Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.04.2020, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 22.04.2020, Qupperneq 30
Skotsilfur Sögulegt verðhrun á bandarískri hráolíu Verð á bandarískri hráolíu, West Texas Intermediate, sem er til afhendingar í næsta mánuði hrundi á mánudag og varð neikvætt í fyrsta sinn í sög- unni. Sökum kórónafaraldursins hefur eftirspurn eftir olíu nær þurrkast upp á sama tíma og olíutankar víða í Bandaríkjunum eru að fyllast. MYND/AFP Þessa mánuðina eru all-f lest lönd í heiminum að ganga í gegnum kreppu. Alþjóðagjald-eyrissjóðurinn spáir því að verg landsfram- leiðsla dragist saman um 6,6% í Evr- ópu og 7,2% á Íslandi á árinu 2020 og aukist um 4,5% í Evrópu og 6% á Íslandi á árinu 2021. Til að stuðla að sem mestum bata er mikilvægt að stjórnvöld beiti öllum þeim tækjum sem þau búa yfir á skyn- saman hátt, og hafi jafnframt í huga hvaða aðgerðir hafa reynst illa við að styrkja efnahagslífið og velferð almennings í kreppum. Verndarstefna dýrkeypt Í kreppum kemur iðulega upp sú umræða að vernda þurfi innlenda atvinnustarfsemi til að halda fyrir- tækjum í rekstri og fólki í vinnu. Reynslan hefur hins vegar sýnt að verndarstefna er slæm leið til þess. Að loka markaði af frá utanaðkom- andi samkeppni gerir fyrirtækjum kleift að hækka verð, minnka fram- leiðslu og vanrækja vöruþróun sem leiðir að lokum til enn dýpri og lengri kreppu. Í því samhengi má nefna að það hefur verið metið að framleiðni myndi lækka um 13% ef gripið yrði til þess ráðs að stöðva viðskipti á milli Evrópusambands- ríkjanna, s.s. vegna verndarstefnu. Kreppan mikla Í kreppunni miklu sannfærðu iðnjöfrar Roosevelt forseta um að nauðsynlegt væri að draga úr sam- keppniseftirliti og auka samstarf fyrirtækja. Áhrif þessa hafa m.a. verið metin svo að heildsöluverð hafi verið 24% hærra en ella árið 1935 vegna breytinganna. Breyt- ingarnar, ásamt kröfum um að laun ættu einnig að vera yfir markaðs- verði, eru taldar hafa leitt til 25% meira atvinnuleysis og að kreppan hafi staðið yfir allt að sjö árum lengur en ella. Árið 1938 breyttu bandarísk yfirvöld um stefnu og lögðu áherslu á að samkeppni og beiting samkeppnisreglna væri nauðsynleg til þess að tryggja efnahagslegar framfarir og velferð almennings. Bati sem hófst í banda- rísku efnahagslífi í framhaldinu hefur verið rakinn til þessa. Óeðlileg forgjöf Sem v iðbrögð v ið núverandi kreppu eru stjórnvöld í þeim löndum, sem hafa færi á, að grípa til ýmissa aðgerða til þess að styðja fólk og fyrirtæki. Til að tryggja að sá stuðningur raski ekki samkeppni þurfa ríki á Evrópska efnahags- svæðinu að fylgja regluverki um ríkisstuðning. Þrátt fyrir að stuðn- ingurinn uppfylli hið evrópska regluverk verða íslensk stjórnvöld að gæta þess að stuðningurinn og útfærsla hans sé með þeim hætti að hann veiti hvorki einstökum fyrir- tækjum né atvinnugreinum óeðli- lega forgjöf. Leiðin áfram Á undanförnum áratug tókst í slen sk u m st jór nvöldu m að mörgu leyti vel til í viðbrögðum sínum við f jármálakreppunni sem hófst á árinu 2008. Ekki var farin sú leið að vernda innlenda markaði heldur hafa tollar verið afnumdir og lækkaðir auk þess sem samkeppnislögin voru styrkt árið 2011. Þá voru íslensk stjórnvöld einbeitt í því að nema úr gildi gjaldeyrishöft og krefjast þess að endurreist fjármálafyrirtæki virtu kröfur samkeppnislaga. Þessu til viðbótar hefur atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, í samstarfi við Samkeppniseftirlitið, haft umsjón með matsverkefni OECD sem miðar að því að greina og meta regluverk með tilliti til þess hvort það hamli samkeppni, og koma auga á leiðir til úrbóta. Til að styrkja íslenskt efnahags- líf og velferð almennings til fram- tíðar er mikilvægt að stjórnvöld haldi áfram að opna markaði, betrumbæta regluverk og tryggja að umgjörð íslenskra samkeppnis- yfirvalda veiti þeim svigrúm til þess að ef la virka samkeppni. Jafnframt ber að huga að því við útfærslu ríkisstuðnings að ávallt sé valin sú leið sem raskar samkeppni hvað minnst, fyrirtækjum sé ekki mismunað með ómálefnalegum hætti, fyrirtæki nýti sér ekki ríkis- stuðning til samkeppnishamlandi uppkaupa á keppinautum, eignir séu seldar með gagnsæjum hætti við endurskipulagningu fyrirtækja, spornað sé við óæskilegum stjórn- unar- og eignatengslum og svigrúm til að ef la samkeppni verði nýtt. Framangreindar aðgerðir munu tryggja hvað best velsæld