Bæjarbót - 23.10.1987, Blaðsíða 6

Bæjarbót - 23.10.1987, Blaðsíða 6
6 Bæjarbót, óháð fréttablað Slysavarnarsveitin Þorbjörn 40 ára: Hefur bjargað á þríðja hundrað manns úr sjávarháska auk annara björgunarstarfa — annaðist fyrstu björgun úr sjávarháska með fluglínutækjum á íslandi Saga skipulagðra slysavarna í Grindavík er orðin alllöng. Árið 1930, þann 2. nóvember var slysavarnardeildin Þorbjörn stofnuð. Stofnfélagar voru 56 og hafa vafalaust haft hugsjónir og áhugamál séra Odds V. Gíslasonar að leiðarljósi. Fljótlega reyndi á hina nýju slysavarnardeild. Hinn 24. mars 1931 strandaði franski togarinn Cap Fagnet á Hraunsfjöru með 38 manna áhöfn. Forystumenn deildarinnar brugðu skjótt við og nægur mannafli fylgdi þeim á strandstað. Haldið var af stað með þau björgunartæki, sem búið var að koma fyrir í Grinda- vík, svokölluð fluglínutæki, og er ekki að orðlengja það að giftusamlega tókst að bjarga öll- um skipverjum á tiltölulega skömmum tíma þrátt fyrir erfið- ar aðstæður. Þetta var söguleg- ur atburður. Fyrsta björgun manna úr sjávarháska hér við land með fluglínutækjum. Árið 1933 strandaði Skúli fógeti frá Reykjavík skammt frá Ræningjatanga austan við Stað- arberg. Strandið bar að með lág- um sjó í veltubrimi, roki og byl. Við hin erfiðustu skilyrði tókst slysavarnardeildarmönnum að bjarga 24 af áhöfn skipsins, en 13 drukknuðu. Hinn 6. september 1936 strandaði línuveiðarinn Troca- dero frá Grimsby við Hestaklett á Jarngerðarstaðafjöru með 14 manna áhöfn. Skipið strandaði alllangt frá landi. Utfiri er þarna mikið, miklar flúðir, sem brýtur nær alltaf á, jafnvel í sæmilegu veðri. Öllum skipverjum var bjargað. Nú varð nokkurt hlé á skip- ströndum við Grindavík og starfsemi deildarinnar í nokk- urri lægð. Ætíð var þess þó gætt að hafa tækjabúnað í lagi, ef á þyrfti að halda. Merkinu var haldið á lofti. Árið 1946 hreyfði Ingibjörg í Garðhúsum hug- myndinni um stofnum björg- unarsveitar. Hún bar þá tillögu formlega upp á næsta ári og var björgunarsveitin þá formlega stofnuð. Fyrst var hún skipuð 10 mönnum. Tómasi Þorvaldssyni var falið að velja mennina og veita sveitinni forystu. Hún var upphaflega skipuð þessum mönnum auk Tómasar: Sigurð- ur Þorleifsson, varaformaður, Guðmundur Þorsteinsson, Árni Magnússon, Magnús Guð- mundsson, Reginbaldur Vil- hjálmsson, Jón A. Jónsson, Sig- urður Gíslason, Vilbergur Aðal- geirsson og Hermann Kristins- son. Eftir því sem best er vitað er þetta fyrsta björgunarsveitin, sem stofnað er til með þessum hætti. Allur þungi slysavarnarstarfs- ins hefur síðan hvílt á björg- unarsveitinni, en deildin sem slík er þó ómetanleg og ómissandi bakhjarl með fjárstuðningi sín- um og starfi yfirleitt. í dag eru um 420 félagar í Slysavarnar- deildinni Þorbirni. Formenn hennar til þessa dags hafa verið: Einar Einarsson, Marel Eiríks- son, Eiríkur Alexandersson, Tómas Þorvaldsson og Gunnar Tómasson núverandi formaður. Hinn 6. janúar árið 1947 strandaði enski togarinn Louis frá Fleetwood skammt frá Hrólfsvík á Hraunsfjöru. Fimmtán manns var bjargað, en