Fréttablaðið - 22.04.2020, Síða 32
21.04.2020
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 22. apríl 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
SKOÐUN
Krísur geta haft varan-legar pólitískar afleiðingar. Merki þess birtust í gær
þegar tilkynnt var að Þjóðar-
öryggisráð hefði ákveðið að koma
á fót vinnuhópi til að kortleggja
birtingarmyndir og umfang
upplýsingaóreiðu í tengslum við
COVID-19 hér á landi. Vinnu-
hópurinn mun einnig gera tillögur
um aðgerðir til þess að sporna
gegn óreiðunni.
„Sjaldan hefur verið mikilvæg-
ara að almenningur hafi aðgang að
réttum upplýsingum eins og nú,“
sagði í tilkynningunni en henni
fylgdu jafnframt tveir stimplar
sem áttu að sýna að verkefnið væri
í samræmi við tvö heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna. Annars
vegar „Frið og réttlæti“ og hins
vegar „Heilsu og vellíðan“.
Eitt er á hreinu: Rangar upp-
lýsingar um COVID-19 eru ekki og
hafa ekki verið vandamál á Íslandi.
Hér á landi hefur verið komið á
tímabundnu sérfræðingaræði,
leiddu af þríeykinu, sem leggur
línurnar í beinni útsendingu á
hverjum degi. Almenningur hlýðir
yfirlögregluþjóninum, treystir
sérfræðingunum og hefur lítið þol
fyrir mótbárum.
Undirtónninn vekur ugg.
Hvernig verður tekið á fréttum
sem yfirvöld dæma rangar? Hverju
á þessi vinna eiginlega að skila?
Ekki er hægt að gera sér miklar
vonir um að vinnuhópurinn taki
fyrir vinnubrögð Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar sem hefur
legið undir harðri gagnrýni fyrir
að dreifa röngum upplýsingum um
veiruna.
Það er áhyggjuefni ef íslensk
stjórnvöld ætla að notfæra sér
traust almennings á þessum
tímum og óttann við veiruna
til þess að vekja þau hughrif að
yfirvöld séu eini handhafi sann-
leikans. Að sporna þurfi gegn upp-
lýsingaóreiðu sem flækist fyrir.
Síðan er hitt að það er enginn
einn mælikvarði á árangur og
engin ein rétt lausn. Samfélög um
allan heim hafa staðið frammi
fyrir vali um gríðarstór fórnar-
skipti. Einn valkostur er að ná
tökum á útbreiðslu kórónaveir-
unnar með því að stöðva hjól
hagkerfisins. Annar valkostur er
að leyfa veirunni að hafa sinn gang
en hlífa hópunum sem eru útsettir
fyrir henni.
Þetta er val um fórnarskipti
sem krefst þess að við veltum upp
erfiðum spurningum. Hversu
alvarlegar verða afleiðingarnar af
sögulegu atvinnuleysi? Er fórnin
þess virði?
Sóttvarnafræði og aðrar raun-
vísindagreinar veita ekki svör
við öllum þessum spurningum.
En hingað til hafa sérfræðingar á
þessum sviðum fengið að ráða för.
Að þeirra ráði hefur verið gripið
til aðgerða sem fela í sér verulega
röskun á efnahagslífinu. Stjórn-
völd hlaupa síðan upp til handa og
fóta til þess að milda höggið.
Kannski þurfum við fleiri
sjónarmið en ekki færri.
Engin óreiða Ó
löf Skaftadóttir, sem var áður
ritstjóri Fréttablaðsins, hefur
verið ráðin forstöðumaður
samskiptasviðs Samtaka atvinnu-
lífsins (SA). Ólöf staðfestir það í
samtali við Markaðinn en hún tók
til starfa hjá samtökunum fyrr í
þessum mánuði.
Tekur hún við starfinu af Herði Vil-
berg, sem hafði verið yfir samskipta-
málum SA undanfarin fimmtán ár, en
hann færði sig um set yfir til Íslands-
stofu og tók við stöðu verkefnastjóra
á markaðssviði.
Ólöf, sem er með BA-gráðu í rit-
list frá Háskóla Íslands, lét af störf-
um sem ritstjóri Fréttablaðsins í
október í fyrra. Þar áður hafði hún
meðal annars starfað sem aðstoðar-
ritstjóri og umsjónarmaður helgarblaðs
Fréttablaðsins. – hae
Ólöf yfir samskiptasviði SA
Ólöf
Skaftadóttir
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar
2019
Jafnlaunavottun
Sanngjörn
laun fyrir jafn-
verðmæt störf
PwC býður upp á heildstæða þjónustu í launamálum
og jafnlaunavottun. Við búum yfir áralangri reynslu
og lausnum sem virka.
Sú hætta sem
steðjar að okkur nú
er þetta mikla atvinnu-
leysi og þess vegna
erum við að tryggja
að við getum komið
fólki til starfa.
Katrín Jakobsdóttir,
forsætisráðherra