Bændablaðið - 15.12.2016, Qupperneq 24

Bændablaðið - 15.12.2016, Qupperneq 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Jónas Erlendsson og Ragnhildur Jónsdóttir reka sauðfjárbú í Fagradal í Mýrdalshreppi og fiskirækt undir nafninu Fagradals bleikja. Þau segja verulegan hag vera af vaxandi ferðamanna- straumi fyrir búreksturinn. Þegar tekið var hús á þeim hjón- um um fyrri helgi var veðurlag harla óvenjulegt miðað við byrjun desem- bermánaðar. Þá lá dimm þoka yfir allri suðurströndinni og hitastigið var um 10 gráður. Skyggni var því lítið sem ekkert í þessari miklu nátt- úruparadís, en straumur ferðamanna samt með hreinum ólíkindum. Hjá sveitarfélaginu liggur nú fyrir umsókn um lóð fyrir 100 herbergja hótel og munu fjórar umsóknir til viðbótar um byggingu gistirýmis vera til skoðunar. Í lauslegri könnun Bændablaðsins um ásetningu gistirýmis á Suðurlandi, var verulegur hluti þess sem í boði var þegar upptekinn. Í Mýrdalshreppi voru í upphafi árs 2016 alls 1.037 gistirými sem eru orðin meira og minna upptekin allt árið um kring. Þá voru tvö hótel í byggingu með um 120 gistirýmum. Ferðamannastraumur með viðkomu í Vík hefur líka vaxið hröðum skref- um. Þar komu um 280 þúsund ferða- menn árið 2002 en voru vel yfir 600 þúsund á síðasta ári. Þá er búist við að fjöldi ferðamanna fari yfir 800 þúsund á árinu 2018. Er þetta mikil breyting því ekki er lengra síðan en 2012 að fólk var með verulegar áhyggjur út af fólks- fækkun í hreppnum. Þá var íbúatalan komin undir 460 manns. Eftir 2013 tók þróunin stökk og var íbúatalan komin yfir 520 manns árið 2015 og búast má við að talan fari að nálgast 600 áður en árið 2016 rennur sitt skeið. Með 300 kindur á fóðrum Jónas og Ragnhildur eru með um 300 kindur á fóðrum, fáeinar varphænur fyrir heimilið, auk bleikjueldisins sem skapar þeim líka umtalsverða vinnu. Hafa þau komið sér upp eigin reykhúsi þar sem þau sjá um að reykja bleikju og lax, bæði reykja þau eigin framleiðslu og fyrir aðra. Hjá Fagradals bleikju er boðið upp á reykt bleikjuflök og reykt fersk og grafin laxaflök. Þá hafa þau verið að þróa framleiðslu á loftþurrkuðu lambalæri í samvinnu við Matís sem er eins konar séríslensk „lamba- parmaskinka.“ Jónas, sem er uppalinn í Breiðholtinu í Reykjavík, þurfti reyndar ekki að leita langt til að smitast af áhuga fyrir matvinnslu. Faðir hans er Erlendur Sigurþórsson kjötiðnaðarmeistari. Hann er nú með elstu kjötiðnaðarmeisturum landsins og hefur unnið náið með Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna. Það gerir hann enn þótt hann sé hættur fastri vinnu í faginu sökum aldurs eftir meira en hálfrar aldar störf í þessari grein. Erlendur lærði sitt fag hjá Þorvaldi Guðmundssyni í Síld og fiski og starfaði þar í áratugi. Þá stýrði hann m.a. kjötvinnslu KS á Sauðárkróki um tíma. Jónas var því ekki fráhverf- ur þessu fagi þótt örlögin höguðu því svo að hann gerðist bóndi í Fagradal eftir að afi hans og amma hættu þar búskap. Þróa vinnslu á loftþurrkuðu kjöti „Við höfum verið að þróa aðferð við loftþurrkun á kindakjöti í samvinnu við Matís. Ég fékk hjá þeim upp- skriftir, en markaðurinn fyrir þetta hér á landi er mjög takmarkaður þar sem Íslendingar þekkja lítt þessa verkunaraðferð. Þetta er víða þekkt í útlöndum, en þurrkun Færeyinga á skerpukjöti er þó allt annars eðlis. Það er því lítið um að Íslendingar séu að sækjast eftir þessu, en talsvert af Rússum hafa verið að koma hing- að á sumrin tvö síðustu ár til að fá loftþurrkað kjöt. Þeir þekkja þessa verkun vel að heiman og hafa fund- ið eitthvað um okkar framleiðslu á netinu, þótt við höfum ekki auglýst þetta mikið. Ég byrjaði á því að fá uppskrift frá Noregi og kryddblöndu frá fyrirtæki sem heitir Nokk sem flytur inn vörur fyrir matvælaiðnaðinn. Síðan fékk ég Mynd / Hörður Kristjánsson. Fagradalsbændur í Mýrdalshreppi njóta fjölgunar ferðamanna við sölu eigin afurða: Með 300 fjár á fóðrum og stunda fiskirækt og loftþurrka kjöt − Þekkja sumarfrí helst af afspurn en njóta tilverunnar í ægifögru umhverfi í nágrenni við Kötlu Mynd / Jónas Erlendsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.