einum skolaði fyrir borð og drukknaði hann. Hinn 28. febrúar 1950 strand- aði olíuflutningaskipið Clam undir klettabelti við Reykjanes. Það var hörmulegt sjóslys. Fimmtíu manna áhöfn var á skipinu, 23 tókst að bjarga en 27 drukknuðu við að fara um borð í skipsbátana sem brotsjóirnir brutu í spón og drukknaðu flest- ir þeirra. Hinn 15. apríl 1950 strandaði enski togarinn Preston North End frá Grimsby á svokölluðum Syðstaboða skammt frá Geir- fuglaskeri, 40 mílur úti í hafi. Strand hans mun hafa borið að með lágum sjó. Lenti skipið á blindskeri. Við aðfallið munu flestir skipverjar hafa farið frá borði á skipsbátum. Var þeim síðar bjargað af nærstöddum skipum. Eftir um borð voru 6 menn. Beiðni barst frá Slysa- varnarfélagi íslands um að freista þess að hjálpa til. Allir bátar voru í landi. Þungur sjór og ekki sjóveður. Fróði frá Njarðvík var fenginn til þess að fara með björgunarmenn. Skip- stjóri var Egill Jónsson, en hann var öllum hnútum kunnugur á þessum slóðum. Ferðin á strandstað tók 5 klukkustundir. Aðkoman var þannig, að komið var nær flóði og stóð ekkert upp úr af skipinu nema handrið á stjórnborðsvæng brúarinnar. Á því héngu 6 menn. Brotsjóir gengu stöðugt yfir skipið og færðu skipið og mennina í kaf. Undrun sætti, að þeim tókst að halda sér. Milli ólaga og brot- sjóa sást í brúarhornið og hand- rið stjórnborðsmegin á hvalbak. Egill hafði ekki langa um- hugsun heldur ákvað að sigla hlémegin upp á skerið. Dýpi var 3 faðmar. Það var kastað akkeri nokkuð frá skipsflakinu. Línu var skotið yfir til mannanna. Viðbrögð þeirra urðu þau, að þeir gripu í línuna og hentu sér í sjóinn og reyndu að -svamla til okkar. Fjórum mönnum tókst að ná með sæmilegu móti með því að kasta út bjarghringum og línu og með því að krækja í þá. Þeim fimmta var bjargað með svipuð- um hætti, en við illan leik. Þeim sjötta fipaðist sundið og barst hann í áttina að soginu aftan við bátinn. Tókst að krækja í erm- ina á stakknum, en hún stóð þá ein upp úr. Maðurinn komst fyrst til meðvitundar eftir 5 klukkustundir. Hinn 30. mars 1953 strandaði togarinn Jón Baldvinsson undir Hrafnkelsstaðabjargi á Reykja- nesi með 42 manna áhöfn. Strandið bar að með lágum sjó. Leiðin út á strandstað var löng og erfið eins og vegurinn var þá. Þó tókst að komast að strand- stað á tiltölulega skömmum tíma og tókst að bjarga allri skipshöfninni, en undir það síðasta gekk yfir allt skipið, enda þá mjög aðfallið. Hinn 7. febrúar 1962 strand- aði vélbáturinn Auðbjörg frá Reykjavík við Hópsnes. Sex manna áhöfn var bjargað í land. Hinn 27. febrúar 1973 hlekkt- ist m/b Gjafari frá Vestmanna- eyjum á í brimi og stórsjó á leið út víkina. Lágsjávað var og tók skipið niðri svo að gat kom á það. Þegar komið var á strand- stað var komið hörkuaðfall. Skotið var línu út í bátinn og tókst að bjarga öllum frá borði. Sjóirnir gengu yfir skipið meðan þeim síðustu var bjargað og hálftíma síðar var skipið komið alveg á kaf í brotsjóina. Hinn 4. ágúst 1974 strandaði m/b Hópsnes á Gerðatöngum. Tveimur mönnum var bjargað í land. Hinn 