Bæjarbót - 13.11.1987, Blaðsíða 8

Bæjarbót - 13.11.1987, Blaðsíða 8
8 Bæjarbót, óháð fréttablað Gos Léttöl Samlokur Snakk Filmur Hraðframköllun ís í vél Hamborgarar Dagblöð Tímarit Expresso-kaffi Cappucino-kaffi SÍMINNER 68722 Ertu með Heimilis- og Húseigandatryggingu? FLAKKARINN Afengiskaup — áfengissala: Er það sjálfgefið og óbreytanlegt að fólk þurfi að ferðast um langan veg til áfengisinnkaupa? — „Viljum selja sem minnst með sem mestum hagnaði“ segir forstjóri ATVR, Höskuldur Jónsson Allir vilja bætta þjónustu, helst á öllum sviðum auðvitað. Þó er til þjónusta við borgarana sem mjög skiptar skoðanir eru um. Gott dæmi um það er hvort opna eigi áfengisútsölu í smærri bæjum eða ekki. Reglur sem um það gilda eru skýrar og einfaldar. Útsölustað- ir ÁTVR mega aðeins vera í kaupstöðum. Meirihluti at- kvæðabærra manna í kaup- staðnum þarf að samþykkja opnun. Vilji meirihlutinn ,,ríki“ er málið í höndum ÁTVR sem setur staðina á ,,biðlista“ og metur þörfina. Því hefur löngum verið haldið fram að brennivínsleiðangrar, t.d. á föstudögum, valdi minni verslun á stöðunum þar sem ekki er ríki. Vilja verslunarmenn hér fá útibú? „Það er stutt til Keflavíkur ef menn vantar vín. Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af hugmyndinni, en set mig þó ekkert á móti henni! Ég hef bara ekki hugleitt þetta nægilega" sagði Sigurður Sveinbjörnsson í Kaupfélaginu. „Sjálfsagt versl- ar fólk eitthvað annað en áfengi í svona ferðum“ sagði Ragnar Ragnarsson í Staðarkjöri. „Ég vil auðvitað fá sem mesta og besta þjónustu inn í bæinn. Þetta væri kannski einn liður í því“. Jón Gunnar bæjarstjóri sagði þetta mál ekki hafa komið neitt upp á borð bæjarstjórnar og sér vitanlega aldrei verið neinn þrýstingur utan úr bæ. Blaðið hafði samband við Bjarna Andrésson forseta bæjarstjórn- ar og spurði hvernie honum litist á hugmyndina. „Eg er nú ekki tilbúinn að taka afstöðu með eða á móti, en það er auðvitað sjálfsögð þjónusta að menn geti keypt áfengi og ég hef ekkert á móti meiri þjónustu hér innan- bæjar. Ég hef ekki trú á að opn- un útibús leiði til meiri drykkju, en veit að það myndi skapa at- vinnu í þjónustu hér.“ Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR sagði að nú væru nokkrir kaupstaðir að bíða eftir útsölu- stöðum eftir að hafa samþykkt slíkt í atkvæðagreiðslu. Hann nefndi m.a. Neskaupstað, Hafnarfjörð, Kópavog, Garða- bæ og Seltjarnarnes. „Samkvæmt lögum á ríkið að reka þessar áfengisverslanir og um þær gilda almenn viðskipta- lögmál. Sjálfsagt þarf aldrei færri en 3 starfsmenn á útsölu- stað. Erlendis, t.d. í Svíþjóð og Noregi er gert ráð fyrir 20-25 þúsund manns um hvern útsölu- stað. Ýmsir staðir hafa sam- þykkt opnun útsölu, en það er ekki þar með sagt að ÁTVR telji skynsamlegt að opna á öllum stöðum sem samþykkja. Með meirihluta samþykkt er aðeins verið að skapa forsendur sem lögin gera ráð fyrir. Það er ekki óeðlilegt að það taki menn 15-20 mínútur að komast til útsölu- staðar, a.m.k. ekki miðað við núgildandi forsendur fyrir þess- um rekstri.“ „Núgildandi forsendur“ sagði Höskuldur. Þær eru í hnotskurn að sala áfengis á ís- landi er í raun skattstofn, en ekki þjónusta við borgarana. Álagning er mjög há og verslun- in því afar arðbær - skattalega séð fyrir ríkið. Ef ÁTVR hins vegar fengi að halda meiru eftir - skila ríkissjóði færri krónum - væri vafalaust unnt að leggja í þann kostnað að opna langt um fleiri útsölur og auka þannig þjónustuna - og líklega drykkju- skap um leið. Þetta eru tvær ólíkar leiðir. Hvora vill neytand- inn? BRAIJT ER RÉTTUR STAÐUR FYRIR ÞIG! Athafnir í stað orða! Snyrtum og fegrum bæinn okkar! Ávallt nýtt efm

x

Bæjarbót

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarbót
https://timarit.is/publication/1421

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.