Bæjarbót - 01.07.1987, Blaðsíða 10

Bæjarbót - 01.07.1987, Blaðsíða 10
10 Bæjarbót, óháð fréttablað Jón Gröndal skrífar: Af vettvangi bœjarstjórnar Bæjarstjórnin mótmælir harðlega staðsetningu öskuhauga við Krýsuvík Á fundi bæjarstjórnar 11. júní síðastliðinn var sam- þykkt að mótmæla fyrirhug- aðri staðsetningu sorphauga í landi Krýsuvíkur. Fjallað var um merkilega greinargerð sem Erling Einarsson tók saman fyrir bæjarstjórn og fjallaði um lagalegar hliðar málsins. Erling er formaður atvinnu- málanefndar og þykir hafa staðið sig mjög vel. Bæjar- stjórnin samþykkti að vísa greinargerðinni til lögmanns bæjarins Jónasar Aðalsteins- sonar. Krýsuvíkurland er í lög- sagnarumdæmi Grindavíkur og fyrirhugaður urðunar- staður í Reykjanesfólkvangi þannig að Grindvíkingar samþykkja ekki athuga- semdalaust ráðstafanir ráða- manna á stór-Reykjavíkur- svæðinu. Það er augljós mengunarhætta af svo stór- um ruslahaugum. Innan skamms má vænta greinar- gerðar frá bæjarlögmanni um lagalega stöðu okkar. Bæjarstjórnin meðmælt lóðarsamningi fyrir Golfklúbb Grindavíkur Golfklúbbur Grindavíkur hefur sótt um til varnarmála- deildar Utanríkisráðuneytis að fá samning um land það sem klúbburinn hefur haft á sínum snærum í landi Húsa- tófta. Landið heyrir undir Varnamáladeild og lóða- samningur við Golfklúbbinn þýðir að klúbburinn fær yfir- ráð yfir landinu og mun girða það af aðalega til að verjast ágangi sauðfjár. Bæjarstjórn var beðin um umsögn um þessa samninga og hefur mælt með því að klúbburinn fái landið enda sé skýrt tekið fram að samningurinn lúti lögsögu bæjarins varðandi málefni sem snúa að fram- kvæmdum og vatnsvirkjun á svæðinu. Bæjarstjórnarmenn fá laun sem hlutfall af þingfararkaupi Bæjarráð leggur eftirfar- andi tillögu fyrir bæjar- stjórn. Greiðslur fyrir störf í bæjarstjórn, bæjarráði og nefndum miðist við þingfar- arkaup. Uppgjör fari fram í júní og desember. Bæjar- stjóri og áheyrnarfulltrúar fái sömu greiðslur. Forseti og formenn nefnda fái 25% álag. Ritari fái 50%. Greiðslur miðist við ein- staka fundi þannig: Bæjar- stjórn 6%, bæjarráð 4% og nefndir 2%. Kjörnir endur- skoðendur fái 2% á mánuði. Meindýraeyðir til Dan- merkur á kostnað sveit- arfélaganna Stjórn SSS hefur falið framkvæmdastjóra sínum að ganga frá kostnaði við náms- ferð Jóhanns Sveinssonar til Danmerkur. Ferðakostnað- urinn verður greiddur af sveitarfélögunum er hlutur Grindvíkinga rúm 15%. Björgunarsveitin Þor- björn fær 250 þúsund Bæjarstjórn hefur sam- þykkt að veita styrk til Björg- unarsveitarinnar Þorbjarnar að upphæð 250 þúsund krón- ur. Peningunum á að verja til kaupa á hurðum fyrir hús- næði sveitarinnar við Hafn- argötu. Námskeiðs styrkir fyrir kennara Kennarar hafa óskað eftir því að fá styrki til námskeiðs- ferða eins og tíðkast í ná- grannabæjum okkar. Bæjarstjórn samþykkti eftirfarandi tillögu bæjar- ráðs um þetta efni. A. Námskeið standi í minnst eina viku. B. Ferðastyrkur til útlanda nemi 50% af meðallaunum grunnskólakennara. C. Ferðastyrkur á námskeið hjá K.H.I. nemi fargjaldi milli Grindavíkur og Reykja- víkur dag hvern. D. Ferðastyrkir til útlanda séu mest fyrir tvo kennara á ári. Skólinn tilkynni umsóknir fyrir 1. jan. E. Kennari í launuðu ársleyfi hljóti styrk sem nemi meðal- launum grunnskólakennara í desember. Viðkomandi kennari skuldbindur sig til að vinna í byggðarlaginu næsta ár eftir heimkomu. Hringakstri um Hellubraut og Sunnubraut hætt Bæjarstjórn og bæjarfó- geta hafa borist bænaskjöl frá íbúum ofangreindra gatna þar sem farið er fram á að hringakstri verði hætt um Sunnubraut og Hellubraut. Göturnar eru þröngar og barnamergð mikil. Þó er oft greitt ekið. Bæjarstjórn er samþykk erindinu útaf fyrir sig en vísaði málinu til um- ferðarnefndar og bygginga- nefndar. Beðið er umsagnar fógeta. Haugunum okkar lokað 1. ágúst I framhaldi af þeim um- ræðum sem urðu á bæjar- stjórnarfundi í maí sam- þykkir bæjarstjórnin eftir- farandi: A. Sorphaugunum verði lok- að 1. ágúst. B. Bent verði á skyldu sorp- eyðingastöðvarinnar til að taka allt brennanlegt rusl frá íbúðarhúsum og bæjarbúar hvattir til að nýta sér það í meira mæli en til þessa. C. Komið verði á reglu- bundnum ferðum ruslasöfn- unarbíla um bæinn sem safni rusli tiltekna daga eftir beiðni. D. Fyrirtæki í bænum annist að öllu leyti flutning á sínu rusli í sorpeyðingastöðina. Bæjarstjórnin í sumarfrí Bæjarstjórn samþykkir að reglulegir bæjarstjórnar- fundir falli niður í júlí og ágúst 1987 og gefur bæjar- ráði umboð til að annast fullnaðarafgreiðslu eftirtal- inna mála á sama tíma. 1. Fundargerðir bygginga- nefndar. 2. Úthlutun lóða. 3. Mál sem varða skólabygg- inguna. 4. Mál sem varða áformaða gatnagerð. 5. Lántökur samkvæmt fjár- hagsáætlun. Næsti fundur bæjarstjórn- ar verður 10. september, annan fimmtudag í septem- ber. Fundað er í Festi og eru allir velkomnir meðan hús- rúm leyfir. Fundirnir hefjast klukkan 17.00. Grasvöllurinn vökvaður Vatnsleiðslur hafa verið lagð- ar að nýja grasvellinum. Er nú hægt að vöka reglulega. Einnig voru lagðar afrennslis lagnir frá vellinum. Alls kostuðu þessar framkvæmdir um 300.000 krónur úr bæjarsjóði. Hér hefði einhver getað skotið inn ÓDÝRRI auglýsingu! Sími 68060 Flakkarinn Víkurbraut 19 X BRAUT ER RÉTTUR STAÐUR FYRIR ÞIG! # Gos # Léttöl # Samlokur # Snakk # Filmur # Hraðframköllun\ # ís í vél # Hamborgarar # Dagblöð # Tímarit # Expresso-kaffi # Cappucino-kaffi SÍMINNER 68722

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.