Bændablaðið - 15.12.2016, Qupperneq 32

Bændablaðið - 15.12.2016, Qupperneq 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 Ingebjørg Helkås var fyrst til þess að flytja íslenska hesta til Noregs á seinni tímum: Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún var mikill Íslandsvinur og hestakona og átti hér fjölmarga vini og kunningja, ekki síst meðal hestafólks. Foreldrar hennar voru Knut Helkås, fæddur og uppalinn á Hørte í Sauheradsveit, og Hilda Wærstad, fædd og uppalin í sveitinni Helgja, einnig nefnd Helgen, í Telemark. Knut var bóndi en Hilda tók kennara- próf og kenndi lengi í barnaskólan- um í Helgja. Þau hjón keyptu bæinn Storebø í Helgja árið 1928 og þar ólst Ingebjørg upp með systrum sínum, Aslaugu og Signe, en tvö systkina hennar létust í æsku. Á Storebø voru brúkunarhestar og Ingebjørg hóf ung að fást við aktygi og hesta og taka í tauma við hin ýmsu verk á bænum. Það var ýmist við heyskap eða þreskingu korns og tilheyrandi verk, ásamt flutningum aðfanga heim og heiman og stöku fólksflutningum. Svo skrapp hún ein í reiðtúr á sunnu- dögum ef færi gafst, í gömlum láns- hnakki eða bara berbakt. Neistinn var vakinn. Ingebjørg flutti í heimavist í Bø í Telemark þar sem hún lauk gagn- fræðaprófi. Síðar gekk hún í Valle hagebruksskole í Lena og vann nokk- ur ár á Dømmesmoen við Grimstad. Ingebjørg lést á Sjukheimen í Vinje, Telemark, hinn 22. september 2016. Þar höfðu þau hjón, hún og Jon Vaa, dvalið nokkur ár eftir að heilsan brást. Árið 1974 fæddist einkadóttir þeirra sem hlaut nafn móðurömmu sinnar, Hilda. Var fyrst til þess að flytja íslenska hesta til Noregs á seinni tímum Ingebjørg Helkås var, eins og fyrr segir, mikill Íslandsvinur og hesta- kona og átti hér fjölmarga vini og kunningja, ekki síst meðal hesta- fólks. Hún varð fyrst til þess að flytja íslenska hesta til Noregs á seinni tímum, og eru til af því skemmti- legar sögur í norskum blöðum og tímaritum. Áhugi hennar á Íslandi var vakinn þegar hún var í barnaskóla, eins og hún segir sjálf frá: „Ég var ekki neinn afburðanem- andi sem barn. En ein mynd, úr Landafræði barnaskóla eftir Horn, sat í mér. Hún var af íslenskum hestum á opnu svæði með eldfjall- ið Heklu í baksýn. Kannski tekin á Kirkjubæ í Rangárvallasýslu?“ Vera má að þessi mynd hafi markað upphafið að hestadellu Ingebjargar og Íslandsdraumi. Hún kom hingað til lands í fyrsta sinn 1952 nítján ára gömul; þá sem sjálfboðaliði í skógræktarvinnu. Hún komst á hestbak og þar með varð ekki aftur snúið. Árið 1958 kom hún aftur og vann nokkra mánuði í garðyrkj- unni hjá Ásgeiri Bjarnasyni og Titiu Bjarnason, konu hans, á Suður- Reykjum 2 í Mosfellssveit. Síðar flutti hún sig um set á lóðinni og hóf störf hjá frænda Ásgeirs að Suður- Reykjum 1, Jóni M. Guðmundssyni, og konu hans, Málfríði Bjarnadóttur. Þar var meiri möguleiki á að sinna aðaláhugamálinu; hestamennsku. Hún vann sem fjósamaður og hænsnahirðir þann vetur ásamt dönsku vinnufólki, sem urðu góðir vinir hennar. Keypti tvær skjóttar hryssur Ingebjørg keypti 2 skjóttar hryss ur, Skjónu frá Hofsstöðum og Skjónu frá Valdastöðum í Kjós – sem hún gaf nafnið Trinsa. Hjónin á Blikastöðum, Helga og Sigsteinn, veittu hryssun- um ókeypis vist hjá stóðhesti og þær voru báðar fylfullar þegar Ingebjørg áformaði að flytja þær á skipi til Noregs. Erfiðlega tókst henni þó að fá pláss fyrir hrossin. Það var ekki fyrr en nafna hennar og velgjörðarkona, Ingibjörg Pétursdóttir, móðir Jóns á Reykjum, klæddi sig upp á íslenskan búning, eins og hún var vön þegar hún fór í kaupstaðinn, mætti hjá skipafyrirtækinu og lét sig ekki fyrr en samningar höfðu tekist. Eða eins og Ingebjørg segir í viðtali: Það var eiginlega ómögulegt að koma þeim [hestunum] heim. Ekkert flug var og engin skip vildu taka hesta til flutnings, nema til Þýskalands. Að lokum tókst gamla frúin á bænum á hendur ferðalag til skipafyrirtækisins í Reykjavík og þar sat hún þar til þeir lofuðu að taka hestana mína með. Hún var ákveðin kona. Þannig komu fyrstu íslensku hestarnir til Noregs eftir stríð, árið 1959. Með Heklunni til Noregs Strandferðaskipið Hekla lagði af stað 13. júní með fylfullar hryssurnar um borð ásamt eigandanum; Ingebjørg Helkås. 55 árum síðar eru rúmlega 10.000 íslenskir hestar í Noregi og umfangsmikil starfsemi kringum þá; hestamannafélög um allt landið, ræktun, tamningar og mót. Hekla kom að landi í Bergen. Þar voru gerðar kröfur um tollgreiðsl- ur og sóttkví. Hestarnir voru því fluttir á bát til Stavanger og voru í sóttkví á prestssetrinu Sola, en þar átti Ingibjørg ættingja. Hún fékk gistingu og vinnu hjá ráðsmanninum á meðan hún beið. Þegar dýralæknar gáfu grænt ljós reið hún einsömul Ingebjørg Helkås á Reykjum (Suður-Reykjum í Mosfellssveit) haustið 1958. Hún situr hest Jóns M. Guðmundssonar, Kirkjubæjar-Blesa, og er með í taumi Glámu, fyrsta hestinn sem hún keypti. Gláma var langt frá því að vera gæðingur og var ekki lengi í eigu Ingibjargar. Hryssur Ingibjargar komnar „heim“ til Storebø í Helgja 1959. Trinsa til vinstri, Skjóna til hægri. Á tröppunum að Kåsa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.