofu í Lettlandi og skrifstofu í Bretlandi. Breyttir reikningsskilastaðlar setja mark sitt á ársreikninginn. Ársreikningurinn sýnir EBITDA­ hagnað upp á ríf lega 335 milljón­ ir króna því horft er fram hjá leigugreiðslum með nýju aðferð­ inni. Að sama skapi lækkar eigin­ fjár hlutfallið úr 73 prósentum, sam­ kvæmt eldri aðferðinni, í 45 prós ent vegna annarrar nálgunar þar sem litið er á leigusamninga sem skuld­ bindingu. „Breytt framsetning hefur enga raunverulega þýðingu. Félagið er hvorki veikara né sterkara fyrir vikið,“ segir Helgi Rúnar. Fjár fest ingar sjóður inn Mous se Partners, sem stýrt er af fjöl skyld­ unni sem á tísku húsið Chanel, festi kaup á tæp lega helm ings hlut í Sjó­ klæðagerðinni 66°Norður fyr ir lið­ lega 30 millj ón ir evra, eða um fjóra millj arða ís lenskra króna, sumar ið 2018, eins og Markaðurinn sagði frá á þeim tíma. 66°Norður mætir óskuldsett í kreppu Fataframleiðandinn tapaði 219 milljónum króna í fyrra. Tekjur voru lægri en gert var ráð fyrir og kostnaður hærri. Launakostnaður jókst um tólf prósent í fyrra. Hann hefur aukist um 49 prósent frá árinu 2016. Erlendis fæst aðstoð við að greiða fastan kostnað. Hjónin Helgi Rúnar Óskarsson forstjóri og Bjarney Harðardóttir markaðs- stjóri eiga rúmlega helming í 66°Norður og annast reksturinn. 7M I Ð V I K U D A G U R 2 2 . A P R Í L 2 0 2 0 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.