Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 12

Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Fréttir Á jólasýningu Byggðasafns Árnesinga í Húsinu á Eyrarbakka má meðal annars finna elsta jóla- tré landsins. Þar er spýtujólatré frá 1873, smíðað fyrir hjónin í Hruna, þau frú Kamillu og sr. Steindór Briem af Jóni Jónssyni, bónda í Þverspyrnu. Árið 1955 gaf dóttir þeirra, Elín Steindórsdóttir í Oddgeirshólum, jólatréð til Byggðasafns Árnesinga og má segja að jólatréð sé einn helsti sýningargripur safnsins á þessum árstíma. Á sýningunni má sjá skauta og sleða í eigu safnsins, auk fallegra músastiga. Ávallt er hægt að panta séropnun fyrir hópa en sú nýjung verður þetta árið að almenn opnun verður á jólasýninguna þrjá sunnu- daga í desember, næst sunnudaginn 18. desember frá kl. 13.00 til 17.00. Enginn aðgangseyrir. /MHH Elsta jólatré landsins til sýnis í Húsinu á Eyrarbakka Jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga 17. desember Jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður laugardaginn 17. desember frá kl. 13-16 í Bolholtsskógi á Rangárvöllum. Þá býðst fólki að koma í skóginn og höggva sitt eigið tré. Eingöngu verður í boði að höggva stafafuru á staðnum en einnig verður til sölu takmarkað magn af grenitrjám, en þau þarf að panta með fyrirvara. Að venju verður boðið upp á hressingu í skóginum. /MHH Með Jesú á bakinu Sigurbjörn Jónasson (Bjössi) á Selfossi er áhugamaður um húðflúr. Hann hefur farið óhefðbundnar leiðir í þeim efnum því hann lét flúra mynd af Jesú á bakið sitt. Myndin vekur alltaf mikla athygli þegar Bjössi fer í sund eða skellir sér á sólarströnd. Konan hans segist byrja á því að kyssa Jesú á morgnana og síðan fær Bjössi sinn koss. /MHH - - Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Kvenfélagskonur úr þremur kvenfélögum í Flóahreppi mættu nýlega færandi hendi með gjafabréf sem hljóðaði upp á 1.139.298 krónur og gáfu skammtímavistuninni við Álftarima 2 á Selfossi. Í þessa vistun koma fatlaðir einstaklingar til skamms tíma í senn. Hlutverk vistunarinnar er að létta á álagi af fjölskyldum og vera afþreying fatlaðra barna, ungmenna og fullorðinna sem búa í heimahúsum á Suðurlandi. Peningurinn hefur verið notaður til að kaupa rafknúið rúm með harmonikkuhurð og til kaupa á segllyftu. Peningarnir söfnuðust á basar sem kvenfélögin stóðu fyrir í félags- heimilinu Þingborg fyrr í vetur. /MHH - - Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarsson Kvenfélögin í Flóahreppi: Gáfu 1,1 milljón króna til skammtíma- vistunarinnar Álfarima 2 á Selfossi Myndir / MÞÞ Mikil og vaxandi eftirspurn eftir búfjármerkjum „Það hefur verið stöðug aukning hjá okkur hin síðari ár,“ segir Rósa Björk Jósepsdóttirm verk- stjóri hjá Plastiðjunni Bjargi- Iðjulundi (PBI) á Akureyri. Fyrirtækið er hið eina hér á landi sem prentar merkingar á búfjármerki, en merkin sjálf, sem eru úr gæðaplasti, koma frá gamalgrónu fjölskyldufyrirtæki í Noregi, OS-ID, sem fremst þykir í flokki þeirra sem þessari fram- leiðslu sinna. Norska fyrirtækið á sér sögu allt aftur til ársins 1936 og gott samstarf verið við það alla tíð að sögn Rósu Bjarkar. Prentað er á merkin hjá PBI á Akureyri, en auk þess að framleiða lambamerki eru einnig útbúin þar merki fyrir annað búfé, nautgripi og svín og ásetningsmerki í sauðfé. Æ fleiri hafa svo séð kosti þessara merkja, grásleppukarlar merkja gjarnan net sín með þeim, félagar í Landsbjörg festa slík merki í galla sína sem og slökkviliðsmenn. Hægt er að prenta nöfn og símanúmer á merkin, þau eru úr efni sem kall- ast polyurethane sem hefur þann eiginleika að brotna ekki og endast þau því sérlega vel. Þá veðrast þau einnig vel og halda lit sínum árum saman. Álagstími um sauðburðinn PBI er ráðandi á markaði innanlands þegar að þessum merkjum kemur, hefur um 65% markaðshlutdeild í lambamerkjum og og nálega allan markað hvað önnur búfjármerki varðar. Um það bil fjögur heil störf eru við framleiðsluna og er hún í gangi allan ársins hring. „Eftirspurnin er mikil og fer vaxandi, en við erum orðin nokkuð sjóuð í þessu og höldum dampi sama hvað á gengur,“ segir Rósa Björk og nefnir að helsti álagstíminn sé meðan á sauðburði stendur og í sláturtíð. „Við vitum hvenær gusan kemur og erum vel undirbúin,“ segir hún. Gott samstarf er milli starfsmanna á PBI og bænda sem kaupa merkin og segir Rósa Björk að oft sé um margt að spjalla, þau heyri sögur af daglega lífinu í sveitinni og hafi gaman af. /MÞÞ -
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.