hér á landi til lengri tíma. Samkeppni í kreppum  Valur Þráinsson aðalhagfræðing- ur Samkeppnis- eftirlitsins Tekjulausir mánuðir og full-komin óvissa um framvindu móta er tæplega nokkuð sem félögin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu höfðu búið sig undir. Að ýmsu er að keppa í deildinni og það kostar skildinginn. Það er dýrt að keppa um titilinn, sæti í Evrópu- keppni eða að forðast fall niður um deild og því eru félögin yfirleitt rekin rétt við núllið. Hjá mörgum þeirra má lítið út af bregða í rekstr- inum og það ástand sem nú ríkir vekur eðlilega upp spurningar um afdrif einstakra liða. Eins og svo oft áður eru þó ekki allir jafnir. City og United frá Man- chester, Arsenal og Tottenham hafa sem dæmi borð fyrir báru sem West Ham skorti og því hafa eigendur Hamranna neyðst til að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til að halda liðinu á floti næstu vikurnar. Þar sem um tímabundið ástand er að ræða er stóra verkefnið, rétt eins og hvað atvinnulífið hér heima varðar, að fleyta liðunum í gegnum klandrið meðan á því stendur og lágmarka skaðann. En þar sem alls er óvíst hve lengi ástandið varir og til hvaða mótvægisaðgerða verður gripið af hálfu knattspyrnusam- banda freista úrvalsdeildarliðin þess nú að lágmarka útgjöld og hámarka tekjurnar. Hvað útgjöldin varðar snýst allt um launagreiðslur, sem nema um 2/3 hlutum veltu að meðaltali en allt að 85% hjá sumum. Ekkert varð úr tilraun til að samræma frestun eða lækkun launa en fæst félögin munu, án umtalsverðrar aðstoðar, bera núverandi launakostnað nema um skamma hríð. Formaður Burnley hefur sem dæmi sagt félag- ið stefna í greiðsluþrot síðsumars ef ekkert verður að gert. Sjón- varpsútsendingar skila félögunum að meðaltali helmingi tekna og allt að 80% hjá minni félögunum. Til að samningar standi má reikna með að ljúka þurfi þeim umferðum sem eftir eru án þess að stytta þurfi næsta tímabil. Á þessum tímapunkti er óþægi- lega mikið um spurningar og allt of fátt um svör. Meðal þess sem við getum þó spurt okkur er hvort félögum þessarar vinsælustu knatt- spyrnudeildar heims verði hrein- lega leyft að fara meidd af velli eftir þessa tveggja fóta tæklingu. Ætli það sé nú ekki líklegra að þeim verði tjaslað saman og haldið inn á þó sum þeirra verði með rifna buddu. Eru uppáhaldsliðin okkar nokkuð í hættu?   Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka Hvað tefur? Rétt tæplega mán- uður er liðinn frá því að Seðla- banki Íslands, undir stjórn Ásgeirs Jóns- sonar, tilkynnti að bankinn myndi fylgja í fótspor seðlabanka beggja vegna Atlantsála með því að hefja bein kaup á skuldabréfum ríkissjóðs á eftirmarkaði. Þannig á að koma í veg fyrir að aukin ríkisútgjöld hækki langtímavexti. Engin skuldabréf hafa enn verið keypt en í millitíðinni hafa Lánamál ríkisins boðið út tölu- vert magn ríkisskuldabréfa. Margir á markaði eru byrjaðir að furða sig á seinaganginum og velta fyrir sér hvað geti verið að tefja þessa mikil- vægu aðgerð. Hvað er svona flókið? Sjálfsblekking Bogi Nils Boga- son, forstjóri Icelandair, vinnur nú að því ásamt stjórnendateymi sínu að tryggja rekstur félagsins til framtíðar. Fyrirhugað er að sækja aukið fé til fjárfesta en forsenda þess að það takist er að samið verði um verulega lækkun launakostnaðar. Í því ljósi vekja furðu yfirlýsingar flugstétta, meðal annars Flugfreyjufélagsins, um að þær muni ekki taka á sig launaskerð- ingar. Á tímum sögulegs atvinnu- leysis – þegar starfsemi Icelandair er í lamasessi – kemur slíkt tal ekki heim og saman við veruleikann. Stóru málin Kolbeinn Óttarsson Proppé, þing- maður VG, hefur lengi verið talsmaður þess að ríkið hafi tögl og haldir í fjármálakerfinu. Ef þingmaðurinn næði sínu fram myndi ríkið reka samfélagsbanka, stofna fjárfestingabanka loftslagsins og kasta arðsemiskröfunni út í hafsauga. Kolbeinn skrifaði nýlega pistil þar sem hann talar fyrir því að ríkið festi kaup á „einkafyrirtækinu“ Auðkenni, sem gefur út rafræn skilríki. Nú er lag að skoða það af fullri alvöru, skrifar þingmaðurinn. Ríkisbankarnir tveir fara saman með helmingshlut í Auðkenni. Fyrir- tækinu verður í besta falli lýst sem hálfgerðu einkafyrirtæki. Og brýnni mál hljóta að vera á dagskrá. Sjónvarpsútsend- ingar skila félög- unum að meðaltali helmingi tekna og allt að 80% hjá minni félögunum. 2 2 . A P R Í L 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.