Bæjarbót - 01.07.1987, Blaðsíða 2

Bæjarbót - 01.07.1987, Blaðsíða 2
2 Bæjarbót, óháð fréttablað Örn Bárður Jónsson: Guangzhou, Gríndavík og geithafrar Brot úr ferðasögu eftir Kínaferð 17. júní í Kína Við höfðum ákveðið að koma við í Hong Kong til þess að geta farið inn í Kína, en þangað hafði okkur lengi langað að koma. Við höfðum þvi sam- band við Kínverska ferðaskrifstofu í Hong Kong og völdum okkur ferð til Guangzhou eða Kanton eins og borgin er kölluð á Vesturlöndum. Ferðin var fullbókuð svo við tókum þá næstu sem var ögn öðruvísi en til sama áfangastað- ar. Við greiddum umsamið verð og var sagt að mæta við ákveðið hótel kl. 8 næsta morgun, 17. júní. Þar tók á móti okkur starfsmaður sem fór síðan með okkur í rútu til landamæranna ásamt fólki sem skráð var í aðrar ferðir á vegum sömu skrifstofu. Það kom fljótlega í Ijós að við hjónin vorum einu farþegarnir í okkar hópi. Þegar við höfðum farið í gegnum landamærin Hong Kong meginn þurftum við að fara i gegnum kínverska varðstöð. Þar hittum við fararstjórann okkar, Zeng Ping sem kallaði sig John (eða Jón) til að auðvelda okkur sam- skipti. Hann leiddi okkur i gegnum skoðunina þar sem landamæraverðir í grænum búningum með rauðar stjörn- ur, skoðuðu vegabréf okkar. John vísaði okkur síðan á leigubíl sem beið okkar ásamt bílstjóranum sem við kölluðum Sigga. Þeir Jón og Siggi voru sem sagt okkar einkaleiðsögu- menn á dagsferð um þetta framandi land. Borg á barnsaldri Fyrst skoðuðum við borgina Shenz- hen sem reist hefur verið á s.l. 7 árum. Hún er nýtískuleg, með fjölbýlis- og há- hýsum og getur borgin státað af hæstu byggingu í Kína. Þar eru margar verk- smiðjur sem framleiða allskonar varn- ing m.a. undir merki Hong Kong. Borg- in og svæðið í kring er ekki opið öllum Kínverjum. Þetta er einskonar fríversl- unarsvæði þar sem vestrænt hagkerfi er við lýði í svipuðum dúr og i Hong Kong. Kínverjar eru þarna að gera tilraunir og e.t.v. að undirbúa sig undir yfirtöku Hong Kong 1997. Jón sagðist muna eftir heimsókn islenska forsætisráðherrans, Her- mannssonar, til borgarinnar og þótti okkur vænt um að heyra að munað var eftir okkar smáa landi og þjóð í marg- menninu í Kína. Eftir að hafa skoðað útimarkað í borginni héldum við útfyrir þetta svæði og út i sveitirnar. Þá fyrst fannst okkur við vera komin til Kína. Sveitirnar blöstu við, hrísgrjónaakrar og ræktuð lönd teygðu sig eins langt og augað eygði. Fólk var á ferð eftir þjóðveg- inum ýmist gangandi eða á smátraktor- um sem voru eins og jeppakerrur sem smámótor var beitt fyrir og hélt ekillinn í stýrið eins og á plógi eða sláttuvél væri. Margir voru á reiðhjólum en bílar voru fáir. Leigubílinn okkar var gamall japanskur bíll með lúnum höggdeyfum. Vegir voru malbikaðir en ansi ójafnir. Siggi bílstjóri notaði flautuna óspart til að láta af sér vita og höfðum við á orði að hann notaði hana álíka mikið og bensíngjöfina! Þorp án þæginda Á leiðinni til Kanton skoðuðum við sveitaþorp. Við stigum út í hitann og svækjuna og lituðumst um. Þarna var þorpsbrunnurinn og tveir uxar í mak- indum. Við gengum inn í þorpið sem taldi aðeins nokkur hús. Húsin voru úr múrsteini, pússuð að utan og steyptar gangstéttir sumsstaðar. Við fengum að líta