Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 8

Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Fréttir Styrkur afhentur Krabbameinsfélagi Íslands: Bleika rúlluplastið seldist upp og skilaði 900 þúsund krónum Elías Hartmann Hreinsson, deildarstjóri búvörudeildar Sláturfélags Suðurlands, og Ásthildur Skjaldardóttir, bóndi á Bakka á Kjalarnesi, afhentu fyrir skemmstu Krabbameinsfélagi Íslands 900 þúsund króna styrk sem safnaðist af sölu á bleiku rúlluplasti í vor og sumar. Það var Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, kynningar- og fjáröflunarstjóri Krabbameins- félags Íslands, sem veitti styrkn- um formlega viðtöku við bleikar rúllu stæðurnar á Bakka. Styrkurinn skiptist á milli þriggja aðila; bænda, Trioplast (sænska plast- framleiðandans) og þeirra sem selja bleika plastið hér á Íslandi. Hver um sig samþykkti að láta 1 evru renna til Krabbameinsfélags Íslands, sem samsvaraði saman- lagt 425 krónum af hverri seldri plastrúllu. Andvirði söfnunarfjár átaksins mun, að sögn Kolbrúnar, ganga til endurnýjunar tækja til brjóstamyndatöku í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Það var í fyrsta skiptið á liðnu sumri sem bleikar heyrúllur skreyttu tún íslenskra bænda og að sögn Elíasar, sem hafði frumkvæðið að því að prófa þetta hér á landi, frétti hann af sambærilegum verkefnum frá nágrannalöndum okkar. „Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum og það kom á daginn að við áttum ekki allt það bleika plast sem við hefðum getað selt. Við erum því reynslunni ríkari fyrir næsta sumar.“ Uppruna slíkra verkefna mun þó vera hægt að rekja til Nýja-Sjálands og viðskiptavina Trioplast þar í landi. Bændakonur þar í landi óskuðu eftir því að bleikt rúlluplast yrði framleitt til að minna á árvekni vegna brjóstakrabbameins. Í framhaldinu voru gerðar tilraunir og í framhaldinu var slíkt plast tekið til sölu í Nýja-Sjálandi og í kjölfar- ið fylgdu meðal annars Noregur, Svíþjóð, Þýskaland, Sviss, Bretland og Írland. Barnabörnunum finnst þetta æðislegur litur Ásthildur bóndi á Bakka sagði við afhendingu styrksins að flestir þekktu til einhverra sem hefðu greinst með brjóstakrabbamein. „Okkur fannst bara upplagt að styrkja verkefnið. Við höfum misst allt of marga, allt of unga úr brjóstakrabbameini og þetta er góð leið til að sýna samstöðu og styrkja Krabbameinsfélagið. Okkur þykir bleiki liturinn bara fallegur og barnabörnunum okkar finnst hann alveg æðislegur. Þetta er bara skemmtilegt,“ segir Ásthildur. Söluaðilar bleika rúlluplasts- ins hér á landi eru Kaupfélag Skagfirðinga, Bústólpi, Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Vestur Húnvetninga, Kaupfélag Borgfirðinga, Kaupfélag Steingrímsfjarðar og KM þjón- ustan Búðardal. Ein af hverjum níu Brjóstakrabbamein er algeng- asta krabbamein hjá íslenskum konum og greinast 200 konur á hverju ári. Ein af hverjum níu fær brjóstakrabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. Það er eitt fárra krabbameina sem hægt er að greina á byrjunarstigum með skipulagðri leit. Allar konur á aldr- inum frá 40 til 69 ára fá boð frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins um að mæta í leit að brjóstakrabba- meini á tveggja ára fresti. /smh meinsfélags Íslands og Elías Hartmann Hreinsson, deildarstjóri búvörudeildar Sláturfélags Suðurlands. Mynd / smh Skilyrði fyrir stuðningsgreiðsl- um á næsta ári til bænda sem stunda sauðfjár- og nautgripa- rækt er að taka þátt í afurða- skýrsluhaldi. Matvælastofnun vekur athygli framleiðenda á þessu í tilkynningu. Þeir bændur, sem ekki eru þátttakendur í afurðaskýrslu- haldi Bændasamtaka Íslands, en hyggjast hefja þátttöku frá og með 1. janúar 2017, þurfa að sækja sérstaklega um þátttöku til þess að uppfylla skilyrði um stuðningsgreiðslur verðlagsárið 2017. Matvælastofnun mun fresta stuðningsgreiðslum ef tilkynningu um þátttöku í skýrsluhaldi er ekki skilað á tilsettum tíma. Stofnunin bendir á að hægt sé að tilkynna um þátttöku í afurðaskýrsluhaldi vegna ársins 2017 í þjónustugátt Matvælastofnunar, sem er að finna á vef Matvælastofnunar, www.mast.is. Frestur sem bændur hafa er eigi síðar en til 27. desem- ber næstkomandi. ...frá heilbrigði til hollustu Auknar kröfur til bænda: Þátttaka í afurðaskýrsluhaldi forsenda stuðningsgreiðslna Búvörusamningurinn: Nýjar reglugerðir um næstu áramót Ný reglugerð um almennan stuðn- ing við landbúnað fjallar meðal annars um kynbótaverkefni, jarðræktarstyrki og landgreiðsl- ur, nýliðunarstuðning, lífræna framleiðslu, geitfjárrækt, fjár- festingastuðning í svínarækt og þróunarfjármuni búgreina. Reglugerðin tekur gildi um næstu áramót ásamt nýjum reglugerðum um stuðning við garðyrkju, sauðfjár- og nautgriparækt. Reglugerðirnar eru allar settar til nánari útfærslu á