Bæjarbót - 01.07.1987, Blaðsíða 4

Bæjarbót - 01.07.1987, Blaðsíða 4
4 Bæjarbót, óháð fréttablað Þú færð líka gjaldeyrínn í Sparísjóðnuni Munið! VISA-kortið er ómissandi Grunnskóli Gríndavíkur. Kennararáðningar ganga hægt —nýbyggingin verður tilbúin segir bæjartæknifræðingur Blaðið hafði samband við Margréti Gísladóttur, formann skólanefndar, og spurði hana hvernig gengi að ráða kennara að skólanum. All margir kenn- arar hættu sl. vor og Gunnlaug- ur Dan skólastjóri er kominn í árs orlof. ,,Það er búið að auglýsa þó nokkuð eftir kennurum, en ár- angurinn er mjög lítill. Meðal annars tókum við það til ráðs að útbúa kynningarbréf og senda til allra nýútskrifaðra kennara, milli 70-80 talsins. Við höfum fengið 2 umsóknir frá réttinda- fólki og 2 frá fólki án réttinda. Einn kennara er búið að ráða, Vilborgu Guðjónsdóttur, sem hefur ákveðið að koma aftur að skólanum. Yfirstjórn skólans verður svo breytt. Halldór Ingvason verður skólastjóri og Jón Gröndal yfirkennari, en þeir eru settir i þessar stöður til eins árs.“ Hvernig ganga framkvcemdir við nýbygginguna? ,,Eg varð nú fyrir vonbrigð- um, síðast þegar ég fór að skoða. Þá var enn verið að brjóta á milli hæða fyrir lagnir! Ég hélt satt að segja að öllu slíku hefði átt að vera löngu lokið. Bæjartæknifræðingur hefur lofað því að allt verði tilbúið fyrir E september, en mér sýnist að það muni standa tæpt“ sagði Margrét að lokum. Norrænu fulltrúarnir ásamt nokkrum af íslensku gestgjöfunum fyrir utan Hesthúsa hellinn. Norrœnir gestir í Grindavík: Norðurkollubúar í heimsókn Miðvikudaginn 24. júní síðast liðinn komu Norðurkollubúar í heimsókn til Grindavíkur á vegum Norræna félagsins í Grindavík. Þetta voru alls 15 manns, 5 frá Noregi, 5 frá Svíþjóð og 5 frá Finnlandi, sem voru hér á landi til að nema íslensku. Heimsóknin hófst í félagsheimili Knattspyrnudeildar UMFG. Þar tóku fulltrúar Norræna Félags- ins í Grindavík á móti hópnum ásamt fulltrúa frá Grindavíkur- bæ. Eftir þakkarræðu fararstjóra hópsins, Ivan Sköldblom þakk- aði hópurinn fyrir kaffið og meðlætið 'á góðri íslensku! Síðan var farið að skoða fisk- vinnslufyrirtæki að ósk hópsins og varð Fiskanes fyrir valinu. Þar var bæði frystihúsið og saltverkunin skoðuð. Þar vökn- uðu margar spurningar af hálfu hópsins, en mesta furðu vakti þó hve margt ungt fólk starfaði við vinnsluna. í frystihúsinu rakst hópurinn á kar fullt af karfa og vildu þau endilega kaupa nokkra karfa til að hafa með sér til Reykjavíkur, þar sem þau ætluðu að snæða hann og matreiða í Hússtjórnar- skólanum í Reykjavík. Síðan var ekið að stöð Hita- veitu Suðurnesja í Svartsengi og hún skoðuð. Eftir það var hald- ið í Bláa lónið, þar sem allir gest- irnir böðuðu sig við mikla hrifn- ingu. Að endingu var ekið að Hesthúshellinum, þar sem Grindvíkingarnir skildu við hópinn. Þegar hóurinn kom til Grindavíkur fyrst, eftir Krísu- víkurferðina, fundum við strax að hann var kominn í tímaþröng og vildu þau hespa af kaffi- drykkjunni og fiskhúsferðinni. En þegar í Bláa lónið og Hest- húshellinn var komið þá virtist tíminn ekki skipta neinu máli lengur. í Morgunblaðinu 3. júlí er viðtal við hópinn og þar lýsa þau mikilli ánægju með Grindavík- urferðina og baðið í Bláa lóninu. NG/SÓ Sparisjóðurinn er sjóður Suðurnesj amanna

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.