inn í eitt þessara húsa þar sem móðir var að elda og gefa tveimur ungum börnum sínum að borða. Húsið var með steyptu gólfi. Við komum fyrst inn í eldhúsið þar sem var stór eldavél. Eldi- viður var í herbergi inn af eldhúsi og í næsta herbergi var konan með bömin. Þetta minnti miklu fremur á geymslu eða gripahús en íbúðarhús. Okkur varð hugsað til jötunnar og fjárhússins þar sem Jesús fæddist. Dimmir, steingráir veggir. Engin Ijós, engin þægindi á okkar mælikvarða. Þó benti Jón okkur á vatnsleiðslur sem lágu utan á húsum og hafði orð á því að fólkið hefði renn- andi vatn. Það sem vakti undrun okkar var að börnin hágrétu af hræðslu við okkur ,,vesturlandatröllin“. Konan í næsta húsi lokaði gluggahlerum og gaf þannig til kynna að hún vildi ekkert við okkur tala. Við gengum um mjóar þorpsgöt- urnar og tveir litlir strákar fylgdu í humátt á eftir okkur og kölluðu eitt- hvað og hlóu dátt. Leiðsögumaðurinn brosti feimnislega og fór hjá sér við köll drengjanna. Við sáum enga karlmenn í þorpinu. Þetta var um morguninn og þeir væntanlega við vinnu á ökrunum. Borðað með prjónum Áfram var haldið og komið að hóteli í Don-Guan sem talið er besta hótelið í sýslunni. Við settumst að borðum glor- hungruð því við höfðum ekki haft tíma til að fá okkur almennilegan morgun- mat áður en við lögðum upp í feröina. Jón og Siggi settust til borðs með okkur og Jón sá um að panta matinn. Réttirnir voru síðan reiddir fram einn af öðrum og má segja að við höfum haft margt á prjónunum þá máltíðina! Eftir máltiðina héldum við áfram í gegnum borgarhliðið og út á þjóðveg- inn í átt tii Kanton. Þegar við komum til Kanton skoðuðum við byggingu sem reist hefur verið í minningu um Dr. Sun Yat-Sen, stofnanda kinverska lýðveldis- ins. Þetta var stór bygging sem í var samkomusalur og leiksvið og þótti okkur einkennilegt að heyra þar inni vestræna dægurtónlist í hátöiurum. Ungt fólk var við söluborð í anddyri og seldi ýmsan kínverskan varning. Þótti okkur flest dýrt sem ferðamönnum bauðst að kaupa i Kína. Fríða náði góðu sambandi við unga fólkiö sem þarna vann og skiptust þau á íslenskri og kínverskri smámynt og seðlum. Fornminjar og Pepsi Cola Þá skoðuðum við pagóðu í borginni, en pagóða þessi er sex eða áttstrendur musteristurn og búddhískur helgi- dómur. Þar var nokkuó margt ferða- manna. Þá ókum við um borgina og virtum fyrir okkur mannlífið. Við sáum fólk með ýmiskonar matvæli á götum úti og spuróum Jón stundum hvers- konar matur þetta eða hitt væri. Hann brosti og sagði að kínverjar ætu alla fer- fætlinga nema eldhúsborð og allt fleygt nema flugvélar! Við vorum fegin að þurfa ekki að boröa margar máltíðir í þessu framandi landi! Hiti var mikill þennan dag og rakastig hátt svo manni leið best í loftkældum'leigubílnum. Eftir að hafa skoöaö fornminjasafn borgarinnar, tókum við stökk inn í nú- timann og fengum okkur Pepsi Cola sem selt var dýrum dómum við ferða- mannastaði. Kínverskir og grindvískir geithafrar Þá sýndi Jón okkur merki borgar- innar sem er mikið steinlíkneski af S geithöfrum og stóð á hæð rétt við forn- minjasafnið. Þar voru nokkrir ungir kínverskir hermenn sem ferðamenn vildu óspart fá að taka myndir af. Hermennirnir snerust í hringi af