búvörusamn- ingunum. Sigurður Eyþórsson fram- kvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir að reglugerðin um almennan stuðning við landbúnað fjalli um þau nýju verkefni sem verið sé að innleiða með nýjum ramma- samningi um landbúnað, sem áður kallaðist búnaðarlagasamningur „Meðal þessara nýju verkefna eru geitfjárrækt, fjárfestingarstuðningur við svínarækt og tilfærsla á þróunar- verkefnum inn í þennan samning sem áður voru í búgreinasamningu og aukin jarðræktarstuðningur svo eitthvað sé nefnt. Reglugerðin hefur verið til umsagnar en umsagnar- fresturinn rann út í gær. Ég hef ekki enn séð hvaða athugasemdir hafa komið fram en reikna með að þær verði einhverjar og í kjölfarið ein- hverjar breytingar á reglugerðinni. Reglugerðin mun svo væntanlega taka gildi fyrir árslok þar sem nýju búvörusamningarnir taka gildi 1. janúar næstkomandi.“ Nýjar reglugerðir og búgreinarnar „Auk almennu reglugerðarinnar eru einnig að taka gildi nýjar reglu- gerðir um búgreinarnar, garðyrkju, sauðfjár- og nautgriparækt eru hins vegar lengra komnar og ráð fyrir að þær komi til lokaumfjöllunar í fram- kvæmdanefnd búvörusamninga í dag og því líklegt að þær taki gildi fyrir jól. Í reglugerðunum um búgreinarn- ar er stærsta breytingin sem bændur þurfa að hafa í huga að hér eftir er skylt að taka þátt í skýrsluhaldi í sauðfjár- og nautgriparækt og garð- yrkju.“ Sigurður segir misjafnt milli búgreina á hvaða árstíma bændur færa inn skýrslur. „Skýrsluhaldið mun fyrst hafa áhrif í nautgripa- ræktinni því þar eru menn að færa skýrsluhald jafnt og þétt allt árið. Menn þurfa því að huga mjög vel að þeim málum því sé skýrsluhaldið ekki í lagi getur það haft áhrif á stuðningsgreiðslur. Þeir sem ekki hafa tekið þátt í skýrsluhaldinu hingað til og ætla að fá greiðslur samkvæmt nýju búvörusamningunum verða að sækja um aðild að skýrsluhaldinu fyrir áramót. Þrátt fyrir að bændur séu ekki komnir að fullu af stað með skýrsluhaldið verða þeir að skila inn tilkynningu um að þeir ætli að vera með til Matvælastofnunar ekki seinna en 27. desember. Það er gert í gegnum vef stofnunarinnar.“ Sigurður leggur áherslu á að þetta sé afar mikilvægt fyrir bændur sem eru nú þegar ekki í skýrsluhaldi en ætla sér að vera það og hann hvetur þá til að huga strax að þessu. „Það er líka skilyrði fyrir greiðslum að skila forðagæsluskýr- slu til Matvælastofnunar. Sá frestur er reyndar útrunninn fyrir þetta ár en hafi bændur ekki skilað þeirri skýrslu nú þegar geta þeir bjarg- að sér með því að fá til sín dýra- eftirlitsmann til að telja bústofninn og skila inn skýrslu fyrir þá. Viðskipti með greiðslumark í mjólkurframleiðslu munu breytast um áramótin á þann hátt að nú geta menn ekki selt það sín á milli. Eftir áramót verða kúabændur að óska eftir innlausn ríkisins á kvótanum á ákveðnu verði óski þeir eftir að selja hann. Þeir sem vilja auka við mjólkurkvótann sækja um að kaupa hann af ríkinu sem selur hann á sama verði og það leysti hann til sín á. Þeir sem hafa forgang af kaup- unum eru annars vegar nýliðar og þeir sem framleiddu mikið umfram greiðslumark á síðustu árum þegar var kallað eftir aukinni framleiðslu og þannig reynt að koma á móts við þá.“ Stuðningsgreiðslur Almenna reglugerðin gildir um stuðningsgreiðslur sem falla undir rammasamning um almenn starfs- skilyrði landbúnaðarins. Samkvæmt henni og hinum reglugerðunum fá einungis greiðslur framleiðendur sem uppfylla skilyrði um að vera skráðir eigendur eða leigjendur lög- býlis eða garðyrkjubýlis og stunda landbúnað á lögbýli eða garðyrkju- býli með virkt virðisaukaskatts- númer. Bændafundir um allt land Bændasamtök Íslands munu standa fyrir bændafundum um allt land í janúar eins og auglýst er hér í blað- inu á blaðsíðu 65. Þar verður farið yfir þessi mál og einnig breytingar á félagskerfinu sem standa fyrir dyrum og nánar er fjallað um annars staðar í blaðinu. Bændur eru hvattir til að mæta á fundina og koma á framfæri spurningum í tengslum við reglugerðarbreytingarnar. /VH Skýrsluhaldið mun fyrst hafa áhrif í nautgriparæktinni því þar færa bændur skýrsluhald jafnt og þétt allt árið. Sigurður Eyþórsson, framkvæmda- stjóri Bændasamtaka Íslands. Hagstofa Íslands: Tekjuafkoma ríkisins jákvæð Tekjuafkoma hins opinbera reyndist jákvæð um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2016, en á sama tíma 2015 var hún nei- kvæð um 9,0 milljarða króna. Á heimasíðu Hagstofu Íslands segir að tekjuafgangurinn hafi numið 0,4% af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 1,0% af tekjum hins opinbera. Fyrstu níu mánuði ársins var afgangurinn 378,4 millj- arðar eða 33,8% af tekjum tímabils- ins. Tekjur af stöðugleikaframlagi upp á 384,3 milljarða króna eru meðtaldar á 1. ársfjórðungi 2016.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.