Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 50

Bændablaðið - 15.12.2016, Síða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. desember 2016 „Við erum fyrst og fremst að minna á það ófremdarástand sem við búum við í vegamál- um hér um slóðir. Margoft er búið að vekja athygli ráða- manna á því að vegur númer 711, Vatnsnesvegur, er handó- nýtur og beinlínis hættulegur,“ segir Sigurður Líndal Þórisson, framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands og formaður stjórn- ar Ferðamálafélags Vestur- Húnavatnssýslu. Selasetrið hefur látið gera fyrir sig sérmerkta boli með merk- ingunni: I survived road 711 – Ég lifði af veginn 711. Umferð hefur aukist mjög um Vatnsnesveginn á liðnum árum í takt við aukinn straum erlendra ferða- manna og gefst þeim nú kostur á að klæðast þessum bolum og stæra sig í leiðinni af því að hafa komist lifandi frá akstri um hann. Sveitarfélagið Húnaþing Vestra hefur margítrekað bent á nauðsyn þess að ráðist verði án tafar í þær bráðnauðsynlegu úrbætur sem gera þarf á veginum. Það sama hefur Ferðamálafélag Vestur- Húnavatnssýslu gert. Foreldrar barna á Vatnsnesi hafa rætt um að senda ekki börn sín í skól- ann nema ráðist verði í úrbæt- ur. Alltof algengt er að sögn Sigurðar að vegfarendur ráða ekki við aðstæður og lenda út af með tilheyrandi slysum og tjóni. Endurbætur ekki á langtímaáætlun Endurbætur á Vatnsnesvegi eru ekki inni í neinum langtíma- áætlunum í vegagerð, að sögn Sigurðar, en til stendur næsta sumar að setja upp nýja brú við Tjörn yst á Vatnsnesi. Brúin er einbreið, vegfarendur þurfa að taka snögga u-beygju og aka töluverðan halla til að komast að henni. „Þetta er mikil slysa- gildra og margir farið þar flatt. Það er auðvitað ánægjulegt að þarna verði gerð bragarbót á, en er þó hvergi nærri nóg. Vegurinn um Vatnsnes er mjög erfiður malarvegur, handónýtur og hættulegur, það þýðir ekki einu sinni að hefla hann. Vegurinn er orðinn svo efnislítill að það gerir ekki neitt fyrir hann.“ „Þessi hugmynd kviknaði líkt og margar aðrar í samræðum manna á milli, við vorum að velta fyrir okkur hvað við gætum gert til að vekja á þessu meiri athygli og þetta varð niðurstaðan,“ segir Sigurður. Jóhannes Gunnar Þorsteinsson, „tölvuleikjabóndi“ í Kollsnesi, hannaði bolinn. „Við vinnum þetta að langmestu leyti hér í heimabyggð og erum stoltir af, þetta eru skemmtilegir bolir,“ segir hann. Þeir eru til í gulu og svörtu og í herra- og dömu- sniðum. Bolirnir fást eingöngu í Selasetrinu. Bíða eftir nýjum ráðherra „Heimamenn hafa töluvert komið við hjá okkur og keypt boli sem mig grunar að lendi í töluverðum mæli í jólapökkum í ár. Það er vel, því fleiri sem klæðast þeim því meiri athygli fáum við,“ segir Sigurður. Nú bíða Selasetursmenn eftir því að mynduð verði ný ríkisstjórn því til stendur að afhenda nýjum samgönguráðherra einn slíkan til eignar. Bolir frá Selasetri Íslands vekja athygli: „Ég lifði af veginn 711“ Landgræðsla ríkisins hefur það hlutverk skv. lögum um varnir gegn landbroti að draga úr eða koma í veg fyrir landbrot og annað tjón á landi, landkostum eða mannvirkjum með Vörnum gegn landbroti af völdum fallvatna. Aðgerðir til að hefta landbrot af völdum vatnsfalla eru fólgnar í gerð bakkavarna og í sumum til- fellum byggingu varnargarða. Með bakkavörnum er átt við að grjót- og/ eða malarfylling er sett við árbakk- ann til þess að stöðva landbrot. Bakkavarnir hafa oft á tíðum minni áhrif á rennsli áa og eru minna áber- andi í umhverfinu en varnargarðar. Varnargarðar geta á hinn bóginn verið nauðsynlegir þar sem ár bera undir sig framburð og flæmast út fyrir farvegi sína. Landgræðslan á náið og gott samstarf við Vegagerðina um fram- kvæmd varna gegn landbroti. Ef varnaraðgerðum er ætlað að verja bæði gróðurlendi og samgöngu- mannvirki hafa þessar stofnanir skipt með sér kostnaði, en Vegagerðin ann- ast og hefur umsjón með varnarað- gerðum vegna vega, brúa og annarra samgöngumannvirkja á landi. Þar sem vandasamar eða umfangsmiklar fyrirhleðsluframkvæmdir eru fyrir- hugaðar á vegum Landgræðslunnar, annast Vegagerðin verkfræðilegan undirbúning, útboð og eftirlit með þeim. Siglingastofnun annast gerð varnargarða gegn ágangi sjávar. Aðkallandi verkefni eru við vatnsföll víða um land auk þess sem sinnt er viðhaldi eldri varnargarða. Ekki er unnt að sinna nema hluta þeirra beiðna sem berast árlega um aðgerðir. Við forgangsröðun verk- efna er lögð áhersla á varnaraðgerðir þar sem ræktuðu landi, byggingum eða öðrum mannvirkjum stafar hætta af ágangi vatna. Landgræðslan auglýsir nú eftir umsóknum um styrki til varna gegn landbroti. Við forgangs- röðun umsókna verður m.a. höfð hliðsjón af verðmæti þess lands eða mannvirkja sem landbrotið ógnar. Umsóknarfrestur er 31. jan- úar nk. Sjá nánar í auglýsingu frá Landgræðslunni Auglýsing um styrki til varna gegn landbroti Samkvæmt lögum Landgræðslu ríkisins heimilt að styrkja framkvæmdir við fyrirhleðslur sem ætlað er að vernda mannvirki, nytjaland eða annað gróið land í eigu einkaaðila. Landgræðslan auglýsir nú eftir umsóknum um styrki til varna gegn landbroti. Við forgangsröðun umsókna verður m.a. höfð hliðsjón af verðmæti þess lands eða mannvirkja sem landbrotið ógnar. Hámarksfjárhæð styrks er kr. 4.500.000. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur eru á heimasíðu Landgræðslu ríkisins (www.land.is). Einnig er hægt að fá eyðublöð, úthlutunarreglur og nánari upplýsingar á héraðssetrum Landgræðslunnar og á skrifstofu Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti. Umsóknarfrestur er 31. janúar n.k. Umsóknir frá árinu 2010 og yngri eru í fullu gildi og þarf ekki að endurnýja þær. Umsóknir skal senda til: Landgræðsla ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella eða á netfangið land@land.is Landgræðsla ríkisins Auglýst eftir styrkjum vegna landbrots
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.