Bæjarbót - 23.10.1987, Blaðsíða 11

Bæjarbót - 23.10.1987, Blaðsíða 11
Bæjarbót, óháð fréttablað 11 Heilar tennur eða skemmdar! Af „nammi“, ömmum og indíánaþorpum! - tannlæknum ofbýður! Bæjarbót rakst nýlega á stutta grein í Dalvíkurblaðinu Bæjar- pósturinn, þar sem tannlæknir staðarins, Sigurður Lúðvíksson, sendir, verslunarmönnum, for- eldrum, börnum, ömmum og öfum og fleira fólki nokkur góð heilræði. Þau eiga alveg eins við hér og því eru þau birt, endur- samin án leyfis höfundar, og því um hreinan ritstuld að ræða! Bæjarbót lætur sig hafa það, enda er málefnið verðugt; tann- heilsa barnanna okkar. Þegar staðið er við afgreiðslu- borð matvöruverslana blasir við í augnhæð barna fögur sjón. Sælgæti og súkkulaði, gotterí, rautt og röndótt, sætt og sykur- húðað, fallegt, fitandi, töfrandi og tannskemmandi. Augu barnanna standa á stilkum og svo heyrist hið óhjá- kvæmilega: „Mamma gem’mér nammmi“. Það er erfitt fyrir þá sem vilja vera börnum sínum góðir að standa gegn slíkum kröfum og lang auðveldast. að kaupa sér frið með því að láta undan. Svo er líka sagt að ömmurnar séu verstur óvinir tannlækn- anna. Góðar ömmur eiga marg- ar smávegis ,,mæru“ í poka handa litlu uppháhaldsbörn- unum sem koma í heimsókn. Afleiðingarnar eru feitlagnir krakkar með tennur sem minna helst á „brunnin indíánaþorp“ eins og einhver komst svo hnyttilega að orði. Tannlækn- um fallast oft hendur og jaðrar við alvarlegu þunglyndi hjá þeim þegar krakkagreyin ljuka upp munni í nýja fallega tann- læknastólnum. Þetta er þó ekki algilt og auð- vitað eru margir krakkar með fallegar, hreinar og heilar tenn- ur. Þetta eru mörg hver börn sem fá einungis sælgæti á laug- ardögum. En ,,indíánaþorpin“ eru allt of mörg. í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár er gert ráð fyrir 1.600.000,- kr. kostnaði vegna tannviðgerða barna 6-15 ára. Þetta er allt of há upphæð. Nú skulum við Grindvíkingar góðir, gera nokkuð sniðugt. Matvöruverslanir, fjarlægið sælgætið þaðan sem það blasir við börnunum. Mín vegna mættuð þið hætta að selja það, en flytjið harðfiskinn á þessa staði. Foreldrar, afar og ömm- ur, gefið krökkunum sælgæti einungis á laugardögum. Haldið að þeim harðfiski þess á milli því að þeim finnst hann nefnilega góður. Kaupið tannbursta handa börnunum, látið þau nota hann kvölds og morgna og endurnýið hann á þriggja mánaða fresti, þeir kosta ekki nema 80-120 krónur. Þið kaupið ekki mikið sælgæti fyrir þá upphæð. Niður með indíánaþorpin! UMFG stúlkur í landsliði: Stóðu sig vel í Skotlandi — vilja þakka veittan stuðning Þrjár stúlkur úr körfuknatt- leiksdeild UMFG fóru út til Skotlands með unglingalands- liði íslands (21 árs og yngri) í lok september og kepptu þar 5 leiki við skosk félagslið. Þetta eru þær Ragnheiður Guðjónsdóttir, Marta Guðmundsdóttir og Guðrún Sigurðardóttir. Þær höfðu samband við blaðið og vildu koma sérstöku þakklæti á framfæri fyrir dyggilegan fjár- stuðning til eftirtalinna aðila: Sparisjóðsins, Keflavíkur- verktaka, Grindavíkurbæjar og til þeirra fyrirtækja sem hér í Grindavík standa að svokölluð- um Landsliðssjóði. En það eru eingöngu útgerðaraðilar. Þess má geta að allir leikirnir unnust og tvær stúlkur úr íslenska unglingalandsliðinu voru valdar í lið mótsins. Marta er í byrjunarliðinu og UMFG stúlkurnar stóðu vel fyrir sínu í keppninni. Marta Guðmundsdóttir stóð sig vel í Skotlandi. LAUNALÁN LAUNAREIKNINGURI , SPARISJOPNUM TRYGGIR ÞER LANVEITINGU Það er þitt að ákveða, hvar þú vilt hafa launareikning þinn, en það hefur ótvíræða kosti að hafa hann í SPARISJÓÐNUM. Allir fastir viðskiptamenn sparisjóðsins sem fá reglubundið laun sín, tryggingarbætur eða aðrar greiðslur inn á reikning sinn í sparisjóðnum eiga kost á LAUNALÁNI. Lánið er mismunandi hátt eftir því hve lengi viðskiptin hafa verið við sparisjóðinn. Á þennan hátt vill sparisjóðurinn gefa viðskiptavinum sínum kost á skjótfengnu láni. Ferðalangar! Þið fáið gjaldeyrinn strax hér! Sækið um — hinkrið augnablik yfir kaffibolla — svo getur ferðin hafist! INNHEIMTA MARGS KONAR GJALDA SPARISJOÐURINN BYÐUR OTRULEGA FJÖLBREYTTA ÞJÓNUSTU! # Húsfélagsgjöld # Afnotagjöld # Ársgjöld klúbba og félaga # Ársgjöld íþróttadeilda # Áskriftargjöld Látið okkur sjá um innheimtuna — sem leggst jafnóðum inn á reikning — á góðum vöxtum! — Þetta er þjónusta í þína þágu — Hafið samband og fáið frekari upplýsingar. SPARADU I SPARISJÓÐNUM SPARISJOÐURINN GRINDAVÍKURÚTIBÚ FYRIR GRINDVÍKINGA SÍMINN ER 68733

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.