feimni en samt tókst sumum aö ná af þeim myndum. Eitthvað þótti okkur merki Kanton- borgar kunnuglegt, enda minnti það óneitanlega á merki Grindavíkur. Hinir kínversku geithafrar voru þó öllu líkari venjulegum geitum en hinn grindvíski, því eins og kunnugt er gengur sá grind- víski á tveim fótum og virðist þar að auki hafa verið í dansskóla ef marka má stellingar og fótaburð! Nú fór að líða að því að við snerum aftur til Hong Kong. Jón sýndi okkur að lokum glæsi- in trú breiðst út frá manni til manns í gegnum aldirnar og er hún nú fjöl- mennust allra trúarbragða. Við snerum glöð til baka frá Kína. Lærdómsríkri ferð var lokið, ferð sem bar ríkulegan ávöxt. Við höfðum átt óvenjulegan 17. júní, dag sem við mun- um aldrei gleyma. Það var þreytt fólk sem sneri aftur til herbergis í Hong Kong að loknum erf- iðum degi. Við kveiktum á sjónvarpinu og völdum eina stöð af mörgum, sem ekki er í frásögur færandi. Brátt hófust fréttir. Allt í einu birtist mynd af íslandi og síðan svipmyndir frá landinu okkar og þulurinn tilkynnti að í dag væri þjóðhátíðardagur Islendinga. Þetta var fullkominn endir á góðum degi! Við fundum að þrátt fyrir að við værum frá lítilli og fjarlægri eyju í Norður- Atlantshafi þá var munað eftir þjóð okkar. Islenska þjóðin hefur áhríf í þessum heimi þótt lítil sé. Og við gátum haft áhrif á kínverskan vin okkar og það styrkti okkur enn í þeirri trú að það er hægt að breyta þessum heimi til batnað- ar með mannlegum samskiptum sem byggjast á trausti og virðingu í anda Jesú Krists. B G Hjónin Bjarnfríður Jóhannsdóttir og séra Örn Bárður Jónsson, ásamt fararstjóra sínum, Zeng Ping (kallaður Jón í greininni). Myndin er tekin í borginni Shenzhen í Kína. legt hótel í borginni þar sem margt var um ferðamenn, aðallega Japani. Á hótelinu voru verslanir með kínverskar vörur og allt þar mjög vestrænt og íburöarmikið. Stakk það mjög í stúf við annað sem við höfðum séð á ferð okkar. Kristindómur og kveðjustund Jón kom okkur siðan á járnbrautar- stöðina. Við höfðum rætt töluvert um trúmál við hann á ferð okkar og hafði Jón mikiiin áhuga á kristinni trú enda sagði hann að sér fyndist kristið fólk yfirleitt vingjarnlegt. Þótti okkur það góður vitnisburður um trúsystkin okkar i Kína. Fórsvo að lokurn að Jón játaðist Jesú Kristi. Það var stór stund að fá að leiða þennan unga og velmenntaða kín- verja til nýs lífs í Kristi. Hvöttum við hann til að lesa í Bíblíunni sem hann átti heima á kínversku. Við gáfum honum Nýja testamentið á ensku og kvöddum hann glaöan og hamingjusaman. Sumum þykir það e.t.v. ekki merki- legt þótt einn kínverji, einn af milljarði, taki trú á Krist. En þannig hefur krist- Bókasafn Grindavíkur í Festi — Sími 68549 / júní, júlí og ágúst verður opið sem hér segir Mánudaga kl. 17-20 Þriðjudaga kl. 17-20 Miðvikudaga kl. 17-20 Fimmtudaga kl. 17-20 Lokað á föstudögum Vinsamlegast skilið bókum sem komnar eru fram yfir lánstíma Bókaverðir Við bjóðurrt: t-teita gi'ilb'érfi ^Heitanmat tekið heim > Matreitt her *verði I útselt gos a huða I Fljóta þjonustu NOTALEGUR STAÐUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLD UNA • • _ W VOR SJOMANNA STOFA Sími 68570

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.