15. september 1977 strandaði Pétursey með einum manni og var honum bjargað með tækjum björgunarsveitar- innar. Síðasta verk sveitarinnar við björgun var svo þegar Skúmur GK 22 strandaði í vor. Þá er lokið þessari upptaln- ingu. Hins vegar er starf slysa- varnardeildarinnar og björg- unarsveitarinnar fólgið í fleiru en björgun manna úr sjávar- háska. Mörg eru þau skiptin, sem sveitin hefur verið kölluð út til ýmissa aðstoðar og björg- unarstarfa við sjávarsíðuna. Til leitar að týndu fólki og vegna náttúruhamfara, t.d. meðan á gosinu stóð í Vestmannaeyjum, en það yrði of langt upp að telja. Aldrei hefur staðið á neinum hér í Grindavík að bjóða sig fram til björgunarstarfa. Á það jafnt við karla sem konur. En vissulega hefur fólk skipt með sér verkum. Sumir hafa staðið í svokallaðri fremstu víglínu, aðr- ir við aðstoð í landi og flutning á mönnum og hjúkrun í heima- húsum. Formenn björgunarsveitar- innar á 40 ára starfstíma hafa verið þessir: Tómas Þorvaldsson 1947-1976, Guðmundur Þor- steinsson 1976-1977, Gunnar Tómasson 1977-1987 og núver- andi formaður er Sigmar Eðvarðsson. Á síðast liðnu ári var annað stórafmæli félagsskapar á skyld- um vettvangi. Þá varð slysa- varnardeildin Þórkatla 10 ára, en í henni eru um 120 konur sem vinna ötullega að málefnum fél- ags síns. Formaður Þórkötlu er nú Jóhanna Sigurðardóttir, en aðrar hafa gengt formennsku þær Helga Jóhannsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Ingeburg Guðmundsson. Nú eru aðalbækistöðvar slysavarnardeildarinnar Þor- björns í þeim húsum, sem nefnast einu nafni ,,Hrafnbjörg“. Þar eru haldnir fundir og aðgerðum stjórnað þegar svo ber undir. Slysavarnasveitin er vel ak- andi, t.d. á hún 3 vel búna bíla, hvern ágætan til síns brúks. Þá á sveitin hinn ágætasta björgunar- bát Odd V. Gíslason. Nýlega eignaðist sveitin stórt og gott bátaskýli fyrir Odd og Feðgarnir Tómas Þorvaldsson og Gunnar Tómasson hafa verið formenn slysavarnasveitarinnar samtals í 39 ár af 40 ára starfs- tíma hennar. stóra MAN bílinn, ásamt sjó- setningarrennu, sem Hafnar- sjóður stóð straum af kostnaði við og er hún vel þegin. Það voru þeir Jón Guðmundsson og Gunnar Jóhannesson sem veittu byggingarnefnd Oddsbúðar for- mennsku og afhenti Gunnar húsið formlega á 40 ára afmælinu. Það hefur ætið verið gott að manna Slysavarnasveitina áhugasömum og traustum mönnum og frekar þurft að tak- marka fjöldann en hitt. Nú eru í sveitinni 60 menn, þar af ein kona, og mættu þær vera fleiri að mati karlmannanna. Samantekt: Björn Birgisson Heimildarmenn: Tómas Þorvaldsson Gunnar Tómasson íslandslax hf.: Rafvirki óskast Okkur bráðvantar rafvirkja. Mikil vinna og góðir tekjumöguleikar. Frítt fæði á vinnu- stað og akstur til og frá vinnu. Upplýsingar gefur Ástvaldur Erlingsson í síma 68790. Vantar góðan mann! Rauða kross deildin í Grindavík óskar eftir að ráða mann til sjúkraflutninga hið fyrsta. Vinnutilhögun eftir samkomulagi, t.d. koma helgarvaktir til greina. Nánari uppl. í síma 68504.

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.